Skráningar- og innritunarreglur fyrir Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1505017

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 21.05.2015

Fyrir liggur drög að nýjum skráningar- og innritunarreglum fyrir Leikskóla Fjallabyggðar.
Fræðslu- og frístundanefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 21. fundur - 08.10.2015

Á fund nefndarinnar mætti skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Olga Gísladóttir.

Á 19. fundi fræðslu- og frístundanefndar, þann 21.05.2015 frestaði nefndin afgreiðslu á nýjum skráningar- og innritunarreglum Leikskóla Fjallabyggðar til næsta fundar.

Á 20. fundi fræðslu- og frístundanefndar lagði leikskólastjóri áherslu á að ljúka þyrfti yfirferð á innritunarreglum og viðmiðunarreglum fyrir sérkennslu.

Lögð fram drög að nýjum skráningar- og innritunarreglum fyrir Leikskóla Fjallabyggðar.

Fræðslu og frístundanefnd samþykkir drög að skráningar- og innritunarreglum fyrir Leikskóla Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 426. fundur - 05.01.2016

Þann 15. október sl. samþykkti bæjarstjórn Fjallabyggðar nýjar innritunar- og skráningarreglur fyrir Leikskóla Fjallabyggðar.
Samkvæmt reglunum er boðið upp á leikskólanám fyrir börn frá tveggja ára aldri. Falli það að skipulagi skólastarfs viðkomandi leikskóla, þá hefur yngri börnum verið veitt leikskóladvöl.

Bæjarráð telur rétt að árétta þá undanþágu í innritunarreglum og samþykkir að leggja til eftirfarandi viðbót við innritunarreglur:

"Heimilt er að veita börnum yngri en tveggja ára leikskóladvöl ef það fellur að skipulagi skólastarfs viðkomandi leikskóla".

Þannig er framkvæmdin sú sama og verið hefur frá árinu 2007 en fyrirhugað er að endurskoða innritunarreglur Leikskóla Fjallabyggðar að nýju næsta haust.