Ástand húss við Hverfisgötu 17 Siglufirði

Málsnúmer 1506013

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 185. fundur - 10.06.2015

Ástand húss við Hverfisgötu 17 hefur um langt skeið verið óviðunandi. Tæknideild er falið að senda eiganda úrbótabréf þar sem hann er hvattur til að gera nauðsynlegar úrbætur á fasteign sinni innan ákveðins tíma ella muni verða lagðar dagsektir á viðkomandi skv. gr. 2.9.2. í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 187. fundur - 20.07.2015

Á 185. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 10.júní sl., var tæknideild falið að senda eiganda úrbótabréf þar sem hann er hvattur til að gera nauðsynlegar úrbætur á fasteign sinni innan ákveðins tíma. Ella muni verða lagðar dagsektir á viðkomandi skv. gr. 2.9.2. í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Lagt fram bréf Þóris Hákonarsonar þar sem tilkynnt eru nýleg eigendaskipti á húsinu. Nýr eigandi hyggst ráðast í framkvæmdir á þessu ári og mun framkvæmdaáætlun liggja fyrir eigi síðar en 1. september 2015.

Framkvæmd dagsekta er frestað til 1.september 2015.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 189. fundur - 08.09.2015

Á 187. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 20. júlí sl. var lagt fram bréf Þóris Hákonarsonar þar sem tilkynnt voru nýleg eigendaskipti á húsinu. Nýr eigandi hugðist ráðast í framkvæmdir á þessu ári og átti framkvæmdaáætlun að liggja fyrir eigi síðar en 1. september 2015. Framkvæmd dagsekta var því frestað til 1.september 2015.

Engin framkvæmdaáætlun hefur borist. Nefndin leggur til að lagðar verði á dagsektir að upphæð 20.000 kr. frá og með mánudeginum 14. september 2015.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 202. fundur - 06.07.2016

Umræða um ástand húsa í Fjallabyggð.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar mótmælir harðlega þeim seinagangi sem verið hefur á lagfæringum á fasteigninni við Hverfisgötu 17 Siglufirði og krefst þess að lögfræðingur Fjallabyggðar gangi hart eftir að innheimta þær dagsektir sem áfallnar eru og fylgi því eftir með fjárnámi og nauðungaruppboði fáist þær ekki innheimtar.
Að mati nefndarinnar er með öllu ólíðandi að fasteignaeigendur komist upp með þá háttsemi sem viðhöfð hefur verið við þessa fasteign.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 502. fundur - 23.05.2017

Lagt fram erindi Jóns Hrólfs Baldurssonar dags. 16. maí 2017 þar sem hann framselur boð sitt í húseignina Hverfisgötu 17, Siglufirði, fastanr. 213-0611.
Bæjarráð samþykkir að ganga inn í tilboð Jóns Hrólfs Baldurssonar. Bæjarráð vísar umsókn um niðurrif á húsinu til skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 213. fundur - 01.06.2017

Bæjarráð vísar umsókn um niðurrif á húsinu við Hverfisgötu 17, til skipulags- og umhverfisnefndar.

Nefndin samþykkir niðurrif hússins Hverfisgötu 17, Siglufirði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 505. fundur - 13.06.2017

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar um niðurrif á húsinu. Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að fara í verðkönnun.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 530. fundur - 21.11.2017

Bæjarráð óskar eftir að niðurstöður verðkönnunar á niðurrifi hússins liggi fyrir á fundi bæjarráðs í næstu viku.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 532. fundur - 27.11.2017

Tekin fyrir niðurstaða verðkönnunar vegna niðurrifs á húsi við Hverfisgötu 17 Siglufirði.

Eftirfarandi tilboð bárust:

Bás ehf. 2.320.000 kr. m. vsk.
Sölvi Sölvason ehf. 2.150.000 kr. m. vsk.

Bæjarráð samþykkir að taka lægsta tilboði í framkvæmdina.

Verkinu skal vera lokið eigi síðar en 30.desember nk.