Úthlutun frítíma í íþróttamiðstöð Fjallabyggðar og reglur

Málsnúmer 1502029

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 379. fundur - 10.02.2015

Lagðar fram til kynningar reglur sem eru til umfjöllunar hjá Ungmenna- og íþróttasambandi Fjallabyggðar, UÍF, og fyrirliggjandi úthlutun frítíma þennan veturinn.

Bæjarráð telur rétt að yfirfara þær reglur nánar sem voru til kynningar og felur formanni og varaformanni bæjarráðs að ræða við íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Bæjarráð samþykkir að skoða heildstætt styrkjafyrirkomulag til íþróttamála þar sem jafnræði, samræming og gagnsæi verði haft að markmiði.
Niðurstaða liggi fyrir í apríl 2015.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 381. fundur - 24.02.2015

Lögð fram til kynningar umsögn Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar UÍF, við reglum um húsaleigu- og æfingastyrki Fjallabyggðar til UÍF og aðildarfélaga.

Á fund bæjarráðs kom íþrótta- og tómstundafulltrúi og fór yfir úthlutun frítíma.
Fram kom að breytingar á reglum eru til skoðunar.

Bæjarráð óskar eftir því að tillögur verði lagðar fyrir bæjarráð í lok mars 2015.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 383. fundur - 10.03.2015

Á 381. fundi bæjarráðs, 24. febrúar 2015 þar sem úthlutun frítíma og reglur fyrir íþróttamiðstöð Fjallabyggðar var til umræðu var óskað eftir yfirliti um nýtingu tíma hjá félögum.

Á fund bæjarráðs mætti íþrótta- og tómstundafulltrúi og fór yfir yfirlit um notkun á tímum í íþróttasal.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 17. fundur - 18.03.2015

Lagðar fram athugasemdir frá ÚÍF um drög að reglum um úthlutun frítíma. Íþrótta- og tómstundafulltrúi mun vinna úr athugasemdunum.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að beina þeim tilmælum til aðildarfélaga ÚÍF, sem fengið hafa úthlutað frítímum í Íþróttamiðstöðinni fyrir barna- og unglingastarf, að innheimta á æfingagjaldi verði í nafni félaganna.
Gert er ráð fyrir að reglurnar verði lagðar fyrir næsta fund nefndarinnar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 21.05.2015

Lögð fram drög að reglum um húsaleigustyrki Fjallabyggðar til UÍF og aðildarfélaga. Reglurnar eru um úthlutun á svo kölluðum frítímum til aðildarfélaga UÍF. Almenna reglan er að Grunnskóli Fjallabyggðar og Menntaskólinn á Tröllaskaga hafa fyrsta forgang. Íþróttafélög fá úthlutuðum tíma eftir að skólatíma lýkur til kl. 19.00 á daginn. Eftir kl. 19.00 eru tímar til almennar útleigu.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 02.06.2015

116. fundur bæjarstjórnar, 27. maí 2015, samþykkti að vísa úthlutunarreglum til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, áður en reglurnar verða teknar til endanlegrar afgreiðslu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 404. fundur - 11.08.2015

116. fundur bæjarstjórnar, 27. maí 2015, samþykkti að vísa úthlutunarreglum til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

395. fundur bæjarráðs, 2. júní 2015, samþykkti að óska eftir umsögn Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, áður en reglurnar yrðu teknar til endanlegrar afgreiðslu.

Lögð fram umsögn UÍF og breytingartillaga íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu til umsagnar í fræðslu- og frístundanefnd.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 02.09.2015

116. fundur bæjarstjórnar, 27. maí 2015, samþykkti að vísa úthlutunarreglum til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

395. fundur bæjarráðs, 2. júní 2015, samþykkti að óska eftir umsögn Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, áður en reglurnar yrðu teknar til endanlegrar afgreiðslu.

Á 404. fundi bæjarráðs, 11. ágúst 2015, var lögð fram umsögn UÍF og breytingartillaga íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Bæjarráð samþykkti að vísa tillögu til umsagnar í fræðslu- og frístundanefnd.

Á fund nefndarinnar mætti íþrótta- og tómstundafulltrúi, Haukur Sigursson og fór yfir tillögu að úthlutun frítíma.

Frístundanefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillöguna, en telur rétt að athuga með tímasetningu frítíma, þannig að íþróttafélög fái úthlutaða tíma eftir að skólatíma líkur til kl. 18.00 í stað 19.00, með sveigjanleika þó.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 410. fundur - 28.09.2015

116. fundur bæjarstjórnar, 27. maí 2015, samþykkti að vísa úthlutunarreglum til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

395. fundur bæjarráðs, 2. júní 2015, samþykkti að óska eftir umsögn Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, áður en reglurnar yrðu teknar til endanlegrar afgreiðslu.

Á 404. fundi bæjarráðs, 11. ágúst 2015, var lögð fram umsögn UÍF og breytingartillaga íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Bæjarráð samþykkti að vísa tillögu til umsagnar í fræðslu- og frístundanefnd.

20. fundur fræðslu- og frístundanefndar, 2. september 2015, samþykkti fyrir sitt leyti tillöguna, en telur rétt að athuga með tímasetningu frítíma, þannig að íþróttafélög fái úthlutaða tíma eftir að skólatíma líkur til kl. 18:00 í stað 19:00, með sveigjanleika þó.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að úthlutunarreglum svo breyttum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 21. fundur - 08.10.2015

Lögð fram til kynningar úthlutun á frítímum til aðildarfélaga ÚÍF í íþróttahúsum Fjallabyggðar.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir úthlutun á frítímum fyrir sitt leyti.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 416. fundur - 03.11.2015

Lagt fram erindi Óskars Þórðarsonar, dagsett 29. október 2015, er varðar akstur skólarútu í haustfríi grunnskólans og reglur um frítíma aðildarfélaga Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, sem Fjallabyggð veitir.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 31. fundur - 05.09.2016

Vísað til nefndar
Á fundi bæjarráðs þann 3.nóvember 2015 var lagt fram erindi Óskars Þórðarsonar, dagsett 29. október 2015, er varðar akstur skólarútu í haustfríi grunnskólans og reglur um frítíma aðildarfélaga Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, sem Fjallabyggð veitir.
Bæjarráð samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.
Fræðslu- og frístundanefnd leggur til að reglur um frítíma verði endurskoðaðar og tekið verið tillit til athugasemda sem fram koma í bréfi Óskars Þórðarsonar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 465. fundur - 16.09.2016

Á fundi bæjarráðs þann 3.nóvember 2015 var lagt fram erindi Óskars Þórðarsonar, dagsett 29. október 2015, er m.a. varðaði akstur skólarútu í haustfríi grunnskólans og reglur um frítíma aðildarfélaga Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, sem Fjallabyggð veitir.
Bæjarráð samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar í fræðslu- og frístundanefnd.
Á 31. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 5. september 2016 var samþykkt að leggja til að reglur um frítíma yrðu endurskoðaðar og tekið yrði tillit til athugasemda sem fram koma í bréfi Óskars Þórðarsonar.
Á 135. fundi bæjarstjórnar, 7. september 2016, var samþykkt að vísa þessu máli til umfjöllunar í bæjarráði.

Á fund bæjarráðs kom deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristinn J. Reimarsson.

Bæjarráð samþykkir að reglur um frítíma verði endurskoðar. Jafnframt verði rekstrar- og þjónustusamningar endurskoðaðir.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 33. fundur - 31.10.2016

Lögð var fram tillaga að breytingu á frítímareglum. Nefndin samþykkir að vísa reglunum til umsagnar UÍF.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 34. fundur - 07.11.2016

Vísað til umsagnar
Lögð fram umsögn frá UÍF. Nefndin felur deildarstjóra að fara betur yfir framkomna umsögn og leggja fram ný drög fyrir næsta fund nefndarinnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 08.11.2016

Lagt fram bréf Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, dagsett 10. október 2016, þar sem stjórn UÍF óskar eftir því að fá að taka þátt og koma að endurskoðun á reglum um húsaleigustyrki (frítíma) sem fræðslu- og frístundanefnd hafði lagt til.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 30.01.2017

Afgreiðslu frestað
Lagðar fram uppfærðar reglur um úthlutun frítíma í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar. Nefndin felur deildarstjóra að lagfæra greinar nr. 2 og 7 í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 39. fundur - 03.04.2017

Farið var yfir endurskoðaðar reglur um húsaleigustyrki til UÍF. Nefndin samþykkir reglurnar eins og þær liggja fyrir.