Umsókn um lóð - Snorragata 4 Siglufirði

Málsnúmer 2106061

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 270. fundur - 30.06.2021

Lagt fram erindi dagsett 25. júní 2021 þar sem Konráð Karl Baldvinsson sækir um bílastæðalóð nr. 4 við Snorragötu f.h. eigenda Selvíkur ehf. þar sem áætlað er að útbúa bílastæði í samræmi við deiliskipulag Snorragötu. Einnig óska eigendur eftir viðræðum um samstarf við uppsetningu og rekstur hraðhleðslustöðva við væntanleg bílastæði.
Nefndin samþykkir úthlutun bílastæðalóðarinnar til Selvíkur ehf. en vísar viðræðum um samstarf við uppsetningu og rekstur hraðhleðslustöðva við væntanleg bílastæði til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 703. fundur - 08.07.2021

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 30.06.2021 var lagt fram erindi dagsett 25. júní 2021 þar sem Konráð Karl Baldvinsson sækir um bílastæðalóð nr. 4 við Snorragötu f.h. eigenda Selvíkur ehf. þar sem áætlað er að útbúa bílastæði í samræmi við deiliskipulag Snorragötu. Einnig óska eigendur eftir viðræðum um samstarf við uppsetningu og rekstur hraðhleðslustöðva við væntanleg bílastæði.

Nefndin samþykkir úthlutun bílastæðalóðarinnar til Selvíkur ehf. en vísar viðræðum um samstarf við uppsetningu og rekstur hraðhleðslustöðva við væntanleg bílastæði til bæjarráðs.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir úthlutun bílastæðalóðarinnar til Selvíkur ehf. og felur bæjarstjóra að ræða við umsækjanda um samstarf hvað varðar uppsetningu og rekstur hraðhleðslustöðvar.