Framkvæmda-, hafna og veitunefnd Fjallabyggðar

1. fundur 19. ágúst 2025 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Tómas Atli Einarsson formaður
  • Ægir Bergsson Aðalmaður
  • Sæbjörg Ágústsdóttir Varamaður
  • Jón Kort Ólafsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
  • Gísli Davíð Sævarsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson hafnarstjóri
Guðmundur Gauti Sveinsson boðaði forföll.

1.Erindisbréf nefnda 2022-2026

Málsnúmer 2206012Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindisbréf fyrir framkvæmda-, hafna - og veitunefnd Fjallabyggðar í samræmi við samþykktir um stjórnun Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Erindisbréfið hefur þegar verið samþykkt í bæjarstjórn og hafa nefndarmenn kynnt sér það.

2.Fundadagatal nefnda 2025

Málsnúmer 2412019Vakta málsnúmer

Fyrir liggur uppfært fundadagatal nefnda fyrir síðustu mánuði ársins 2025.
Lagt fram til kynningar
Gert er ráð fyrir að nefndin fundi mánaðarlega og verður skipulag funda rætt fyrir næsta fund nefndarinnar.

3.Framkvæmdaáætlun 2025

Málsnúmer 2412015Vakta málsnúmer

Fyrir liggur yfirlit yfir framkvæmdaáætlun ársins 2025 og stöðu einstakra framkvæmda.
Samþykkt
Sviðsstjóri og bæjarstjóri fóru yfir stöðu einstakra verkefna á framkvæmdaáætlun fyrir árið 2025 og upplýsti nefndina um þær tilfærslur sem gerðar hafa verið. Nefndin gerir ekki athugasemdir við stöðu framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2025.

4.Framkvæmdaáætlun 2026

Málsnúmer 2507008Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnuskjal um ýmsar framkvæmdir sem nauðsynlegt er að fara í á árinu 2026.
Lagt fram til kynningar
Sviðsstjóri og bæjarstjóri fóru yfir nokkrar hugmyndir varðandi ýmsar framkvæmdir sem nauðsynlegt er að fara í á næsta ári. Áfram verður unnið að tillögum að áætlun um framkvæmdir og kostnaðarmati á fyrirhuguðum framkvæmdum.

5.Fráveitukerfi í Ólafsfirði

Málsnúmer 2409007Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála varðandi fráveitukerfið í Ólafsfirði en verið er að vinna í eftirlitskerfi með fráveitunni.
Lagt fram til kynningar
Nefndin óskar eftir frekari upplýsingum varðandi úttekt á fráveitu Ólafsfjarðar líkt og Verkís gerði fyrir fráveitu Siglufjarðar á síðasta ári og skilað var í byrjun árs 2025. Nefndin leggur áherslu á að úttekt fráveitu í Ólafsfirði verði hraðað eins og kostur er.

6.Fráveitukerfi á Siglufirði

Málsnúmer 2408040Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála varðandi fráveitukerfið á Siglufirði en unnið hefur verið að endurbótum á dælubúnaði auk þess sem fjárfest var í varaaflstöð fyrir dælubúnað.
Lagt fram til kynningar
Nefndin óskar eftir því að skýrsla Verkís um fráveitu á Siglufirði verði kynnt nefndarfólki á næsta fundi nefndarinnar.

7.Starfsmannahald og rekstur Fjallabyggðahafna

Málsnúmer 2501019Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir rekstrarstöðu hafnarsjóðs miðað við fyrstu 7 mánuði ársins og greindi jafnframt frá því að Leno H Passaro hefur sagt starfi sínu lausu sem hafnarvörður Fjallabyggðar.
Samþykkt
Rekstur hafnarinnar það sem af er ári er að mestu í samræmi við áætlanir.
Í ljósi þeirrar þróunar sem fyrirsjáanleg er fyrir næsta rekstrarár m.a. með færri komum skemmtiferðaskipa leggur nefndin áherslu á að skoðaðir verði möguleikar á allri hagræðingu er snýr að rekstri Fjallabyggðarhafna. Nefndin felur hafnarstjóra og sviðsstjóra að leggja fram tillögur um útfærslur á starfsmannahaldi og öðrum rekstrarþáttum fyrir næsta fund nefndarinnar.

