Endurbætur á Ólafsvegi 4 - Ólafsfirði

Málsnúmer 2103066

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 266. fundur - 07.04.2021

Lagðar fram teikningar af endurbótum og viðbyggingu á Ólafsvegi 4 sem gerðar voru árið 2014.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að tæknideild yfirfari framlagðar teikningar og mögulega þörf á breytingum á þeim út frá nýtingu hússins nú og líklegum framtíðarþörfum sveitarfélagsins. Einnig leggur nefndin til að kostnaðaráætlun frá 2014 verði uppfærð og að hönnunargögn sem og útboðsgögn verði yfirfarin með tilliti til þess tíma sem liðinn er frá gerð þeirra. Nefndin óskar eftir því að yfirfarin gögn verði lögð fyrir bæjarráð til kynningar að aflokinni yfirferð.