Lausaganga katta - Erindi

Málsnúmer 2101098

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 265. fundur - 03.03.2021

Lagt fram erindi Sigurðar Ægissonar, dagsett 28. janúar 2021 þar sem óskað er eftir því að nefndin hlutist til um að lausaganga katta verði bönnuð í sveitarfélaginu á varp- og ungatímum fugla, frá 1. maí til 15. júlí.
Nefndin hefur oft rætt þetta mál og leggur það til að lausaganga katta verði bönnuð í sveitarfélaginu á tímabilinu 1. maí til 15. júlí. Tæknideild falið að breyta samþykkt um kattahald í Fjallabyggð í samræmi við ofangreinda bókun og leggja fram á næsta fund nefndarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 266. fundur - 07.04.2021

Tekið fyrir að nýju mál vegna lausagöngu katta sem nefndin samþykkti á síðasta fundi sínum að banna á tímabilinu frá 1. maí til 15. júlí ár hvert. Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til nefndarinnar á fundi sínum þann 17. mars sl. Einnig lagt fyrir erindi Kristjáns Ragnars Ásgeirssonar dagsett 5. mars þar sem fyrirhuguðu banni við lausagöngu katta er mótmælt.
Nefndin leggur til að 11. gr samþykktar um kattahald verði breytt þannig að hún verði svohljóðandi:
Eigendum katta ber skylda til þess að taka tillit til fuglalífs á varptíma, frá 1. maí til 15. júlí, og er lausaganga katta bönnuð á þeim tíma.
Samþykkt með þremur atkvæðum. Hjördís Hjörleifsdóttir situr hjá og Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir greiðir atkvæði á móti.

Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun:
11. gr samþykktar um kattahald verður skerpt með dagsetningu á bjöllunotkun og takmörkun á lausagöngu katta. Þessu yrði svo fylgt eftir með auglýsingu og bréfum til kattareigenda.
14. greinin yrði útvíkkuð þannig að heimilt væri að handsama bjöllulausa ketti að undangengnu samþykki heilbrigðisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 284. fundur - 04.05.2022

Mál lagt fram að nýju.
Lagt fram minnisblað tæknideildar.
Erindi frestað til næsta fundar.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 285. fundur - 07.06.2022

Mál lagt fram að nýju.
Lagt fram minnisblað tæknideildar frá 28. apríl 2022 ásamt tillögum fráfarandi nefndarmanna.
Nefndin leggur til eftirfarandi breytingu á samþykkt Fjallabyggðar um kattahald.

11. gr. er svohljóðandi í dag:
Tillit til fuglalífs á varptíma:
Eigendum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að hengja bjöllu á kettina og takmarka útiveru þeirra.

11. gr. verður svohljóðandi eftir breytingu:
Tillit til fuglalífs á varptíma
eigendum katta bera að taka tillit til fuglalífs á varptíma, þ.e. frá 1. maí til 15. júlí og takmarka útiveru þeirra. Lausaganga katta er bönnuð frá kl. 20 til kl. 08 á þeim tíma.