Frístundaakstur, sumaráætlun 2015

Málsnúmer 1505001

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 21.05.2015

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar óskar eftir breyttu fyrirkomulagi á aksturstöflu sumaráætlunar frístundaaksturs í sumar. Er það til að koma til móts við óskir foreldra um tímasetningar á æfingatíma yngri iðkenda auk þess sem betri nýting fáist á mannskap og æfingaraðstöðu. Beiðni KF felur í sér talsverða aukningu á ferðafjölda og kostnaði þar með.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti beiðni um breyttan aksturstíma vegna yngstu iðkendanna, en vísar beiðni um akstur fyrir eldri iðkendur til bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 394. fundur - 26.05.2015

Á 19. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 21. maí 2015, var tekin fyrir ósk Knattspyrnufélags Fjallabyggðar um breytt fyrirkomulag á aksturstöflu sumaráætlunar frístundaaksturs. Er það til að koma til móts við óskir foreldra um tímasetningar á æfingatíma yngri iðkenda auk þess sem betri nýting fáist á mannskap og æfingaraðstöðu. Beiðni KF felur í sér talsverða aukningu á ferðafjölda og kostnaði þar með.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti beiðni um breyttan aksturstíma vegna yngstu iðkendanna, en vísar beiðni um akstur fyrir eldri iðkendur til bæjarráðs.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindis og samþykkir að óska eftir að fulltrúi KF komi á fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 02.06.2015

Á 19. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 21. maí 2015, var tekin fyrir ósk Knattspyrnufélags Fjallabyggðar um breytt fyrirkomulag á aksturstöflu sumaráætlunar frístundaaksturs. Er það til að koma til móts við óskir foreldra um tímasetningar á æfingatíma yngri iðkenda auk þess sem betri nýting fáist á mannskap og æfingaraðstöðu. Beiðni KF felur í sér talsverða aukningu á ferðafjölda og kostnaði þar með.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkti fyrir sitt leyti beiðni um breyttan aksturstíma vegna yngstu iðkendanna, en vísaði beiðni um akstur fyrir eldri iðkendur til bæjarráðs.

394. fundur bæjarráðs, 26. maí 2015, frestaði afgreiðslu erindis og samþykkti að óska eftir að fulltrúi KF kæmi á fund bæjarráðs.

Framkvæmdastjóri KF, Óskar Þórðarson átti símafund með bæjarráði og upplýsti nánar um erindið ásamt því að lagt var fram minnisblað KF um rútuferðir.

Bæjarráð samþykkir aukningu sem nemur fjórum rútuferðum á viku, samanber ferðafjölda sem fram kom í minnisblaði KF um rútuferðir.

Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á að beiðnir um styrki séu settar fram tímanlega við gerð fjárhagsáætlunar.