Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar

268. fundur 05. maí 2021 kl. 16:30 - 18:50 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir varaformaður, D lista
  • Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir aðalmaður, D lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
  • Nanna Árnadóttir formaður I lista
  • Ægir Bergsson aðalmaður, I lista
Starfsmenn
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar
  • Íris Stefánsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Fundargerð ritaði: Íris Stefánsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi

1.Deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði

Málsnúmer 2102035Vakta málsnúmer

Lagðar fram umsagnir vegna skipulagslýsingar deiliskipulags hafnar- og athafnasvæðis í Ólafsfirði. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Einnig lögð fram drög að deiliskipulagstillögu.
Vísað til nefndar
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að drög að deiliskipulagi verði kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum með opnu húsi í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þegar tekið hefur verið tillit til þeirra þátta sem nefndir eru í ábendingum umsagnaraðila og því sem fram fór á fundinum. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Deiliskipulag þjóðvega í þéttbýlum Fjallabyggðar

Málsnúmer 2104091Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulagslýsing vegna vinnu við deiliskipulag þjóðvega í þéttbýlum Fjallabyggðar.
Vísað til nefndar
Nefndin gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna og leggur til við bæjarstjórn að hún verði kynnt íbúum og umsagnaraðilum í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Umferðaröryggi við leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2102007Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur frá Mannviti að bættu umferðaröryggi við leikskóla Fjallabyggðar við Ólafsveg í Ólafsfirði og Hvanneyrarbraut á Siglufirði.
Erindi svarað
Nefndin samþykkir tillögu nr.3 fyrir Hvanneyrarbraut en óskar eftir frekari skýringum á útfærslum sem lagðar eru fram fyrir Ólafsveg.

4.Umsókn um byggingarleyfi - Niðurrif Suðurgötu 49 Siglufirði

Málsnúmer 2104002Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Ikaup ehf. um leyfi fyrir niðurrifi á húseigninni við Suðurgötu 49.
Synjað
Nefndin getur ekki samþykkt umsókn um niðurrif að svo stöddu þar sem hvorki liggur fyrir starfsleyfi frá heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra né veðbókavottorð.

5.Umsókn um byggingarleyfi og breytingu á lóðamörkum Hlíðarveg 38 í Ólafsfirði

Málsnúmer 2104007Vakta málsnúmer

Lögð fyrir umsókn dagsett 4. apríl 2021 þar sem Ásgeir Logi Ásgeirsson og Kristín Brynhildur Davíðsdóttir sækja um leyfi til að byggja 15 fm geymsluskúr á milli húsanna við Hlíðarveg 38 og 40 skv. meðfylgjandi teikningum og ljósmyndum. Einnig er óskað eftir breytingum á lóðarmörkum í samræmi meðfylgjandi lóðarblað dagsett 16.4.2021, þar sem lóðin við Hlíðarveg 38 stækkar örlítið til norðurs. Samþykki eiganda Hlíðarvegar 40 liggur fyrir.
Samþykkt
Erindi samþykkt og tæknideild falið að útbúa nýja lóðarleigusamninga fyrir lóðirnar þar sem lóðarbreytingarnar koma fram.

6.Umsókn um byggingarleyfi-Hlíðarvegur 40 í Ólafsfirði

Málsnúmer 2104019Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 7. apríl 2021 þar sem Gylfi Ragnarsson sækir um leyfi til að rífa núverandi þak og byggja nýtt mænisþak. Einnig lagðir fram aðaluppdrættir og burðarþolsteikningar frá Eflu, hannað af Árna Gunnari Kristjánssyni. Samþykki nágranna við Hlíðarveg 38, 39, 41 og 43 liggur fyrir.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

7.Umsókn um byggingarleyfi og lóðarstækkun - Grundargata 5b Siglufirði

Málsnúmer 2103001Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju umsókn um byggingarleyfi við Grundargötu 5b að lokinni grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust á kynningartímanum. Einnig lagt fram samþykki lóðarhafa við Lækjargötu 4c vegna lóðamarkabreytinga.
Samþykkt
Erindi samþykkt og tæknideild falið að endurnýja lóðarleigusamninga við Lækjargötu 4c og Grundargötu 5b í samræmi við framlögð gögn.

