Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

270. fundur 30. júní 2021 kl. 16:30 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði

Málsnúmer 2102035Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði dagsett 25. júní 2021, sem kynnt var fyrir opnu húsi þann 27. maí sl.
Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og leggur til að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Fyrirspurn vegna breytinga á Gránugötu 15B Siglufirði

Málsnúmer 2106070Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn Róberts Guðfinnssonar f.h. Selvíkur ehf. vegna fyrirhugaðra breytinga á útliti og starfsemi Gránugötu 15B. Áætlað er að breyta húsnæðinu í svítur og útlit hússins mun svipa til Sigló Hótels skv. meðfylgjandi drögum að hönnun. Inngangur yrði á norðurgafli hússins og bílastæði í sundinu við norðurenda hússins. Óskað er eftir umsögn nefndarinnar um verkefnið áður en ráðist verður í frekari hönnun. Einnig er lagt fram minnisblað skipulags- og tæknifulltrúa vegna málsins þar sem rakin er skipulagsleg staða lóðarinnar og hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla til að þetta yrði að veruleika.
Nefndin fagnar allri uppbyggingu í sveitarfélaginu og tekur ágætlega í erindið en vísar því áfram til umsagnar í hafnarstjórn áður en lengra er haldið.

3.Leyfi fyrir garðhúsi við lóðamörk bæjarlands

Málsnúmer 2106018Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sturlaugs Fannars Þorsteinssonar dags. 3.júní 2021 þar sem óskað er eftir leyfi til að staðsetja garðkofa við lóðamörk Túngötu 26 og bæjarlands.
Erindi samþykkt.

4.Umsókn um byggingarleyfi - Hestamannafélagið Glæsir

Málsnúmer 2106055Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 16. júní 2021 þar sem Hreinn Júlíusson sækir um leyfi fyrir hönd hestamannafélagsins Glæsis, fyrir því að setja þak yfir gang meðfram kaffistofu félagsins í samræmi við meðfylgjandi teikningar.
Erindi samþykkt.

5.Umsókn um byggingarleyfi - Snorragata 6 Siglufirði

Málsnúmer 2106060Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 25. júní 2021 þar sem Konráð Karl Baldvinsson sækir um leyfi fyrir hönd Selvíkur ehf, til að setja þrjár hurðir á norðurhlið og eina hurð á austurhlið Snorrabrautar 6 í samræmi við meðfylgjandi teikningar.
Erindi samþykkt.

6.Umsókn um byggingarleyfi - Bylgjubyggð 4 Ólafsfirði

Málsnúmer 2106064Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 23. júní 2021 þar sem Brynhildur R. Vilhjálmsdóttir sækir um leyfi til að hækka skorstein á Bylgjubyggð 4 um 1 meter samhliða viðgerðum sem hann er að fara í. Skorsteinninn mun ekki hafa áhrif á sjónlínu nágranna eða vera líti á heildarútliti hússins.
Erindi samþykkt.

7.Umsókn um byggingarleyfi - Ránargata 6 Siglufirði

Málsnúmer 2106067Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 24. júní 2021 þar sem Olíudreifing ehf. sækir um leyfi fyrir hönd Skeljungs hf., til niðurrifs á tveimur gasolíugeymum.
Erindi samþykkt.

8.Umsókn um byggingarleyfi - Hvanneyrarbraut 24 Siglufirði

Málsnúmer 2106069Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 27. júní 2021 þar sem Hermann Resinger sækir um leyfi fyrir nýrri hurð á austurhlið hússins, stærri glugga á norðurhlið hússins og nýjan glugga á suðurhlið hússins í samræmi við meðfylgjandi teikningar. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar.
Erindi samþykkt.

9.Umsókn um byggingarleyfi - Hólkot 6 Ólafsfirði

Málsnúmer 2106043Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 14. júní 2021 þar sem Ellert Magnús Ólafsson sækir um leyfi fyrir brottflutning á sumarhúsi af lóðinni Hólkot 6.
Erindi samþykkt.

10.Umsókn um lóð - Bakkabyggð 6 Ólafsfirði

Málsnúmer 2106029Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 7. júní 2021 þar sem Vignir Þór Siggeirsson og Katrín Jónsdóttir sækja um lóð nr. 6 við Bakkabyggð.
Erindi samþykkt.

