Fjallabyggðarhafnir önnur mál 2025

Málsnúmer 2501041

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 149. fundur - 20.01.2025

Yfirhafnavörður, Friðþjófur Jónsson, lætur af störfum um næstu mánaðarmót. Hafnarstjórn þakkar Friðþjófi hans störf hjá Fjallabyggðahöfnum og óskar honum velfarnaðar.

Hafnarstjórn leggur áherslu á að bifreiðar í rekstri hafnarsjóðs séu tiltækar og staðsettar á hafnarsvæðum Fjallabyggðar, nema þegar um er að ræða að starfsmenn séu á bakvakt og þurfi aðgang að bifreið, eins og fram kemur í 4.gr. reglna um notkun bifreiða Fjallabyggðar.

Hafnarstjórn óskar eftir upplýsingum um uppsetningu myndavéla við höfnina fyrir næsta fund og jafnframt eftir upplýsingum um hvort ekki sé möguleiki á að birta myndefni úr tilteknum myndavélum á heimasíðu Fjallabyggðar. Hafnarstjóri mun skila inn upplýsingum á næsta fund.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 151. fundur - 28.05.2025

Hafnarstjórn fór í vettvangsferð um hafnarsvæðið á Siglufirði og fór yfir nokkur málefni sem þarfnast úrbóta og úrlausnar.



Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Við innri höfnina á Leirutanga þarf að bæta aðbúnað við flotbryggju, lagfæra rafmagnskapla sem eru við viðlegukantinn og á flotbryggjunni og skoða hvort möguleiki er á að færa rafmagnstenglabox beggja vegna á flotbryggjunni. Fylgja þarf því eftir að hlið verði sett upp á flotbryggjuna, umgengisreglur verði settar upp, kynntar bátaeigendum og þeim fylgt eftir. Jafnframt þarf að lagfæra aðgang bátaeigenda að bæði úrgangsolíutanki og sorpílátum.

Við hafnarbryggju hefur hafnarstjórn samþykkt ákveðnar ráðstafanir varðandi aðgangsstýringu og löndun eins og kemur fram í lið 3 í fundargerðinni.

Á Óskarbryggju er aðgengi ófullnægjandi en áætlað er að malbika Ránargötu að bryggjunni í sumar og mun þá aðgengi lagast til muna. Jafnframt er gert ráð fyrir að "dekkja" bryggjuna í ár og leggur hafnarstjórn áherslu á að farið verði í það verk sem fyrst. Nauðsynlegt er að fara í tiltekt á öllu svæðinu og halda því snyrtilegu.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og hafnarvörðum að fylgja ofangreindum málum eftir.