Umsókn um námsleyfi

Málsnúmer 1504071

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 21.05.2015

Borist hefur umsókn um launað námsleyfi frá Gunnlaugu Björk Guðbjörnsdóttur.
Fræðslu- og frístundanefnd sér sér ekki fært að verða við beiðninni að svo stöddu, en umsóknin verður tekin til athugunar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs. Nefndin fagnar hins vegar áhuga umsækjanda á að auka við menntun sína.
Olga vék af fundi kl. 18:00.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 395. fundur - 02.06.2015

116. fundur bæjarstjórnar, 27. maí 2015, samþykkti að vísa afgreiðslu 19. fundar fræðslu- og frístundanefndar frá 21. maí 2015, um umsókn starfsmanns leikskólans um námsleyfi, til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs.

Það er bæjarráðs að afgreiða slíkar umsóknir, en fagnefnda að veita umsögn.

Bæjarráð óskar eftir því að leikskólastjóri og deildarstjóri fjölskyldudeildar komi á næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 396. fundur - 11.06.2015

116. fundur bæjarstjórnar, 27. maí 2015, samþykkti að vísa afgreiðslu 19. fundar fræðslu- og frístundanefndar frá 21. maí 2015, um umsókn leikskólakennara við leikskóla Fjallabyggðar um námsleyfi, til fullnaðarafgreiðslu bæjarráðs.

395. fundur bæjarráðs, 2. júní 2015, óskaði eftir því að leikskólastjóri og deildarstjóri fjölskyldudeildar kæmu á næsta fund bæjarráðs.

Á fund bæjarráðs komu deildarstjóri fjölskyldudeildar, Hjörtur Hjartarson og leikskólastjóri, Olga Gísladóttir og svöruðu fyrirspurnum um námsleyfisumsóknina og námsleyfi almennt.

Bæjarráð telur að ekki eigi að vera fleiri en einn leikskólakennari að jafnaði í launuðu námsleyfi hverju sinni.

Bæjarráð samþykkir umsóknina.