Hopp rafhlaupahjóla leiga í Fjallabyggð

Málsnúmer 2103027

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 688. fundur - 16.03.2021

Lagt fram erindi Þorgríms Emilssonar fh. Hopp Mobility ehf, dags. 04.03.2021 þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess að setja upp útleigu á rafhlaupahjólum, 25 hjólum í Fjallabyggð, aðallega á Siglufirði en mögulega líka í Ólafsfirði.

Þá er óskað eftir þjónustusamningi milli Fjallabyggðar og sérleyfishafa um leyfi til reksturs og þróunar á deilileigu fyrir rafhlaupahjól á svæðinu.
Vísað til nefndar
Bæjarráð hafnar því að gera þjónustusamning við sérleyfishafa en tekur jákvætt í erindið og samþykkir að óska eftir afstöðu skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 266. fundur - 07.04.2021

Lagt fram erindi Þorgríms Emilssonar fh. Hopp Mobility ehf, dags. 04.03.2021 þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess að setja upp útleigu á rafhlaupahjólum, 25 hjólum í Fjallabyggð, aðallega á Siglufirði en mögulega líka í Ólafsfirði.

Þá er óskað eftir þjónustusamningi milli Fjallabyggðar og sérleyfishafa um leyfi til reksturs og þróunar á deilileigu fyrir rafhlaupahjól á svæðinu.

Bæjarráð hafnaði því á fundi sínum þann 16. mars sl.að gera þjónustusamning við sérleyfishafa en tók jákvætt í erindið og samþykkti að óska eftir afstöðu skipulags- og umhverfisnefndar.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu og felur tæknideild að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir næsta fund.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 268. fundur - 05.05.2021

Lagt fram erindi frá Eyþóri Mána f.h. Hopp Mobility ehf. þar sem fram kemur að fyrirtækið leggi upp með samstarf við Kaffi Klöru ehf. um rekstur stöðvalausrar deilihlaupahjólaleigu. Óskað er eftir undirrituðu vilyrði frá Fjallabyggð um rekstur verkefnisins komandi sumar í tilraunaskyni.
Erindi svarað
Nefndin gerir ekki athugasemd við að sett verði upp deilihlaupahjólaleiga í sumar í sveitarfélaginu en telur sig ekki vera aðila að samkomulagi milli Hopp Mobility ehf. og Kaffi Klöru ehf.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 696. fundur - 18.05.2021

Í framhaldi af bókun 688. fundar bæjarráðs. Lögð fram bókun Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar, dags. 05.05.2021 vegna erindis Eyþórs Mána fh. Hopp Mobility ehf. þar sem fram kemur að fyrirtækið leggur upp með samstarf við Kaffi Klöru ehf. um rekstur stöðvalausrar deilihlaupahjólaleigu. Óskað er eftir undirrituðu vilyrði frá Fjallabyggð um rekstur verkefnisins komandi sumar í tilrauna skyni. Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að sett verði upp deilihlaupahjólaleiga í sumar í sveitarfélaginu en telur sig ekki vera aðila að samkomulagi milli Hopp Mobility ehf. og Kaffi Klöru ehf.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að taka undir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og áréttar að sveitarfélagið mun ekki gefa út vilyrði um rekstur verkefnisins enda ekki aðili að samkomulagi milli Hopp Mobility ehf. og Kaffi Klöru ehf.

Bæjarráð beinir því til aðila að fyllsta öryggis verði gætt við framkvæmd verkefnisins.