8.Umsókn um byggingarleyfi - útlitsbreytingar á Laugarvegi 36, Siglufirði

Málsnúmer 2104087Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 27. apríl 2021, þar sem Ásgrímur Finnur Antonsson sækir um leyfi til að klæða hús sitt við Laugarveg 36 með MEG plötum og skipta um hurðir og glugga í samræmi við meðfylgjandi teikningar.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

9.Umsókn um byggingarleyfi - útlitsbreyting Bylgjubyggð 45 og 47 Ólafsfirði

Málsnúmer 2104024Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 13. apríl 2021 þar sem Hörður Ólafsson og Magnús Ágústsson sækja um breytingu á þakskeggi á húsum sínum við Bylgjubyggð 45 og 47 í samræmi við meðfylgjandi mynd.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

10.Umsókn um byggingarleyfi - Hrannarbyggð 6, Ólafsfirði

Málsnúmer 2104031Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi dagsett 14. apríl 2021 þar sem Jón Gylfi Kristinsson sækir um breytingu á norð-austur horni Hrannarbyggðar 6 í samræmi við meðfylgjandi teikningar.
Samþykkt
Erindi samþykkt.
Fylgiskjöl:

11.Fyrirspurn vegna byggingar bílskýlis að Hvanneyrarbraut 69

Málsnúmer 2104018Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn frá Jóni Hrólfi Baldurssyni vegna fyrirhugaðrar byggingar bílskýlis við hús hans við Hvanneyrarbraut 69. Til stendur að byggja opið bílskýli til austurs að lóðarmörkum yfir bílaplan og er óskað eftir afstöðu nefndarinnar áður en ráðist er í fullnaðar hönnun og teikningar. Einnig lagðar fram undirskriftir nágranna sem setja sig ekki á móti framkvæmdinni.
Erindi svarað
Nefndin tekur jákvætt í erindið.

12.Umsókn um lóð - Eyrarflöt 14-20

Málsnúmer 2104025Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um lóð dagsett 13. apríl 2021 þar sem Ívar J. Arndal sækir um úthlutun á raðhúsalóð við Eyrarflöt 14-20 á Siglufirði.
Vísað til nefndar
Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar við Eyrarflöt 14-20 fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

13.Umsókn um lóð - Bakkabyggð 4

Málsnúmer 2104046Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um lóð dagsett 19. april þar sem Sævar Birgisson og Eva Rún Þorsteinsdóttir sækja um úthlutun á einbýlishúsalóð við Bakkabyggð 4 í Ólafsfirði. Einnig lagður fram tölvupóstur þar sem Guðmundur Þórðarson afsalar sér lóðinni við Bakkabyggð 4 sem hann hafði áður fengið úthlutað.
Vísað til nefndar
Nefndin samþykkir úthlutun lóðarinnar við Bakkabyggð 4 fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

14.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Túngata 40 Siglufirði

Málsnúmer 2103063Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Gesti Þór Guðmundssyni dagsett 13. apríl 2021 þar sem hann óskar eftir rökstuðningi fyrir höfnun á stækkun lóðarinnar við Túngötu 40 á síðasta fundi nefndarinnar. Óskar hann eftir að mál hans um lóðastækkun verði tekið aftur upp og hugsað vel.
Erindi svarað
Nefndin ítrekar fyrri bókun þar sem rökstuðningur fyrir synjun á stækkun lóðar kemur fram. Sjóvarnargarðurinn er mikilvægt öryggismannvirki sem sveitarfélagið þarf að komast að með greiðum hætti þegar þörf er á.

15.Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Aðalgötu 34 Siglufirði

Málsnúmer 2105003Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamning fyrir Aðalgötu 34 á Siglufirði.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

16.Umsókn um stækkun lóðar við Aðalgötu 3, Siglufirði

Málsnúmer 2104080Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 26. apríl 2021 þar sem Björn Hauksson, tilvonandi kaupandi að Aðalgötu 3 á Siglufirði, óskar eftir nýjum lóðarleigusamning fyrir fasteignina og óskar jafnframt eftir stækkun lóðarinnar til austurs að Tjarnargötu skv. meðfylgjandi teikningu.
Erindi svarað
Nefndin hafnar umsókn um stækkun á lóð, en samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings í samræmi við núverandi notkun og afmörkun lóðar.

