Starfsreglur um sérkennslu í leikskólum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1505018

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 19. fundur - 21.05.2015

Skólastjóri leikskólans, Olga Gísladóttir mætti á fundinn kl. 17:30.
Fyrir liggur drög að nýjum starfsreglum um sérkennslu í Leikskóla Fjallabyggðar.
Fræðslu- og frístundanefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 21. fundur - 08.10.2015

Á fund nefndarinna mætti skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Olga Gísladóttir.

Á 19. fundi fræðslu- og frístundanefndar, þann 21.05.2015 frestaði nefndin ákvörðun um starfsreglur um sérkennslu í Leikskóla Fjallabyggðar til næsta fundar.

Á 20. fundi fræðslu- og frístundanefndar lagði leikskólastjóri áherslu á að ljúka þyrfti yfirferð á innritunarreglum og viðmiðunarreglum fyrir sérkennslu.

Lögð fram drög að starfsreglum um sérkennslu í Leikskóla Fjallabyggðar.

Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir starfsreglur um sérkennslu í Leikskóla Fjallabyggðar.