Færsla á flotbryggju í innri höfn, Siglufirði

Málsnúmer 2404050

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 145. fundur - 16.04.2024

Tekin fyrir hugsanleg breyting á legu flotbryggjunnar í Innri höfninni á Siglufirði.
Hafnarstjórn felur deildarstjóra tæknideildar að kostnaðarmeta framkvæmdina og eiga samtal við Vegagerðina vegna kostnaðarþátttöku í verkinu.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 147. fundur - 05.09.2024

Lagt fram kostnaðarmat deildarstjóra tæknideildar vegna mögulegrar færslu á flotbryggju við Innri höfn, Siglufirði.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Hafnarstjórn þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir kostnaðarmatið og leggur áherslu á að málið verði skoðað í heildarsamhengi við hugsanlegar aðrar viðbætur á flotbryggjum og lengingu á grjótgörðum í innri höfn.

Framkvæmda-, hafna og veitunefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 19.08.2025

Fyrir liggja upplýsingar um hugmyndir að færslu flotbryggju í innri höfninni á Siglufirði.
Samþykkt
Í ljósi þeirra upplýsinga er fyrir liggja varðandi hugsanlega færslu á flotbryggju í innri höfninni á Siglufirði felur nefndin hafnarstjóra og sviðsstjóra að leita ráðgjafar Vegagerðar um mögulegar útfærslur. Jafnframt felur nefndin hafnarstjóra að leggja fram tillögur að reglum um úthlutun leguplássa við flotbryggjuna og skipulag fyrir næsta fund.