11.Afturköllun úthlutunar lóðar fyrir frístundahús - Sólarstígur 3

Málsnúmer 2010023Vakta málsnúmer

Þar sem skilyrði til lóðarúthlutunar hafa ekki verið uppfyllt er lóðarúthlutun Sólarstígs 3, frá 14. október 2020 afturkölluð.
Þar sem skilyrði til lóðarúthlutunar hafa ekki verið uppfyllt er lóðarúthlutun Sólarstígs 3, frá 14. október 2020 afturkölluð.

12.Umsókn um lóð - Ráeyrarvegur 4 Siglufirði

Málsnúmer 2106057Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 19. júní 2021 þar sem Brent Ozar sækir um frístundalóð nr. 4 við Ráeyrarveg á Saurbæjarási.
Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar en bendir á að skv. skilmálum deiliskipulags Saurbæjaráss skal þakhalli húsa vera að lágmarki 15°.

13.Umsókn um lóð - Snorragata 4 Siglufirði

Málsnúmer 2106061Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 25. júní 2021 þar sem Konráð Karl Baldvinsson sækir um bílastæðalóð nr. 4 við Snorragötu f.h. eigenda Selvíkur ehf. þar sem áætlað er að útbúa bílastæði í samræmi við deiliskipulag Snorragötu. Einnig óska eigendur eftir viðræðum um samstarf við uppsetningu og rekstur hraðhleðslustöðva við væntanleg bílastæði.
Nefndin samþykkir úthlutun bílastæðalóðarinnar til Selvíkur ehf. en vísar viðræðum um samstarf við uppsetningu og rekstur hraðhleðslustöðva við væntanleg bílastæði til bæjarráðs.

14.Stofnun lóðar undir fjarskiptastöð við vesturhöfn í Ólafsfirði - Sjávargata 3

Málsnúmer 2106066Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að lóðarleigusamning við Mílu hf. vegna nýrrar lóðar undir fjarskiptastöð sem staðsett er við vesturhöfn í Ólafsfirði.
Samþykkt.

15.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Hlíðarvegur 25A Siglufirði

Málsnúmer 2106072Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 28. júní þar sem Páll Emil Beck og Lilja Guðný Guðmundsdóttir sækja um endurnýjun á lóðarleigusamningi við Hlíðarveg 25A.
Nefndin samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings og felur tæknideild að útbúa nýjan samning til þinglýsingar.

16.Umferðaröryggi við leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2102007Vakta málsnúmer

Lagðar fram tvær tillögur að bættu umferðaröryggi við leikskólann Leikhóla í Ólafsfirði.
Nefndin samþykkir þá útfærslu á þrengingu sem lögð er fram í tillögu nr.0109 og beinir því til bæjarráðs að láta fara fram hönnun á þessu ári.

17.Endurskoðun samþykktar búfjárhalds í Fjallabyggð

Málsnúmer 2106056Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að breytingum á samþykktum um búfjárhald í Fjallabyggð ásamt vinnuskjali tæknifulltrúa, dags. 25.03.2021.
Máli frestað.

18.Deiliskipulag þjóðvega í þéttbýlum Fjallabyggðar

Málsnúmer 2104091Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar umsagnir sem bárust vegna kynningar á skipulagslýsingu deiliskipulags þjóðvega í þéttbýlum Fjallabyggðar sem unnin var af Mannviti.

19.Hliðrun byggingarreits-Skógarstígur 2 Siglufirði

Málsnúmer 1905037Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar krafa um endurupptöku máls til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, vegna hliðrunar á byggingarreit við Skógarstíg 2. Einnig lagt fram svar Fjallabyggðar vegna kröfunnar.

20.Vatnsleki í Héðinsfjarðargöngum

Málsnúmer 2105079Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samskipti bæjarstjóra við Vegagerðina vegna vatnsleka í Héðinsfjarðargöngum og viðhaldsþörf á malbiki í göngunum.

21.Umhverfisverkefni 2021

Málsnúmer 2102016Vakta málsnúmer

Nefndin fór yfir stöðu umhverfisverkefna sem samþykkt voru á síðasta fundi þann 2. júní sl.

Fundi slitið - kl. 18:00.