Umferðaröryggi við leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2102007

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 264. fundur - 03.02.2021

Tekin umræða um hraðaminnkandi aðgerðir við leikskóla Fjallabyggðar við Hvanneyrarbraut á Siglufirði og Ólafsveg í Ólafsfirði.
Nefndin felur tæknideild að útfæra og framkvæma hraðatakmarkandi aðgerðir við leikskóla Fjallabyggðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 268. fundur - 05.05.2021

Lagðar fram tillögur frá Mannviti að bættu umferðaröryggi við leikskóla Fjallabyggðar við Ólafsveg í Ólafsfirði og Hvanneyrarbraut á Siglufirði.
Erindi svarað
Nefndin samþykkir tillögu nr.3 fyrir Hvanneyrarbraut en óskar eftir frekari skýringum á útfærslum sem lagðar eru fram fyrir Ólafsveg.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 270. fundur - 30.06.2021

Lagðar fram tvær tillögur að bættu umferðaröryggi við leikskólann Leikhóla í Ólafsfirði.
Nefndin samþykkir þá útfærslu á þrengingu sem lögð er fram í tillögu nr.0109 og beinir því til bæjarráðs að láta fara fram hönnun á þessu ári.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 703. fundur - 08.07.2021

Á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 30.06.2021, voru lagðar fram tvær tillögur að bættu umferðaröryggi við leikskólann Leikhóla í Ólafsfirði.

Nefndin samþykkti þá útfærslu á þrengingu sem lögð er fram í tillögu nr.0109 og beinir því til bæjarráðs að láta fara fram hönnun á þessu ári.
Bæjarráð felur tæknideild að ljúka hönnun þrengingar, vinna kostnaðaráætlun og leggja fyrir bæjarráð.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 275. fundur - 06.10.2021

Lagðar fram teikningar vegna umferðaröryggis við leikskóla Fjallabyggðar.
Nefndin samþykkir báðar tillögur og leggur til við bæjarstjórn að verkefnin verði sett á fjárhagsáætlun 2022.