Vinnuskóli sumarið 2015

Málsnúmer 1505019

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 21.05.2015

Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir starfsemi vinnuskólans á komandi sumri. Starfstími vinnuskólans verður frá 8. júní til 7. ágúst.
Fyrir liggur að talsvert færri skráningar eru í vinnuskólann en gert var ráð fyrir. Í ljós þess, leggur fræðslu- og frístundanefnd til, að starfstími 8. bekkjar verði frá 8. júní til 7. ágúst, 3,5 tíma á dag og starfstími 9. og 10. bekkjar verði frá 7. júní - ágúst í 7 tíma á dag.
Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti, enda rúmast þessi breyting innan ramma launaáætlunar vinnuskólans.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 20. fundur - 02.09.2015

Á fund nefndarinnar mætti íþrótta- og tómstundafulltrúi, Haukur Sigurðsson og fór yfir starfsemi vinnuskólans sumarið 2015.

Umsóknir urðu 33 en voru í fyrra 45.
Átta flokksstjórar höfðu umsjón með hópunum.

Nefndin vill hrósa vinnuskólanum og stjórnendum öllum svo og samstarfi við yfirmann Þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar og hans fólki og jafnframt yfirmanni slátturliðsins og hans fólki sem stóð sig frábærlega þrátt fyrir erfið skilyrði oft á tíðum.