Fráveitukerfi á Ólafsfirði

Málsnúmer 2409007

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 842. fundur - 06.09.2024

Til fundarins mætti Ingvi Óskarsson og fór yfir stöðu fráveitukerfis í Ólafsfirði.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar Ingva fyrir komuna á fundinn og gagnlegar ábendingar um úrbætur. Bæjarráð hefur þegar falið bæjarstjóra að leita eftir tilboðum frá óháðum aðilum til þess að framkvæma úttekt á fráveitukerfi Fjallabyggðar. Bæjarstjóra falið að koma ábendingum Ingva til þeirra aðila sem framkvæma munu úttektina.
Í vor hófst vinna með fyrirtækinu Raftákni við að koma upp vöktunarkerfi á alla dælubrunna í sveitarfélaginu, og er sú vinna komin vel á veg.

Framkvæmda-, hafna og veitunefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 19.08.2025

Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála varðandi fráveitukerfið í Ólafsfirði en verið er að vinna í eftirlitskerfi með fráveitunni.
Lagt fram til kynningar
Nefndin óskar eftir frekari upplýsingum varðandi úttekt á fráveitu Ólafsfjarðar líkt og Verkís gerði fyrir fráveitu Siglufjarðar á síðasta ári og skilað var í byrjun árs 2025. Nefndin leggur áherslu á að úttekt fráveitu í Ólafsfirði verði hraðað eins og kostur er.

Framkvæmda-, hafna og veitunefnd Fjallabyggðar - 2. fundur - 22.09.2025

Sviðsstjóri greindi frá stöðu mála á fráveitukerfi í Ólafsfirði. Jafnframt liggja fyrir upplýsingar um kostnað við úttekt á fráveitukerfi Ólafsfjarðar líkt og framkvæmt var á fráveitukerfinu á Siglufirði í upphafi árs 2025.
Sviðsstjóri leggur áherslu á að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026 verði gert ráð fyrir kostnaði við kortlagningu fráveitukerfis og aðgerðaáætlun gerð í framhaldi af því.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar