Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar

19. fundur 21. maí 2015 kl. 16:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir formaður, S lista
  • Guðný Kristinsdóttir varaformaður, F lista
  • Árni Sæmundsson aðalmaður, F lista
  • Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir aðalmaður, D lista
  • Anna María Elíasdóttir varamaður, D lista
  • Hjörtur Hjartarson deildarstjóri fjölskyldudeildar
  • Haukur Sigurðsson íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Hjörtur Hjartarson deildarstjóri fjölskyldudeildar

1.Úthlutun frítíma í íþróttamiðstöð Fjallabyggðar og reglur

Málsnúmer 1502029Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum um húsaleigustyrki Fjallabyggðar til UÍF og aðildarfélaga. Reglurnar eru um úthlutun á svo kölluðum frítímum til aðildarfélaga UÍF. Almenna reglan er að Grunnskóli Fjallabyggðar og Menntaskólinn á Tröllaskaga hafa fyrsta forgang. Íþróttafélög fá úthlutuðum tíma eftir að skólatíma lýkur til kl. 19.00 á daginn. Eftir kl. 19.00 eru tímar til almennar útleigu.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

2.Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar, sumaropnun 2015

Málsnúmer 1505044Vakta málsnúmer

Tillaga að sumaropnum Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar frá 8. júní til 31. ágúst 3015.
Á Ólafsfirði verði Íþróttamiðstöðin opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 06:30 - 19:00, föstudaga frá kl. 06:30 - 19:00 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 10:00 - 18:00.
Á Siglufirði verði opnunartími, mánudaga til fimmtudaga frá kl. 06:30 - 19:45, föstudaga 06:30 - 19:00 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 14:00 - 18:00.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir tillöguna.

3.Frístundaakstur, sumaráætlun 2015

Málsnúmer 1505001Vakta málsnúmer

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar óskar eftir breyttu fyrirkomulagi á aksturstöflu sumaráætlunar frístundaaksturs í sumar. Er það til að koma til móts við óskir foreldra um tímasetningar á æfingatíma yngri iðkenda auk þess sem betri nýting fáist á mannskap og æfingaraðstöðu. Beiðni KF felur í sér talsverða aukningu á ferðafjölda og kostnaði þar með.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti beiðni um breyttan aksturstíma vegna yngstu iðkendanna, en vísar beiðni um akstur fyrir eldri iðkendur til bæjarráðs.

4.Vinnuskóli sumarið 2015

Málsnúmer 1505019Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir starfsemi vinnuskólans á komandi sumri. Starfstími vinnuskólans verður frá 8. júní til 7. ágúst.
Fyrir liggur að talsvert færri skráningar eru í vinnuskólann en gert var ráð fyrir. Í ljós þess, leggur fræðslu- og frístundanefnd til, að starfstími 8. bekkjar verði frá 8. júní til 7. ágúst, 3,5 tíma á dag og starfstími 9. og 10. bekkjar verði frá 7. júní - ágúst í 7 tíma á dag.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti, enda rúmast þessi breyting innan ramma launaáætlunar vinnuskólans.

5.Reglur um afnot af bifreiðinni YL-131

Málsnúmer 1505047Vakta málsnúmer

Lagðar fram verklagsreglur um afnot af bifreiðinni YL-131, sem er í eigu Fjallabyggðar og nýtt í akstur fyrir Skálarhlíð og Grunnskóla Fjallabyggðar, auk annarra verkefna tengdum menningar, íþrótta- og æskulýðsstarfi.
Verklagsreglurnar kveða á um hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá afnot af bifreiðinni.
Gjaldtaka verði eftir eknum kílómetrum, samkvæmt gjaldskrá ferðanefndar ríkisins.

6.Gjaldskrár 2015

Málsnúmer 1412012Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga íþrótta- og tómstundafulltrúa um viðauka við gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar 2015. Nýr liður bætist við gjaldskrána vegna salarleigu ,,minniháttar mannfagnaðir og veislur" kr. 80.000.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

7.Félagsmiðstöðin Neon

Málsnúmer 1502060Vakta málsnúmer

Rætt um húsnæðismál félagsmiðstöðvarinnar Neon. Nefndin beinir þeim tilmælum til bæjarráðs að auglýst verði eftir húsnæði undir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.

8.Samningur um frístundakort 2015

Málsnúmer 1503032Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá Herdísi Erlendsdóttur, um að fá að taka við frístundakortum fyrir þátttakendur á reiðnámskeið sem hún er í forsvari fyrir.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir beiðnina.
Haukur vék af fundi kl. 17:30.

9.Starfsreglur um sérkennslu í leikskólum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1505018Vakta málsnúmer

Skólastjóri leikskólans, Olga Gísladóttir mætti á fundinn kl. 17:30.
Fyrir liggur drög að nýjum starfsreglum um sérkennslu í Leikskóla Fjallabyggðar.
Fræðslu- og frístundanefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

10.Skráningar- og innritunarreglur fyrir Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1505017Vakta málsnúmer

Fyrir liggur drög að nýjum skráningar- og innritunarreglum fyrir Leikskóla Fjallabyggðar.
Fræðslu- og frístundanefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

11.Sjálfsmatsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar fyrir skólaárið 2015-2016

Málsnúmer 1505039Vakta málsnúmer

Leikskólastjóri lagði fram til kynningar sjálfsmatsáætlun Leikskóla Fjallabyggðar 2015-2017.

12.Umsókn um námsleyfi

Málsnúmer 1504071Vakta málsnúmer

Borist hefur umsókn um launað námsleyfi frá Gunnlaugu Björk Guðbjörnsdóttur.
Fræðslu- og frístundanefnd sér sér ekki fært að verða við beiðninni að svo stöddu, en umsóknin verður tekin til athugunar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs. Nefndin fagnar hins vegar áhuga umsækjanda á að auka við menntun sína.
Olga vék af fundi kl. 18:00.

13.Ytra mat á grunnskólum

Málsnúmer 1505027Vakta málsnúmer

Skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Ríkey Sigurbjörnsdóttir, mætti á fundinn kl. 18:00.
Námsmatsstofnun hefur í bréfi dags. 5. maí 2015 tilkynnt að Grunnskóli Fjallabyggðar er í hópi þeirra skóla sem hefur verið valinn til ytra mats á starfi skólans. Verkefnið er fjármagnað með framlögum frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

14.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 1504075Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um tímabundna námsvist grunnskólanema utan lögheimilissveitarfélags.
Erindi samþykkt.
Ríkey vék af fundi kl. 18:25.

15.Rekstraryfirlit mars 2015

Málsnúmer 1505022Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstaryfirlit fyrir mars 2015.

Fundi slitið.