Efnahagsleg áhrif af gjaldtöku skemmtiferðaskipa.

Málsnúmer 2506009

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 879. fundur - 13.06.2025

Fyrir liggur greining frá Hafnasambandi Íslands um efnahagsleg áhrif innviðagjalda á tekjur hafna af skemmtiferðaskipum. Niðurstöður greiningarinnar benda til þess að innviðagjöld muni hafa það í för með sér að skemmtiferðaskipaeigendur dragi úr umsvifum sínum hér á landi.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Bæjarráð Fjallabyggðar - 885. fundur - 31.07.2025

Fyrir liggja upplýsingar um áhrif gistináttagjalds á komu skemmtiferðaskipa á næsta ári. Áhrifin eru mjög mikil á komu skemmtiferðaskipa í Fjallabyggðarhöfn en nú þegar er búið að afbóka 21 komu skipa sumarið 2026 og aðeins 12 komur eru því bókaðar. Í sumar eru bókaðar 33 komur skemmtiferðaskipa.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af þróun mála í kjölfar aukinnar skattlagningar fyrri ríkisstjórnar á þennan lið ferðaþjónustu. Þrátt fyrir að skipakomur í Fjallabyggðarhafnir séu ekki afar margar þá hefur fyrirsjáanlegur samdráttur vegna þessarar skattlagningar gríðarlega mikil áhrif bæði á stöðu hafnarsjóðs en ekki síður á þjónustuaðila sem hafa m.a. byggt upp sína starfsemi í tengslum við að þjónusta ferðamenn sem sækja Fjallabyggð heim með þessum skipum.

Bæjarráð Fjallabyggðar skorar á núverandi stjórnvöld að endurskoða lagasetningu sem heimilar þessa auknu skattlagningu og mun, skv. skýrslu sem Hafnasamband Íslands óskaði eftir, draga verulega úr umsvifum skemmtiferðaskipa við Ísland líkt og afbókanir í stórum stíl staðfesta.

Framkvæmda-, hafna og veitunefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 19.08.2025

Fyrir liggur skýrsla um efnahagsleg áhrif á gjaldtöku skemmtiferðaskipa og yfirlit yfir bókanir á komu skemmtiferðaskipa í Fjallabyggð á næsta ári. Mikill samdráttur er í bókun og aðeins eru 9 komur bókaðar á næsta ári en komur fóru í 34 á árinu 2025.
Lagt fram til kynningar
Framkvæmda-, hafna- og veitunefnd Fjallabyggðar lýsir áhyggjum sínum af þeirri þróun sem augljóslega er í bókun skemmtiferðaskipa fyrir næsta sumar og tekur undir bókun bæjarráðs frá 31. júlí s.l. þar sem skorað er á stjórnvöld að endurskoða lagasetningu sem heimilar aukna skattlagningu skemmtiferðaskipa með þessum afleiðingum.