Fyrirspurn vegna breytinga á Gránugötu 15B Siglufirði

Málsnúmer 2106070

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 270. fundur - 30.06.2021

Lögð fram fyrirspurn Róberts Guðfinnssonar f.h. Selvíkur ehf. vegna fyrirhugaðra breytinga á útliti og starfsemi Gránugötu 15B. Áætlað er að breyta húsnæðinu í svítur og útlit hússins mun svipa til Sigló Hótels skv. meðfylgjandi drögum að hönnun. Inngangur yrði á norðurgafli hússins og bílastæði í sundinu við norðurenda hússins. Óskað er eftir umsögn nefndarinnar um verkefnið áður en ráðist verður í frekari hönnun. Einnig er lagt fram minnisblað skipulags- og tæknifulltrúa vegna málsins þar sem rakin er skipulagsleg staða lóðarinnar og hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla til að þetta yrði að veruleika.
Nefndin fagnar allri uppbyggingu í sveitarfélaginu og tekur ágætlega í erindið en vísar því áfram til umsagnar í hafnarstjórn áður en lengra er haldið.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 121. fundur - 01.07.2021

Lagt er fram erindi Róberts Guðfinnssonar f.h. Selvíkur ehf. til skipulags- og umhverfisnefndar dags. 26. júní 2021. Í erindinu er óskað umsagnar varðandi hugmynd að breytinga á útliti og starfsemi Gránugötu 15B. Einnig er lögð fyrir fundinn afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar frá 270. fundi nefndarinnar þar sem m.a. óskað er eftir umsagnar hafnarstjórnar vegna hugmyndarinnar. Að síðustu er lagt fram minnisblað skipulags og tæknifulltrúa dags. 30. júní 2021 hvar farið er yfir málið og það skipulagslega ferli sem breyting á notum húsnæðisins útheimtir.
Staðfest
Hafnarstjórn fagnar þeirri hugmynd sem fram kemur í framlögðum gögnum og telur að vel sé mögulegt að samræma hana þeirri starfsemi sem er á svæðinu. Að því sögðu þá bendir hafnarstjórn á að mikilvægt er að vinna deiliskipulag með þeim hætti að líkur á núningi milli ólíkrar starfsemi verði lágmarkaðar.

Hafnarstjóra falið að koma sjónarmiðum stjórnar á framfæri við skipulags- og umhverfisnefnd.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 271. fundur - 21.07.2021

Lagt fram að nýju erindi Róberts Guðfinnssonar f.h. Selvíkur ehf. vegna fyrirhugaðra breytinga á útliti og starfsemi Gránugötu 15B. Nefndin vísaði erindinu til hafnarstjórnar áður en lengra yrði haldið. Hafnarstjórn tók vel í erindið og benti á mikilvægi þess að vinna deiliskipulag af svæðinu með þeim hætti að líkur á núningi milli ólíkrar starfsemi verði lágmarkaðar.
Nefndin tekur jákvætt í erindið en áréttar að við hönnun hússins þarf að gæta að því að staðsetning húss er á hafnarsvæði og taka þarf tillit til þeirrar starfsemi sem þar fer fram og að hún verði ekki takmörkuð með neinum hætti. Með framhaldið er vísað í framlagt minnisblað skipulags- og tæknifulltrúa.
Fylgiskjöl: