Deiliskipulag þjóðvega í þéttbýlum Fjallabyggðar

Málsnúmer 2104091

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 268. fundur - 05.05.2021

Lögð fram skipulagslýsing vegna vinnu við deiliskipulag þjóðvega í þéttbýlum Fjallabyggðar.
Vísað til nefndar
Nefndin gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna og leggur til við bæjarstjórn að hún verði kynnt íbúum og umsagnaraðilum í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 270. fundur - 30.06.2021

Lagðar fram til kynningar umsagnir sem bárust vegna kynningar á skipulagslýsingu deiliskipulags þjóðvega í þéttbýlum Fjallabyggðar sem unnin var af Mannviti.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 280. fundur - 31.01.2022

Lögð fram drög að greinargerð og uppdráttum að deiliskipulagi fyrir þjóðvegi í þéttbýli Ólafsfjarðar.
Nefndin fór yfir drögin og tæknideild falið að koma athugasemdum til hönnuðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 283. fundur - 06.04.2022

Lögð fram uppfærð drög að greinargerð og uppdráttum að deiliskipulagi fyrir þjóðvegi í þéttbýli Ólafsfjarðar.
Nefndin samþykkir, með áorðnum breytingum, greinargerð og uppdrætti deiliskipulagstillögu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði kynnt íbúum og umsagnaraðilum í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 286. fundur - 06.07.2022

Lagðar fram umsagnir, athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartímanum.
Tæknideild falið að svara og taka afstöðu til athugasemda og umsagna í samvinnu við hönnuði og Vegagerðina.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 288. fundur - 07.09.2022

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi sem auglýst var í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010 frá 20. apríl - 1. júní 2022. Unnið hefur verið úr athugasemdum sem bárust á kynningartímanum og eru svör við þeim einnig lögð fram. Breytingar eftir auglýsingu eru að finna í 6.kafla greinargerðar.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Ólafsfjarðar og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.