Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - Túngata 40 Siglufirði

Málsnúmer 2103063

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 266. fundur - 07.04.2021

Lögð fram umsókn Gests Þórs Guðmundssonar dagsett 24. mars 2021, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings og stækkun lóðar við Túngötu 40 skv. meðfylgjandi teikningu.
Nefndin samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings en hafnar stækkun á lóðinni vegna þess að sveitarfélagið þarf að hafa aðgengi að sjóvarnargarðinum.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 268. fundur - 05.05.2021

Lagt fram erindi frá Gesti Þór Guðmundssyni dagsett 13. apríl 2021 þar sem hann óskar eftir rökstuðningi fyrir höfnun á stækkun lóðarinnar við Túngötu 40 á síðasta fundi nefndarinnar. Óskar hann eftir að mál hans um lóðastækkun verði tekið aftur upp og hugsað vel.
Erindi svarað
Nefndin ítrekar fyrri bókun þar sem rökstuðningur fyrir synjun á stækkun lóðar kemur fram. Sjóvarnargarðurinn er mikilvægt öryggismannvirki sem sveitarfélagið þarf að komast að með greiðum hætti þegar þörf er á.