Áskorun til bæjarstjórnar vegna inntöku barna í leikskóla

Málsnúmer 1512012

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 423. fundur - 08.12.2015

Lögð fram áskorun á bæjarstjórn frá Sigrúnu Sigmundsdóttur, þar sem skorað er á bæjarstjórn að skoða betur með inntöku á leikskóla Fjallabyggðar, hvort að það sé ekki hægt að koma apríl og maí börnum 2015 inn fyrr heldur en í ágúst 2016.

Innskráning barna næsta vor er til skoðunar hjá fjölskyldudeild.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 23. fundur - 25.01.2016

Vísað til nefndar
Bæjaryfirvöldum í Fjallabyggð hefur borist áskorun frá foreldum, sem eru með börn á biðlista, um að þau fái úthlutað plássi við leikskólann Leikskála Siglufirði í byrjun maí en þá eru börnin að ná 12 mánaða aldri. Um er að ræða fjögur börn. Fyrir liggur að leikskólinn er fullsetinn og útilokað að taka inn fleiri börn á þessum tíma einnig í ljósi þess að þrengt verður að starfsemi skólans þegar framkvæmdir við stækkun hans fara í gang með vorinu.

Lagt var fram minnisblað deildarstjóra, fræðslu-, frístunda- og menningarmála með hugslegum lausnarleiðum. Nefndin leggur til við bæjarráð að foreldrum verði boðið tímabundið pláss á leikskólanum Leikhólum Ólafsfirði.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 430. fundur - 02.02.2016

Á 23. fundi fræðslu- og frístundarnefndar, 25. janúar 2016, var tekin fyrir áskorun á bæjaryfirvöld í Fjallabyggð frá foreldum, sem eru með börn á biðlista, um að þau fái úthlutað plássi við leikskólann Leikskála Siglufirði í byrjun maí en þá eru börnin að ná 12 mánaða aldri. Um er að ræða fjögur börn. Fyrir liggur að leikskólinn er fullsetinn og útilokað að taka inn fleiri börn á þessum tíma einnig í ljósi þess að þrengt verður að starfsemi skólans þegar framkvæmdir við stækkun hans fara í gang með vorinu.

Fræðslu- og frístundanefnd lagði til við bæjarráð að foreldrum yrði boðið tímabundið pláss á leikskólanum Leikhólum Ólafsfirði.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu- frístunda-og menningarmála.

Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslu- og frístundanefndar.