17.Afturköllun lóðarumsóknar-Skógarstígur 12

Málsnúmer 2101019Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Eddu Hafsteinsdóttur dagsett 11. apríl 2021 þar sem hún skilar inn lóðinni Skógarstíg 12 sem hún hafði fengið úthlutað þann 3. febrúar sl.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

18.Afturköllun lóðarúthlutunar - Grundargata 22

Málsnúmer 2009048Vakta málsnúmer

Þar sem tímafrestur vegna skila á gögnum er runnin út og ekki hefur verið óskað eftir frekari fresti, afturkallar nefndin lóðarúthlutun Grundargötu 22. Er þetta gert í samráði við Fjallatak ehf. sem fékk lóðina úthlutað þann 14. október sl.
Samþykkt

19.Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðaralagna

Málsnúmer 2104065Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Hallgríms Bóasar Valssonar f.h. Tengis ehf. þar sem óskað er eftir leyfi Fjallabyggðar til að grafa fyrir ljósleiðaralögnum á lóðum sveitarfélagsins til að tengja Sýsluskrifstofuna við Gránugötu 4-6 við ljósleiðara, í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

20.Umsókn um leyfi til að hækka vegspotta frá Árósi að Siglufjarðarflugvelli

Málsnúmer 2104084Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Örlygs Kristfinnssonar dagsett 27. apríl 2021 þar sem óskað er eftir leyfi til að taka ármöl í lóni Skútuár til að hækka vegarspotta sem liggur frá Árósi að Siglufjarðarflugvelli.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

21.Hopp rafhlaupahjólaleiga í Fjallabyggð

Málsnúmer 2103027Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Eyþóri Mána f.h. Hopp Mobility ehf. þar sem fram kemur að fyrirtækið leggi upp með samstarf við Kaffi Klöru ehf. um rekstur stöðvalausrar deilihlaupahjólaleigu. Óskað er eftir undirrituðu vilyrði frá Fjallabyggð um rekstur verkefnisins komandi sumar í tilraunaskyni.
Erindi svarað
Nefndin gerir ekki athugasemd við að sett verði upp deilihlaupahjólaleiga í sumar í sveitarfélaginu en telur sig ekki vera aðila að samkomulagi milli Hopp Mobility ehf. og Kaffi Klöru ehf.

22.Ný lóð undir tjaldsvæðahús í Ólafsfirði

Málsnúmer 2105007Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að lóðarleigusamning fyrir lóðina Tjarnarstíg 1A þar sem byggt verður nýtt aðstöðuhús fyrir tjaldsvæðið.
Samþykkt
Erindi samþykkt.

23.Búfjárhald að Flugvallarvegi 2, Siglufirði

Málsnúmer 1710102Vakta málsnúmer

Á 266. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað: Lagður fram til kynningar úrskurður vegna dóms í máli Fjallabyggðar gegn Ásgrími Gunnari Júlíussyni vegna kæru fyrir brot á lögum um búfjárhald og samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð.
Nefndin beinir því til bæjarráðs að fram fari skoðun á þýðingu dómsins og þeim valkostum sem sveitarfélagið hefur til að framfylgja samþykkt um búfjárhald.
Lagt fram
Þar sem ekki var um að ræða mál Fjallabyggðar gegn Ásgrími Gunnari Júlíussyni heldur ákæruvaldsins er bókun 266. fundar nefndarinnar hér með leiðrétt og lögð fram eftirfarandi bókun:
Lagður fram til kynningar úrskurður vegna dóms í máli ákæruvaldsins gegn Ásgrími Gunnari Júlíussyni vegna kæru fyrir brot á lögum um búfjárhald og samþykkt um búfjárhald í Fjallabyggð.
Nefndin beinir því til bæjarráðs að fram fari skoðun á þýðingu dómsins og þeim valkostum sem sveitarfélagið hefur til að framfylgja samþykkt um búfjárhald.

Fundi slitið - kl. 18:50.