Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

23. fundur 25. janúar 2016 kl. 17:00 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Sæbjörg Ágústsdóttir formaður, S lista
  • Guðný Kristinsdóttir varaformaður, F lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður, D lista
  • Steingrímur Ó. Hákonarson aðalmaður, D lista
  • Ólafur Guðmundur Guðbrandsson áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála
Hilmar Þór Hreiðarsson, aðalmaður F-lista mætti ekki á fundinn og kom enginn varamaður í hans stað.

1.Ytra mat á grunnskólum

Málsnúmer 1505027Vakta málsnúmer

Lagt fram
Á fundinn mætti Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar. Hún ásamt Kristni J. Reimarssyni deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála kynntu niðurstöður úr ytra mati sem framkvæmt var af sérfræðingum Menntamálastofnunar í október sl.
Markmið mats og eftirlits með gæðum starfs í grunnskólum er samkvæmt 35. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008 að:
- Veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólk skóla, viðtökuskóla, foreldra og nemenda.
- Tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár grunnskóla.
- Auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum.
- Tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum.

Við úttekt á skólastarfi ert horft til þriggja fyrirfram ákveðna matsþátta; stjórnun, nám og kennsla og innra mat. Fjórði þátturinn er að ósk skóla og sveitarfélags og í Fjallabyggð var skoðaður matsþátturinn skóli án aðgreiningar.

Í grófum dráttum er niðurstaða þessa ytra mats að Grunnskóli Fjallabyggðar er skóli þar sem nemendum og starfsfólki líður vel, umhyggja er sýnileg og lögð er rækt við að sinna hegðum og samskiptum en efla þarf árangur í námi, setja fram hvert á að stefna og gera kröfur til allra.

Í skýrslu matsaðila er bent á fjölmarga þætti innan hvers matsþáttar sem tækifæri til umbóta í skólastarfi.

Jónína greindi frá þeirri vinnu sem þegar er komin í gang með gerð umbótaáætlunar sem skila þarf inn til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Kynningarfundir með foreldrum verða 3. og 4. febrúar nk. Vill nefndin hvetja foreldra til að taka virkari þátt í skólastarfi.

2.Símenntunaráætlun Grunnskóla Fjallabyggðar 2015 - 2016

Málsnúmer 1601079Vakta málsnúmer

Lagt fram
Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar kynnti Símenntunaráætlun skólans fyrir skólaárið 2015 - 2016.

3.Áskorun til bæjarstjórnar vegna inntöku barna í leikskóla

Málsnúmer 1512012Vakta málsnúmer

Vísað til nefndar
Bæjaryfirvöldum í Fjallabyggð hefur borist áskorun frá foreldum, sem eru með börn á biðlista, um að þau fái úthlutað plássi við leikskólann Leikskála Siglufirði í byrjun maí en þá eru börnin að ná 12 mánaða aldri. Um er að ræða fjögur börn. Fyrir liggur að leikskólinn er fullsetinn og útilokað að taka inn fleiri börn á þessum tíma einnig í ljósi þess að þrengt verður að starfsemi skólans þegar framkvæmdir við stækkun hans fara í gang með vorinu.

Lagt var fram minnisblað deildarstjóra, fræðslu-, frístunda- og menningarmála með hugslegum lausnarleiðum. Nefndin leggur til við bæjarráð að foreldrum verði boðið tímabundið pláss á leikskólanum Leikhólum Ólafsfirði.

4.Dagur leikskólans og Orðsporið 2016

Málsnúmer 1510118Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram til kynningar bréf frá Samstarfshópi um Dag leikskólans þar sem vakin er athygli á því að Dagur leikskólans verði haldin hátíðlegur í 9. seinn þann 5. febrúar eða daginn fyrir hinn raunverulega Dag leikskólans sem er 6. febrúar og ber nú upp á laugardag.
Jafnframt er vakin athygli á því að haldin verður samkeppni um tónlistarmyndband og hvatningarverðlaunin Orðsporið sem verða veitt í fjórða sinn, að þessu sinni þeim sem þykja hafa skarað fram úr við að fjölga karlmönnum sem hafa leyfisbréf til kennslu í leikskóla.

5.Rekstraryfirlit nóvember 2015

Málsnúmer 1601001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Lagt fram
Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - nóvember. Fræðslu- og uppeldismál: Rauntölur, 592.176.335 kr. Áætlun, 620.398.700 kr. Mismunur; 28.222.365 kr. Æskulýðs- og íþróttamál: Rauntölur, 216.515.795 kr. Áætlun 226.261.100 kr. Mismunur; 9.745.305 kr.

Fundi slitið.