Umsókn um lóð - Ráeyrarvegur 4 Siglufirði

Málsnúmer 2106057

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 270. fundur - 30.06.2021

Lagt fram erindi dagsett 19. júní 2021 þar sem Brent Ozar sækir um frístundalóð nr. 4 við Ráeyrarveg á Saurbæjarási.
Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar en bendir á að skv. skilmálum deiliskipulags Saurbæjaráss skal þakhalli húsa vera að lágmarki 15°.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 275. fundur - 06.10.2021

Lögð fram beiðni um frest til að hefja byggingu á úthlutaðri lóð að Ráeyrarveg 4, Siglufirði.
Nefndin samþykkir að lengja frest til þess að hefja framkvæmdir um eitt ár.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 293. fundur - 04.01.2023

Lagður fram tölvupóstur frá Brent Ozar dagsett 5.desember 2022 þar sem frístundalóð við Ráeyrarveg 4 er skilað aftur inn til sveitarfélagsins. Lóðarúthlutunargjald hefur verið endurgreitt í samræmi við 9.gr. í samþykkt um frístundalóðir í landi Fjallabyggðar.
Samþykkt
Erindi samþykkt, lóðin Ráeyrarvegur 4 er laus til úthlutunar.