8.Færsla á flotbryggju í innri höfn, Siglufirði

Málsnúmer 2404050Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar um hugmyndir að færslu flotbryggju í innri höfninni á Siglufirði.
Samþykkt
Í ljósi þeirra upplýsinga er fyrir liggja varðandi hugsanlega færslu á flotbryggju í innri höfninni á Siglufirði felur nefndin hafnarstjóra og sviðsstjóra að leita ráðgjafar Vegagerðar um mögulegar útfærslur. Jafnframt felur nefndin hafnarstjóra að leggja fram tillögur að reglum um úthlutun leguplássa við flotbryggjuna og skipulag fyrir næsta fund.

9.Fjallabyggðarhafnir önnur mál 2025

Málsnúmer 2501041Vakta málsnúmer

Nefndin fór yfir nokkur mál er snúa að verkefnum hennar.
Samþykkt
Nefndin leggur áherslu á að fyrir næsta framkvæmdaár verði fundað með verktökum í Fjallabyggð tímanlega og áætluð verkefni kynnt þannig að verktakar hafi tækifæri til þess að skipuleggja starfsemi sína í samræmi við fyrirhugaðar framkvæmdir.

Nefndin óskar eftir að á næsta fundi verði innkaupareglur Fjallabyggðar kynntar nefndarfólki.

Nefndin óskar eftir samantekt á sorphirðumálum og förgun í sveitarfélaginu fyrir næsta fund til kynningar.

Jafnframt var óskað eftir upplýsingum um stöðu mála varðandi nýjan kirkjugarð í Ólafsfirði og mun sviðsstjóri setja sig í samband við sóknarnefnd varðandi næstu skref í málinu.

Sviðsstjóra og hafnarstjóra falið að skoða frágang og merkingar á löndunarkrönum við höfnina með hafnarvörðum.

10.Efnahagsleg áhrif af gjaldtöku skemmtiferðaskipa.

Málsnúmer 2506009Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skýrsla um efnahagsleg áhrif á gjaldtöku skemmtiferðaskipa og yfirlit yfir bókanir á komu skemmtiferðaskipa í Fjallabyggð á næsta ári. Mikill samdráttur er í bókun og aðeins eru 9 komur bókaðar á næsta ári en komur fóru í 34 á árinu 2025.
Lagt fram til kynningar
Framkvæmda-, hafna- og veitunefnd Fjallabyggðar lýsir áhyggjum sínum af þeirri þróun sem augljóslega er í bókun skemmtiferðaskipa fyrir næsta sumar og tekur undir bókun bæjarráðs frá 31. júlí s.l. þar sem skorað er á stjórnvöld að endurskoða lagasetningu sem heimilar aukna skattlagningu skemmtiferðaskipa með þessum afleiðingum.

11.Aflatölur 2025

Málsnúmer 2503012Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla með samanburði við fyrra ár.
Lagt fram til kynningar
Lagðar fram aflatölur fyrir tímabilið 1. janúar - 31.júlí 2025. Á Siglufirði er búið að landa um 6.100 tonnum í 872 löndunum á árinu 2025 á móti 7.200 tonnum í 1.037 löndunum á sama tímabili á síðasta ári. Í Ólafsfirði er búið að landa um 57 tonnum í 53 löndunum á móti 131 tonni í 110 löndunum á sama tímabili á síðasta ári. Afli í heild er því um 1.200 tonnum minni heldur en á sama tímabili á árinu 2024 skv. upplýsingum frá Fjallabyggðarhöfn.

Fundi slitið - kl. 18:00.