Aflatölur 2025

Málsnúmer 2503012

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 150. fundur - 05.03.2025

Til kynningar eru aflatölur það sem af er árinu 2025 en samtals hefur verið landað á Siglufirði og Ólafsfirði um 750 tonnum frá áramótum en á sama tíma í fyrra var aflinn um 1.040 tonn og er því umtalsverður samdráttur á lönduðum afla.
Lagt fram til kynningar
Til kynningar

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 151. fundur - 28.05.2025

Fyrir liggja aflatölur fyrir Fjallabyggðarhafnir frá 1. janúar til 27.maí 2025. Á Siglufirði hefur verið landað umtalsvert minni afla heldur en á sama tíma á síðasta ári en á tímabilinu nú hefur verið landað um 3.465 tonnum í 408 löndunum en á sama tíma í fyrra hafði verið landað um 4.478 tonnum í 422 löndunum. Á Ólafsfirði hefur jafnframt verið landað minna. Í fyrra var búið að landa þar 124 tonnum í 98 löndunum en nú hefur verið landað 45 tonnum í 39 löndunum á sama tímabili.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Framkvæmda-, hafna og veitunefnd Fjallabyggðar - 1. fundur - 19.08.2025

Hafnarstjóri lagði fram og fór yfir tölur um landaðan afla með samanburði við fyrra ár.
Lagt fram til kynningar
Lagðar fram aflatölur fyrir tímabilið 1. janúar - 31.júlí 2025. Á Siglufirði er búið að landa um 6.100 tonnum í 872 löndunum á árinu 2025 á móti 7.200 tonnum í 1.037 löndunum á sama tímabili á síðasta ári. Í Ólafsfirði er búið að landa um 57 tonnum í 53 löndunum á móti 131 tonni í 110 löndunum á sama tímabili á síðasta ári. Afli í heild er því um 1.200 tonnum minni heldur en á sama tímabili á árinu 2024 skv. upplýsingum frá Fjallabyggðarhöfn.

Framkvæmda-, hafna og veitunefnd Fjallabyggðar - 2. fundur - 22.09.2025

Lagðar fram aflatölur fyrir tímabilið 1. janúar - 31.ágúst 2025. Á tímabilinu er búið að landa 8.600 tonnum í 946 löndunum en á sama tímabili árið 2024 var búið að landa 10.250 tonnum í 1.132 löndunum. Samdráttur í lönduðum afla er nálægt 20% á milli ára.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Framkvæmda-, hafna og veitunefnd Fjallabyggðar - 3. fundur - 21.10.2025

Lagðar fram aflatölur fyrir tímabilið 1. janúar - 30.september 2025. Á tímabilinu er búið að landa 10.192 tonnum í 1.120 löndunum en á sama tímabili árið 2024 var búið að landa 11.259 tonnum í 1.299 löndunum.
Verulegur jákvæður viðsnúningur er í september miðað við síðasta ár en nú var landað um 1.510 tonnum í 110 löndunum en í september árið 2024 var landað ríflega 850 tonnum í 51 löndun.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar