Bæjarstjórn Fjallabyggðar

138. fundur 18. nóvember 2016 kl. 17:00 - 19:15 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Ríkharður Hólm Sigurðsson forseti bæjarstjórnar, F-lista
  • Steinunn María Sveinsdóttir 1. varaforseti bæjarstjórnar, S-lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar, D-lista
  • Helga Helgadóttir bæjarfulltrúi, D lista
  • Hilmar Þór Elefsen bæjarfulltrúi, S lista
  • Jón Valgeir Baldursson varabæjarfulltrúi, B lista
  • Valur Þór Hilmarsson varabæjarfulltrúi, F lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

Ríkharður Hólm Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar setti fund og bauð viðstadda velkomna til fundar.
Allir aðalfulltrúar voru mættir nema Sólrún Júlíusdóttir. Í hennar stað mætti Jón Valgeir Baldursson.
Forseti bar upp tillögu um breytingu á dagskrá, að við bættist "Tillaga að breytingu á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar grein 46 - Atvinnumálanefnd" og var tillagan samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

1.Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 1. nóvember 2016

Málsnúmer 1610012FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 1. nóvember 2016 S. Guðrún Hauksdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
    Á 469. fundi bæjarráðs, 11. október 2016, var lagt fram erindi frá Jóhanni Jóhannssyni, þar sem því er velt fyrir sér hvort ekki sé mikilvægt að boða fund með fyritækjunum Ramma hf og Fiskmarkaði Siglufjarðar ehf vegna uppsagna hjá þessum fyrirtækjum.
    Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að veita umsögn um málið.

    Umsögn bæjarstjóra lögð fram.
    Þar kemur m.a. fram að starfsfólki Fiskmarkaðs Siglufjarðar hefur fjölgað um tvo frá síðasta ári vegna aukinna umsvifa að sögn forráðamanna fyrirtækisins.
    Með tilkomu nýs frystitogara Ramma hf., Sólbergs ÓF-1, mun fyrirtækið leggja tveimur eldri frystitogurum, Sigurbjörgu og Mánabergi.
    Nýji togarinn er útbúinn nýjustu tækni í veiðum og vinnslu, sem mun kalla á minna vinnuafl um borð.
    Fyrirtækið reiknar með fækkun á þriðja tug starfsmanna með tilkomu nýja skipsins.
    Áætlað að flestir um borð í nýja skipinu verði búsettir í Fjallabyggð.
    Bókun fundar S. Guðrún vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Afgreiðsla 472. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 1. nóvember 2016 Lögð fram til kynningar frétt Vísbendingar, vikurits um viðskipti og efnahagsmálin, frá 28. september 2016. Árlega hefur ritið metið fjár­hags­legan styrk sveit­ar­fé­laga og tekið heild­ar­nið­ur­stöð­urnar sam­an. Úttektin byggir á árs­reikn­ingum sveit­ar­fé­laga og er farið ræki­lega fyrir skuld­ir, tekj­ur, íbúa­fjölda, eignir og grunn­rekst­ur, bæði A-hluta og B-hluta í efna­hags­reikn­ingi þeirra. Fjallabyggð er í þriðja sæti á eftir Grindavík og Vestmannaeyjum.

    Bæjarráð fagnar þeim góða árangri sem náðst hefur í rekstri bæjarfélagsins og því að fjárhagsstaðan sé sterk.
    Bókun fundar Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði, og fagnar þeim góða árangri sem náðst hefur í rekstri bæjarfélagsins og því að fjárhagsstaðan sé sterk.
    Afgreiðsla 472. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 1. nóvember 2016 Deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála upplýsti bæjarráð um óleystan ágreining við Wise lausnir ehf. í kjölfar uppfærslu á fjárhagsupplýsingakerfi bæjarins.

    Bæjarráð samþykkir að fela lögmanni að leggja mat á næstu skref í málinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 472. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 1. nóvember 2016 Lögð fram útboðslýsing á ræstingu fyrir leikskólann Leikskála, Siglufirði og leikskólann Leikhóla, Ólafsfirði.
    Reiknað er með að ræsting á grundvelli útboðsins hefjist þann 2. janúar 2017 og að gerður verði verksamningur um verkið til þriggja ára, eða til 31. desember 2019, með möguleika á framlengingu 2 sinnum 1 ár í senn.
    Gert er ráð fyrir að tilboð verði opnuð 15. nóvember 2016.

    Bæjarráð samþykkir útboðslýsingu með áorðnum breytingum.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum útboðslýsingu með áorðnum breytingum vegna útboðslýsingu fyrir leikskóla Fjallabyggðar.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 1. nóvember 2016 Tilboð voru opnuð í tvær bifreiðar Slökkviliðs Fjallabyggðar, 28. október 2016.

    Fjögur tilboð bárust í GMC tækjabíl, árgerð 1983 og þrjú í Benz Unimog slökkvibíl árgerð 1965.

    Bæjarráð samþykkir að selja bifreiðirnar hæstbjóðanda og að greiðsla þurfi að vera innt af hendi við undirskrift, eigi síðar en 4. nóvember 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 472. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 1. nóvember 2016 Í fréttatilkynningu á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga, kemur fram að skrifað var undir rammasamning um þjónustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum hjúkrunarheimila þann 21. október sl.
    Þetta er fyrsti heildstæði samningurinn hér á landi um þjónustu hjúkrunarheimila.
    Samningurinn tók gildi þann 1. október sl. og er gildistími hans til ársloka 2018 með heimild til framlengingar til ársloka 2020.

    Ef öll hjúkrunarheimili segja sig á samninginn munu greiðslur ríkisins vegna þjónustunnar hækka samtals um 1,5 ma. kr. á ársgrundvelli.

    Þá felst hluti samkomulagsins um rammasamninginn í að ríkið yfirtekur rúmlega 3 ma.kr. lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila á vegum sveitarfélaga.

    Vilji hjúkrunarheimili segja sig á samninginn og starfa samkvæmt honum, skal það senda tilkynningu þar um til Sjúkratrygginga Íslands fyrir 15. nóvember 2016 og telst það þá aðili að samningnum.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn forstöðumanns Hornbrekku Rúnars Guðlaugssonar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 472. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 1. nóvember 2016 Lagðar fram til kynningar leiðbeiningar Póst- og fjarskiptastofnunar til þeirra sveitarfélaga sem hyggja á lagningu ljósleiðara á sínu svæði.

    Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 472. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 1. nóvember 2016 Lagt fram erindi Menntamálastofnunar dagsett 21. október 2016,
    þar sem auglýst er eftir sveitarfélögum sem hafa áhuga á því að fram fari ytra mat á starfi leikskóla.

    Menntamálastofnun mun láta gera ytra mat á sex leikskólum árið 2017.
    Í matinu felst að utanaðkomandi aðili leggur mat á starfsemi viðkomandi skóla með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrá. Verður það gert m.a. með því að skoða fyrirliggjandi gögn um starfsemi skóla, vettvangsathugunum, heimsóknum úttektaraðila og viðtölum við nemendur, starfsfólk skóla, foreldra og fulltrúa sveitarstjórnar. Kostnaður vegna matsins greiðist úr ríkissjóði.

    Umsóknir þurfa að hafa borist Menntamálastofnun fyrir 18. nóvember 2016.

    Bæjarráð samþykkir að leggja inn umsókn og felur deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að senda inn umsókn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 472. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 1.9 1610081 Umsókn um styrk
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 1. nóvember 2016 Lögð fram beiðni Stígamóta, dagsett 10. október 2016, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við rekstur samtakanna.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 472. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 1. nóvember 2016 Fyrirhugað er að halda haustfund Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 22. nóvember 2016, með vísan í 9. grein samþykkta félagsins.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 472. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 1. nóvember 2016 Lagðar fram til kynningar reglur um húnæðismál og stöðuna í vinnu við leiðbeiningar Velferðaráðuneytisins.

    Lög um húsnæðismál gera ráð fyrir að sveitarfélög setji sér reglur um þau verkefni sem lögin fela þeim að framkvæma.
    Fyrst og fremst er um að ræða:
    (1) Reglur um meðferð umsókna um stofnframlög og veitingu framlaganna, sbr. 14. gr. laga um almennar íbúðir og reglugerð um stofnframlög.
    (2) Reglur um leigufjárhæð í íbúðarhúsnæði á vegum sveitarfélags, sbr. 21. gr. laga um almennar íbúðir.
    (3) Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning sem sveitarfélög veita til viðbótar húsnæðisbótum, sbr. 32. gr. laga um húsnæðisbætur (tekur gildi um næstu áramót).
    (4) Reglur um úthlutun íbúðarhúsnæðis á vegum sveitarfélaga, sbr. lög um húsnæðismál, lög um málefni fatlaðs fólks og fleiri lagaákvæði.

    Bæjarráð samþykkir að vísa þessum dagskrárlið til umfjöllunar í félagsmálanefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 472. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 472. fundur - 1. nóvember 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 23. september 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 472. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 8. nóvember 2016

Málsnúmer 1611005FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 8. nóvember 2016 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir staðgreiðslu útsvars á tímabilinu 1. janúar til 31. október 2016.
    Innborganir nema kr. 827,9 milljónum sem er 97% af tímabilsáætlun, sem gerði ráð fyrir 873,2 milljónum.

    Einnig var lagt fram yfirlit með samanburði við sjö önnur sveitarfélög fyrir sama tímabil.
    Bókun fundar Afgreiðsla 473. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 2.2 1610003 Gjaldskrár 2017
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 8. nóvember 2016 Á 27. fundi markaðs- og menningarnefndar, 20. október 2016, voru
    lagðar fram tillögur að gjaldskrárhækkunum fyrir árið 2017 vegna
    Menningarhússins Tjarnarborgar, Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar og tjaldsvæða.
    Markaðs- og menningarnefnd samþykkti fyrir sitt leyti hækkanir á gjaldskrám fyrir Tjarnarborg og tjaldsvæði en lagðist gegn því að gjald á bókasafnsskírteinum yrði hækkað.

    137. fundur bæjarstjórnar, 26. október 2016, samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum að vísa niðurstöðu markaðs- og menningarnefndar til umfjöllunar í bæjarráði.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að gjald á bókasafnsskírteinum verði samkvæmt framlagðri tillögu sem lögð var fyrir markaðs- og menningarnefnd.
    Bókun fundar Afgreiðsla 473. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 8. nóvember 2016 Teknar til umfjöllunar tillögur og/eða ábendingar vegna fjárhagsáætlunar 2017.

    a. Helgi Jóhannsson

    1. Svæðið austan við Tjarnarborg verði tekið í gegn t.d. hellulagt. Tengt betur við brekkuna sunnan við sem er oft notuð t.d. á 17.júní og sjómannadaginn.
    2. Hurð söguð á suðurstafninn og þá er komið betra aðgengi út á pallinn.
    3. Byggja létt skýli yfir núverandi pall.
    4. Minni á tillögu mína frá í fyrra með að setja niður tvö varanleg tréhús ca 9 fm sunnan Tjarnarborgar til að nota við ýmis tækifæri.

    Vegna liða 1 til 4 vill bæjarráð upplýsa að áfram verði haldið með endurbætur í Tjarnarborg og á m.a. að endurgera eldhúsaðstöðu og fleira á næsta ári fyrir tíu milljónir kr.

    5. Malbika vegslóða að tjaldsvæðinu í Ólafsfirði.

    Malbikun á vegslóðanum er á framkvæmdaáætlun 2017.

    6. Hvar eru framkvæmdirnar á tjaldsvæðinu sem átti að fara í s.s. grillhúsið.

    Á árinu 2015, var stór hluti tjaldsvæðisins hækkaður og tyrftur, og á næsta ári verður lokið við grillaðstöðu og fleira.

    7. Setja meira fjármagn í "jólabæinn Ólafsfjörð". Að bærinn auki við jólaskreytingar og fái íbúa með sér í lið í samstarfi við þann hóp einstaklinga sem sett hafa upp viðburð í desember í Ólafsfirði.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

    8. Löngu tímabært að gert verði átak í að malbika göngustíga, gamla sem nýja.

    Gert er ráð fyrir malbikun göngustíga í fjárhagsáætlun bæjarfélagsins á næsta ári.

    9. Gert verði raunverulegt átak í að þurrka upp svæðið og laga, sem er vestan- og sunnan við bílastæði íþróttamiðstöðvar í Ólafsfirði.

    Bæjarráð þakkar góða ábendingu og bendir á að gert er ráð fyrir að fara í lagfæringu á þessu svæði á næsta ári.

    10. Svæðið/planið vestan við Samkaup í Ólafsfirði verði hreinsað. Akvegur milli hafnasvæða færður nær grjóthleðslu og gerður göngustígur. Reynt verði að gera hafnarsvæðið meira aðlaðandi. Gera má t.d. afmarkað plan að sem hægt er að vera með gamlar ljósmyndir af höfninni og sögu útgerðar í Ólafsfirði.

    Bæjarráð tekur undir að hreinsa þarf ofangreint svæði og upplýsir að tengivegur milli Aðalgötu og hafnarsvæðis verður malbikaður á næsta ári. Þá óskar bæjarráð eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar um hreinsun bílhræja og annars úrgangs á svæðinu.

    b. Hestamannafélagið Gnýfari
    1. Eftir er að ganga betur frá framræstingu á svæðinu við Brimvelli þannig að vatnið komist leiðar sinnar út í sjó, sérstaklega í leysingum á vorin, en sé ekki heft ofan vega og jarðvegshauga og skapi þannig vanda fyrir húseigendur á svæðinu.

    2. Frágangur á svæðinu vestan óss í Ólafsfirði, eftir að jarðgangaframkvæmdum lauk.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna ábendinganna.

    c. Elsa Guðrún Jónsdóttir

    Malbikun á gönguskíðahringnum í Ólafsfirði, 3,3 km, sem yrði til þess að hann yrði einnig nýttur á sumrin.

    Bæjarráð þakkar ábendinguna, en sér sér ekki fært að framkvæma verkið á næsta ári.

    d. Knattspyrnufélag Fjallabyggðar
    1. Aðalvöllur KF Ólafsfirði - endurbætur á syðsta hluta aðalvallar.
    2. Sjoppuaðstaða á Ólafsfjarðarvelli.
    3. Framtíðarsýn vegna vetraraðstöðu - kostnaðargreining á innanhússvelli með gervigrasi, ásamt frjálsíþróttaaðstöðu o.fl. tengdu íþróttastarfi yfir vetrartímann.
    4. Endurbætur á stúkuaðstöðu á Ólafsfjarðarvelli.
    5. Bílastæði við vallarhús Ólafsfirði.

    Bæjarráð þakkar ábendingarnar.
    1. Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.
    2. Bæjarráð óskar eftir kostnaðarmati á að lagfæra núverandi húsnæði eða staðsetja gámaeiningu við völlinn.
    3. Bæjarráð bendir á að slík framkvæmd kosti hundruði milljóna og er ekki á færi bæjarfélagsins að svo stöddu.
    4. Bæjarráð bendir á að endurbætur á stúkuaðstöðunni eru á höndum KF samkvæmt rekstrarsamningi.
    5. Bæjarráð sér sér ekki fært að framkvæma verkið á næsta ári, en bendir á að þessi framkvæmd sé í framtíðar framkvæmdaplönum bæjarfélagsins.

    e. Anna Hermína Gunnarsdóttir
    1. Kaldavatnskör í íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar.
    Lögð fram umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristins J. Reimarssonar, varðandi kostnað.

    Bæjarráð samþykkir kaup og uppsetningu á kaldavatnskörum við báðar sundlaugar bæjarfélagsins.

    2. Endurbætur á þaki og loftræstikerfi íþróttamiðstöðvarinnar á Siglufirði
    Í viðhaldsáætlun bæjarfélagsins er gert ráð fyrir lagfæringu á þaki og sal íþróttahússins.
    Óskað er eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar varðandi loftræstikerfið.

    3. Endurbætur á bráðabirgðatengigangi milli sundlaugar og íþróttahúss á Siglufirði.
    Bæjarráð sér sér ekki fært að framkvæma endurbætur á bráðabirgðatengigangi að svo stöddu.
    Bókun fundar Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson, Gunnar I. Birgisson og Steinunn María Sveinsdóttir.

    Jón Valgeir Baldursson óskaði að bókað yrði varðandi 8. lið um malbikun göngustíga:
    "Mér finnst þetta svar ekki svara beiðni þeirra 248 íbúa Fjallabyggðar um að lokið verði við gerð þessa tiltekna göngustígs, heldur tekur almennt á að það sé gert ráð fyrir fjármagni í gerð göngustíga almennt í Fjallabyggð."

    Bæjarfulltrúar lögðu fram eftirfarandi bókun:
    "Við gerð fjárhagsáætlunar er gert ráð fyrir 8 milljónum króna í gerð göngustíga í Fjallabyggð árið 2017. Gert er ráð fyrir því að hluti þess fjármagns fari til gerðar göngustígs meðfram Ólafsfjarðarvatni en því verkefni verður áfangaskipt.
    Ljóst er að um kostnaðarsama framkvæmd er að ræða og þarf t.a.m. að skipta um undirlag á hluta leiðarinnar. Undirrituð telja mikilvægt að bregðast við óskum íbúa um gerð göngustígsins og að framkvæmdin hefjist á árinu 2017".

    Steinunn María Sveinsdóttir
    Ríkharður Hólm Sigurðsson
    Hilmar Þór Elefsen
    Valur Þór Hilmarsson
    S. Guðrún Hauksdóttir
    Helga Helgadóttir

    Afgreiðsla 473. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 8. nóvember 2016 Tekin til afgreiðslu erindi sem bæjarráð hafði vísað til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2017.

    1. Sveinn Andri Jóhannsson
    Endurnýjun á sjoppuskúr við knattspyrnuvöll.

    Bæjarráð hefur óskað eftir kostnaðarmati á að lagfæra núverandi húsnæði eða staðsetja gámaeiningu við völlinn.

    2. Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar
    Áskorun UÍF þess efnis að Fjallabyggð verði Heilsueflandi samfélag.

    Bæjarráð samþykkir að hefja undirbúning að innleiðingu verkefnisins á næsta ári.

    3. Velferðavaktin
    Hvatning Velferðarvaktarinnar til sveitarstjórna, skólanefnda, skólaskrifstofa og skólastjóra, um að leggja kostnaðarþátttöku foreldra vegna ritfangakaupa barna af eða halda henni í lágmarki.

    Bæjarráð gerir ráð fyrir ritfangakaupum í fjárhagsáætlun ársins 2017 og felur skólastjóra og deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að skila útfærslu á þessum útgjaldalið til bæjarráðs.

    4. Bergdís Helga Sigursteinsdóttir
    Skorað er á bæjaryfirvöld að þau komi upp leikvelli við Hlíðarveg í Ólafsfirði.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar um stöðu leikvalla í bæjarfélaginu.

    5. Umhverfisstofnun
    Endurskoðun á áætlun hafna Fjallabyggðar, um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum sem staðfest var af Umhverfisstofnun 12. apríl 2013.

    Gert er ráð fyrir þessum þætti í gjaldskrá hafnarsjóðs.

    6. Guðný Helga Kristjánsdóttir
    Beiðni um að partur af gangstétt við Túngötu á Siglufirði verði lagaður og að fyllt verði upp í rennu milli götu og gangstéttar.

    Bæjarráð tekur undir þessa ábendingu.
    Fyrir liggur að taka þarf upp viðræður við Vegagerðina þar sem Túngata er á ábyrgð hennar sem þjóðvegur í þéttbýli.

    7. Sumarhúsaeigendur á Saurbæjarási, Ágúst Hilmarsson og Kristján Hauksson
    Varðar ágang sauðfjár og ósk um að bæjaryfirvöld framfylgi reglum um búfjárhald í þéttbýli.
    Skipulags- og umhverfisnefnd lagði til að girt yrði betur afmörkun þéttbýlisins við Saurbæjarás.

    Í fjárhagsáætlun 2017 er gert ráð fyrir kostnaði við girðingu sem eflir sauðfjárvarnir á svæðinu.

    8. Undirskriftarlisti 248 íbúa Fjallabyggðar
    Að lokið verði við gerð malbikaðs göngustígs meðfram austurbakka Ólafsfjarðarvatns, fram að landamerkjum að Hlíð.

    Gert er ráð fyrir fjármagni í göngustíga á fjárhagsáætlun 2017.

    9. Félag eldri borgara Ólafsfirði
    Óskað er eftir aðkomu bæjarfélagsins að námskeiðahaldi.

    Bæjarráð bíður niðurstöðu úttektar á dægradvöl aldraðra í bæjarfélaginu.

    10. Félag eldri borgara Siglufirði
    Óskað er eftir aðkomu bæjarfélagsins að námskeiðahaldi.

    Bæjarráð bíður niðurstöðu úttektar á dægradvöl aldraðra í bæjarfélaginu.

    11. Skipting á gúmmíkurli í sparkvöllum bæjarfélagsins.
    Fyrir liggur að skipt verður um gervigrasið á næsta ári.

    12. Hestamannafélagið Gnýfari
    Sótt er um styrk vegna kaldavatnsinnstaks að Faxavöllum 9 miðað við 40mm inntak.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

    13. Skíðafélag Ólafsfjarðar
    Óskað er eftir því við Fjallabyggð að endurnýja innkeyrsluhurð á troðaraskemmunni í Tindaöxl í Ólafsfirði.

    Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðni um endurnýjun innkeyrsluhurðar á troðaraskemmunni.

    14. Endurnýjun tækja í báðum líkamsræktarstöðvum Fjallabyggðar.

    Bæjarráð upplýsir að líkamsræktartæki voru endurnýjuð í báðum líkamsræktum bæjarfélagsins á árinu 2016.

    15. Stefanía Sigurbjörnsdóttir
    Eigandi að Lindargötu 17 Siglufirði óskar eftir því að bæjarfélagið lagfæri bakkann á lóðarmörkum Lindargötu og Suðurgötu með steyptum vegg.
    Umsögn deildarstjóra tæknideildar liggur fyrir.

    Bæjarráð upplýsir að gert er ráð fyrir fjármagni í þessa framkvæmd á fjárhagsáætlun ársins 2017.
    Bókun fundar Til máls tóku Jón Valgeir Baldursson, Gunnar I. Birgisson og Steinunn María Sveinsdóttir.

    Afgreiðsla 473. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 8. nóvember 2016 Á 466. fundi bæjarráðs, 20. september 2016, var lagt fram til kynningar erindi frá Mílu, þar sem fram kemur að fyrirtækið er tilbúið að veita sveitarfélögum ráðgjöf og upplýsingar varðandi alla þætti sem snúa að ljósleiðaravæðingu.
    Bæjarráð óskaði eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar um stöðu nettenginga í Fjallabyggð.

    Umsögn lögð fram.

    Í umsögn kemur m.a. fram að öll heimili í Ólafsfirði eiga að vera komin með ljósnet skv. upplýsingum frá Mílu. Á Siglufirði er eftir að tengja um 150 hús við ljósnetið en það er á áætlun 2016 skv. heimasíðu. Ljósleiðari er einungis í nokkrum stofnunum bæjarins frá Tengi. Tengir er að vinna í að koma ljósleiðara í nyrsta hluta íbúðarhúsnæðis á Dalvík á þessu ári. Deildarstjóri tæknideildar ræddi við forstjóra Tengis varðandi framtíðaráætlanir þeirra í Fjallabyggð og lýsti hann yfir áhuga um að koma ljósleiðara í íbúðarhúsnæði í Fjallabyggð. Mögulega væri hægt að byrja á Ólafsfirði árið 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 473. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 8. nóvember 2016 Á 467. fundi bæjarráðs, 27. september 2016, var tekið fyrir erindi áhugahóps um lagningu heitavatnsæðar fram sveitina, austan Ólafsfjarðarvatns.
    Óskað var eftir því að bæjarráð taki til skoðunar hvort Fjallabyggð geti boðið óúthlutaðar frístundalóðir í Hólkotslandi með heitu vatni.
    Bæjarráð samþykkti að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

    Umsögn lögð fram.

    Í umsögn kemur m.a. fram að þó nokkur áhugi hefur verið á lóðum í Hólkoti og hefur verið óskað eftir því að skipulagðar verði fleiri lóðir austan við núverandi hverfi. Þannig væri hægt að skipuleggja 14 lóðir í viðbót og að ef lóðarhafar gætu keypt heitavatnstengingu hjá Norðurorku þá yrðu lóðirnar enn eftirsóttari. Áætlaður kostnaður vegna skipulagsvinnu við stækkun á frístundahúsasvæðinu er 600.000 - 800.000, einnig þyrfti að gera veg austan við núverandi svæði en gatnagerðargjöld af seldum lóðum myndi standa straum af þeim kostnaði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 473. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 8. nóvember 2016 Á 472. fundi bæjarráðs, 1. nóvember 2016, voru til umfjöllunar tilboð í tvær bifreiðar Slökkviliðs Fjallabyggðar.
    Bæjarráð samþykkti að selja bifreiðirnar hæstbjóðanda og að greiðsla þurfi að vera innt af hendi við undirskrift, eigi síðar en 4. nóvember 2016.

    Deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála upplýsti bæjarráð um að greiðsla hefði ekki borist frá hæstbjóðanda í Benz Unimog.
    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að auglýsa þá bifreið aftur til sölu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 473. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 8. nóvember 2016 Á 27. fundi Markaðs- og menningarnefndar, 20. október 2016, samþykkti nefndin að leggja til að fjármagn til starfsemi bóka- og héraðsskjalasafns auk upplýsingamiðstöðvar yrði aukið svo að hægt væri að halda úti lögbundinni þjónustu.
    137. fundur bæjarstjórnar, 26. október 2016, samþykkti að vísa þessum lið til umfjöllunar í bæjarráði.

    Bæjarráð frestar umfjöllun þessa máls, þar sem umsögn liggur ekki fyrir.

    Bókun fundar Afgreiðsla 473. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 8. nóvember 2016 Á 472. fundi bæjarráðs, 1. nóvember 2016, var fjallað um fréttatilkynningu á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga, um undirritun rammasamnings um þjónustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum hjúkrunarheimila.
    Bæjarráð samþykkti að óska eftir umsögn forstöðumanns Hornbrekku Rúnars Guðlaugssonar.

    Umsögn lögð fram.

    Í umsögn kemur m.a. fram að samkvæmt samningnum hækka greiðslur fyrir dvalarrými um 9,0% og hjúkrunarrými um 5,4%, og lífeyrisskuldbindingar eru yfirteknar af hálfu ríkisins. Forstöðumaður telur rétt að Hornbrekka gerist aðili að samningnum.

    Bæjarráð fagnar nýjum rammasamningi um þjónustu í hjúkrunar- og dvalarrýmum hjúkrunarheimila.
    Bókun fundar Afgreiðsla 473. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 8. nóvember 2016 Bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dags. 31. október 2016 um úthlutun byggðakvóta lagt fram til kynningar.
    Um er að ræða 135 þorskígildistonn fyrir Ólafsfjörð og 62 tonn fyrir Siglufjörð.
    Er það samtals 114 þorskígildistonnum minna en á síðasta fiskveiðiári.

    Vilji bæjarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins skal hún skila rökstuddum tillögum sínum fyrir 30. nóvember 2016.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn bæjarstjóra.
    Bókun fundar Afgreiðsla 473. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 8. nóvember 2016 Lagt fram erindi Skógræktarfélags Siglufjarðar, dagsett 29. október 2016, þar sem óskað er eftir endurskoðun og endurnýjun á samstarfssamningi bæjarins og skógræktarfélagsins svo og hækkun á rekstrarframlagi. Jafnframt er bæjarfélaginu þakkaður stuðningur í gegnum tíðina og sérstaklega vegna framkvæmda síðasta sumars.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við skógræktarfélagið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 473. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 8. nóvember 2016 Lögð fram til kynningar afgreiðsla sveitarstjórnar Hörgársveitar sem fjallaði um erindi Fjallabyggðar vegna málefna Menntaskólans á Tröllaskaga á fundi sínum þann 27. október sl.

    Hörgársveit samþykkti að taka þátt í kostnaði við byggingaframkvæmdir við MTR og þátttöku í leigu á húsnæði fyrir kennsluaðstöðu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 473. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 8. nóvember 2016 Lagt fram erindi Hrannar Einarsdóttur, dagsett 30. október 2016, þar sem kvartað er undan hávaða frá líkamsræktarsalnum í íþróttamiðstöðinni á Siglufirði, sundlaugargestum til mæðu.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála.
    Bókun fundar Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir og Steinunn María Sveinsdóttir.
    Afgreiðsla 473. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 8. nóvember 2016 Lögð fram styrkumsókn vegna átaksverkefnis sem meistaranemar á Heilbrigðisvísindasviði í Háskólanum á Akureyri eru að vinna að. Verkefnið snýr að því að vekja athygli á kynferðisofbeldi gegn drengjum en rannsóknir sýna að 1 af hverjum 6 verður fyrir því. Fyrirhugað er að halda ráðstefnu í kringum málefnið í Háskólanum á Akureyri í vor og fá tvo erlenda gestafyrirlesara auk þess verður vinnusmiðja í tengslum við ráðstefnuna.

    Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð kr. 35 þúsund, sem komi til greiðslu 2017, verði ráðstefnan haldin.
    Bókun fundar Undir þessum dagskrárlið vék Valur Þór Hilmarsson af fundi.
    Afgreiðsla 473. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 8. nóvember 2016 19. ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa, verður haldinn í Hvalfjarðarsveit 10. nóvember 2016.
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 473. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 8. nóvember 2016 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sett á vefinn til kynningar og umsagnar drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald:
    https://www.atvinnuvegaraduneyti.is/idnadar-og-vidskiptamal/frettir/nr/9270

    Frestur er veittur til þess að senda inn umsagnir til 15. nóvember nk.

    Bæjarráð óskar umsagnar deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála.
    Bókun fundar Afgreiðsla 473. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 8. nóvember 2016 Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga til Velferðarráðuneytisins, dagsett 28. október 2016 er varðar lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks.

    Bæjarráð tekur undir umsögn sambandsins, þar sem talið er óæskilegt að þrýsta sveitarfélögum inn í samstarfsform sem áhugi þeirra stendur ekki til.
    Bókun fundar Afgreiðsla 473. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 8. nóvember 2016 Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 1. nóvember 2016, varðandi viðræður við samninganefnd Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum sem hafa staðið yfir síðan haustið 2015, án árangurs.

    Viðræður við samninganefnd Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum hafa staðið yfir síðan haustið 2015, án árangurs.

    Til að þoka málum áfram hefur verið ákveðið að greina samsetningu launa félagsmanna með því að kalla eftir upplýsingum um launaröðun, prófgráðu, símenntun, viðbótarmenntun, pottlaunaflokka og fleira sem máli skiptir.

    Bæjarráð felur deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála að fylgja erindinu eftir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 473. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 8. nóvember 2016 Lagt fram til upplýsingar tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um að landsþing sambandsins verði haldið föstudaginn 24. mars 2017 á Grand Hóteli í Reykjavík og fjármálaráðstefna sveitarfélaga verði haldin dagana 5. og 6. október 2017 á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík. Bókun fundar Afgreiðsla 473. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 8. nóvember 2016 Lagður fram til kynningar fróðleikur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um íbúasamráð í Svíþjóð. Bókun fundar Afgreiðsla 473. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 8. nóvember 2016 Lagðir fram til upplýsingar punktar formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga frá fundi sem hann átti með starfshópi til að endurskoða rekstrarfyrirkomulag flugvalla. Bókun fundar Afgreiðsla 473. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 8. nóvember 2016 Lagt fram bréf Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, dagsett 10. október 2016, þar sem stjórn UÍF óskar Fjallabyggð til hamingju með endurbætta aðstöðu líkamsræktarstöðva Fjallabyggðar svo og glæsilegan tækjakost.

    Bæjarráð þakkar ÚÍF fyrir bréfið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 473. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 8. nóvember 2016 Lagt fram bréf Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, dagsett 10. október 2016, þar sem stjórn UÍF óskar bæjarráði og Fjallabyggð til hamingju með að vísa verkefninu heilsueflandi samfélag til gerðar fjárhagsáætlunar og hlakkar til að taka þátt í og stuðla að framgangi verkefnisins.

    Bæjarráð þakkar ÚÍF fyrir bréfið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 473. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 8. nóvember 2016 Lagt fram bréf Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar, dagsett 10. október 2016, þar sem stjórn UÍF óskar eftir því að fá að taka þátt og koma að endurskoðun á reglum um húsaleigustyrki (frítíma) sem fræðslu- og frístundanefnd hafði lagt til. Bókun fundar Afgreiðsla 473. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 8. nóvember 2016 Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir:
    Fræðslu- og frístundanefnd frá 31. október 2016
    Undirkjörstjórn Siglufirði frá 24. október 2016
    Undirkjörstjórn Siglufirði frá 28. október 2016
    Félagsmálanefnd frá 1. nóvember 2016
    Undirkjörstjórn Ólafsfirði frá 28. október 2016
    Undirkjörstjórn Ólafsfirði frá 29. október 2016
    Skipulags- og umhverfisnefnd frá 2. nóvember 2016
    Bókun fundar Afgreiðsla 473. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 8. nóvember 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð 843. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 28. október 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 473. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Fjallabyggðar - 474. fundur - 10. nóvember 2016

Málsnúmer 1611013FVakta málsnúmer

  • 3.1 1610003 Gjaldskrár 2017
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 474. fundur - 10. nóvember 2016 Bæjarráð samþykkir eftirtaldar gjaldskrárbreytingar sem taka eiga gildi 1. janúar 2017 og vísar þeim til endanlegrar afgreiðslu við síðari umræðu fjárhagsáætlunar 2017-2020 í bæjarstjórn:

    Gjaldskrá hafnarsjóðs
    Gjaldskrá þjónustumiðstöðvar
    Gjaldskrá fráveitu
    Gjaldskrá vatnsveitu
    Gjaldskrá sorphirðu
    Gjaldskrá fyrir kattahald
    Gjaldskrá fyrir hundahald
    Gjaldskrá fyrir garðslátt
    Gjaldskrá byggingarfulltrúa
    Gjaldskrá slökkviliðs
    Gjaldskrá félagsþjónustu
    Gjaldskrá leikskóla
    Gjaldskrá grunnskóla
    Gjaldskrá íþróttamiðstöðva með þeirri breytingu að árskort eldri borgara, öryrkja og skólafólks í líkamsrækt hækki í 33.700 í stað 38.500.
    Gjaldskrá fyrir tjaldsvæði
    Gjaldskrá Tjarnarborgar
    Gjaldskrá bóka- og héraðsskjalasafns
    Bókun fundar Afgreiðsla 474. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 474. fundur - 10. nóvember 2016 Á 28. fundi markaðs- og menningarnefndar, 9. nóvember 2016, var farið yfir styrkumsóknir til menningarmála. Markaðs- og menningarnefnd samþykkti að vísa tillögu að styrkveitingu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar. Nefndin lagði til að bæjarráð fjallaði um umsókn Systrafélags Siglufjarðarkirkju.

    Bæjarráð samþykkir að veita Systrafélagi Siglufjarðarkirkju kr. 50 þúsund í styrk.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að úthlutun styrkja til menningarmála,og vísar til umfjöllunar við síðari umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu að úthlutun styrkja til menningarmála.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 474. fundur - 10. nóvember 2016 Á 37. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 7. nóvember 2016, var farið yfir styrkumsóknir sem flokkaðar eru sem frístundamál. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkti að vísa tillögu að styrkveitingu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Nefndin lagði jafnframt áherslu á að við ákvörðum um styrkveitingu yrði farið eftir nýsamþykktum reglum frá 27. september sl.

    Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að úthlutun styrkja til frístundamála og vísar til umfjöllunar við síðari umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 474. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 474. fundur - 10. nóvember 2016 Farið yfir umsóknir um styrk á móti fasteignaskatti félagasamtaka 2017.
    Niðurstaðan er innan áætlaðra framlaga á fjárhagsáætlun 2017.

    Bæjarráð samþykkir að taka málið upp eftir að búið verður að leggja á fasteignagjöld með formlegum hætti í febrúar 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 474. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 474. fundur - 10. nóvember 2016 Teknir til umfjöllunar rekstrar- og þjónustusamningar Fjallabyggðar við félög og félagasamtök.

    Steinunn M. Sveinsdóttir vék af fundi við umfjöllun um rekstrarsamning Síldarminjasafnsins ses.

    Bæjarráð samþykkir að fella niður fasteignagjöld vegna Hlíðarhúss, að Hávegi 60 Siglufirði og Róaldsbrakka að Snorragötu 16, verði felld niður skv. heimild í lögum um menningarminjar. Á móti lækkar upphæð rekstrarstyrks.

    Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjórum að vinna drög að endurnýjuðum samningum í þeim tilvikum þar sem þeir eru útrunnir eða eru að renna út og leggja fyrir bæjarráð.
    Bókun fundar Steinunn María Sveinsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagkrárliðar.
    Afgreiðsla 474. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 474. fundur - 10. nóvember 2016 Lögð fram drög að breytingum á fjárhagsáætlun milli umræðna, frá deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála og bæjarstjóra.
    Einnig kynnt ný þjóðhagsspá.

    Bæjarráð vísar tillögum með áorðnum breytingum til afgreiðslu næsta bæjarráðsfundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 474. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

4.Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016

Málsnúmer 1611014FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Deildarstjóri upplýsti bæjarráð um hugbúnaðarmál bæjarfélagsins, uppfærslur og gagnahýsingu í tengslum við fyrirspurn bæjarfulltrúa Kristins Kristjánssonar.

    Bæjarráð óskar eftir minnisblaði um hugbúnaðar- og hýsingarmál bæjarfélagsins á næsta fundi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dagsett 10. nóvember 2016, um viðgerð á fráveituröri Primex. Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Tekin fyrir eftirfarandi atriði vegna fjárhagsáætlunar 2017.

    1. Félag um Ljóðasetur Íslands - rekstrarstyrkur.
    Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 350 þúsund.

    2. Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar.
    Bæjarráð telur rétt að eiga fund með stjórn setursins áður en ákvörðun um styrk verður ákveðin.

    3. Fjallasalir ses (Sigurhæð ses) - uppbyggingarstyrkur.
    Bæjarráð hafnar beiðni félagsins.
    Bæjarráð minnir á að settar hafa verið 15,6 m.kr. í uppbyggingarstyrk á árinu 2016.

    4. Björgunarsveitin Strákar - rekstrarstyrkur.
    Bæjarráð samþykkir rekstrarstyrk að upphæð kr. 1 m.kr.

    5. Björgunarsveitin Tindur - rekstrarstyrkur.
    Bæjarráð samþykkir rekstrarstyrk að upphæð kr. 1 m.kr.

    6. Slysavarnardeildin Vörn - endurnýjun húsnæðis.
    Bæjarráð samþykkir að óska eftir fundi með fulltrúum Varnar áður en ákvörðun verður tekin um styrk.

    7. Kvæðamannafélagið Ríma - rekstrarstyrkur.
    Bæjarráð hafnar styrkumsókn félagsins.

    8. Karlakór Siglufjarðar - leigusamningur.
    Leigusamningur vegna Lækjargötu 16, rennur út 2016 og felur bæjarráð bæjarstjóra að taka upp viðræður við karlakórinn eins og kveðið er á um í samningi.

    9. Viðhaldsliðir í fjárhagsáætlun 2017.
    Lagt fram til upplýsingar yfirlit yfir upphæðir á viðhaldsliðum fyrir húsnæði.

    10. Breytingartillaga við fjárhagsáætlun 2017.
    Bæjarráð samþykkir breytingartillögu við fjárhagsáætlun 2017 og vísar svo breyttri fjárhagsáætlun til síðari umræðu í bæjarstjórn 18. nóvember 2016.
    Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Samkvæmt ráðningarsamningi Fjallabyggðar við bæjarstjóra, Gunnar I. Birgisson, skulu laun hans taka mið af þingfararkaupi.

    Kjararáð ákvarðaði 29. október 216, hækkun á þingfararkaupi.

    Bæjarstjóri afþakkar með formlegum hætti hækkun launa sem byggir á ákvörðun kjararáðs frá 29. október 2016.

    Bæjarráð samþykkir að verða við þeirri beiðni.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum beiðni bæjarstjóra þar sem hann afþakkar með formlegum hætti hækkun launa sem byggir á ákvörðun kjararáðs frá 29. október 2016.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Lagt fram minnisblað frá fundi Fjallabyggðar með Vegagerðinni 8. nóvember 2016.

    Á fundinum var m.a. rætt um aðkomu Vegagerðarinnar að endurnýjun malbiks á þjóðveginum í gegnum Ólafsfjörð og Siglufjörð,
    hraðamælingu með ljósaskiltum, veg að skíðasvæði í Skarðdal,
    skipulagsvinnu vegna gatnamóta í miðbæ Siglufjarðar, vindmæli á Saurbæjarás og lausn á snjósöfnun þar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Teknar til umfjöllunar ábendingar vegna fjárhagsáætlunar 2017 frá Þorvaldi Hreinssyni.

    1. Ábending um uppsetningu sveitarfélagsmerkis við bæjarmörk Fjallabyggðar.
    Bæjarráð tekur jákvætt í ábendingu um uppsetningu á sveitarfélagsmerki við bæjarmörk Dalvíkurbyggðar.
    2. Ábending um vísun á upplýsingaskilti við snjóflóðagarð við Hornbrekku í Ólafsfirði.
    Bæjarráð telur ekki þörf á að setja upp ábendingarmerki fyrir upplýsingarskilti við snjóflóðagarð við Hornbrekku.
    3. Ábending um minni nagladekkjanotkun á bifreiðum bæjarfélagsins.
    Bæjarráð telur ekki rétt að minnka notkun nagladekkja á bílum í eigu bæjarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 4.7 1606042 Fasteignamat 2017
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Lagðar fram upplýsingar Þjóðskrár Íslands, dagsettar 26. október 2016, um skýrslu fasteignamats 2017 sem komin er á vef Þjóðskrár Íslands.

    http://www.skra.is/um-okkur/utgafur-og-skjol/
    Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Boðað er til haustfundar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE) sem haldinn verður 22. nóvember nk. á Akureyri.
    Samkvæmt 9. gr. samþykkta AFE skulu sveitarfélög kjósa til setu á haustfundum. Á haustfund tilnefnir Akureyrarbær sex fulltrúa, Dalvíkurbyggð þrjá fulltrúa, Fjallabyggð þrjá fulltrúa, Eyjafjarðasveit tvo fulltrúa, Hörgársveit, Grýtubakkahreppur og Svalbarðsstrandahreppur einn fulltrúa hvert.

    Bæjarráð samþykkir að tilnefna til fundarins, Steinunni Maríu Sveinsdóttur, Kristinn Kristjánsson og Gunnar I. Birgisson.
    Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 4.9 1611033 Fjarskiptamál
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Lagt fram erindi frá fyrirtækjasviði Vodafone, dagsett 9. nóvember 2016, þar sem sýndur er áhugi á að kynna fjarskiptaþjónustur. Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Lagður fram undirskriftarlisti ásamt kröfu frá grunnskólakennurum á Íslandi, þar sem þess er m.a. krafist að sveitarfélögin á landinu bregðist án tafar við því alvarlega ástandi sem skapast hefur í skólakerfinu vegna hættulegra og rangra áherslna í kjarastefnu sveitarfélaga gagnvart grunnskólakennurum. Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Lögð fram fyrirspurn frá fundi stjórnar félags eldri borgara, 2. nóvember 2016, hvort gerlegt sé að fjölga bílastæðum við Skálarhlíð á Siglufirði.

    Bæjarráð óskar eftir umsögn frá deildarstjóra tæknideildar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Lagt fram fundarboð til bæjarfélagsins í tengslum við starf flugklasans AIR 66N.
    Flugklasinn mun halda fund þann 22. nóvember n.k. á Akureyri, þar sem erlendir ráðgjafar munu segja frá ferlinu við að ná flugi inn á nýja áfangastaði, hvað þarf til og hverjar eru helstu áskoranirnar í því starfi.

    Bæjarráð samþykkir að formaður bæjarráðs, Steinunn María Sveinsdóttir sæki fundinn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 23. september 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Lögð fram til kynningar fundargerð Eyþings frá 287. fundi, 26. október 2016. Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir Tónlistarskólans á Tröllaskaga:

    1. fundur Skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga,
    haldinn í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur, 7. október 2016

    2. fundur Skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga,
    haldinn í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur, 4. nóvember 2016

    Samþykkt var á fundi skólanefndar 4. nóvember 2016, að vísa
    eftirfarandi málum til samþykkta í sveitar- og bæjarstjórnum:
    Erindisbréf skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga.
    Fjárhagsáætlun TÁT-2017.

    Jafnframt var starfslýsingum deildarstjóra og aðstoðarskólastjóra TÁT vísað til endanlegrar afgreiðslu í bæjar- og byggðaráðum sveitarfélaganna.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á fundi með byggðarráði Dalvíkurbyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15. nóvember 2016 Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir:
    Yfirkjörstjórn frá 25. október 2016
    Yfirkjörstjórn frá 28. október 2016
    Hafnarstjórn frá 7. nóvember 2016
    Fræðslu- og frístundanefnd frá 7. nóvember 2016
    Félagsmálanefnd frá 1. nóvember 2016
    Markaðs- og menningarnefnd frá 9. nóvember 2016
    Bókun fundar Afgreiðsla 475. fundar bæjarráðs staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

5.Undirkjörstjórn á Siglufirði - 29. fundur - 24. október 2016

Málsnúmer 1611001FVakta málsnúmer

  • 5.1 1611005 Undirbúningur vegna alþingiskosninga 29/10 2016
    Undirkjörstjórn á Siglufirði - 29. fundur - 24. október 2016 1. Farið yfir gátlista vegna undirbúnings kosninga.
    2. Farið yfir helstu atriði kosningar, sérstaklega reglur um aðstoðarmenn í kjörklefa.
    3. Breytt vinnulag varðandi flokkun og merkingu utankjörstaðaatkvæða.
    4. Rætt um fjarskiptamál og samband við aðrar undirkjörstjórnir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar undirkjörstjórnar á Siglufirði staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

6.Undirkjörstjórn á Siglufirði - 30. fundur - 28. október 2016

Málsnúmer 1611002FVakta málsnúmer

  • 6.1 1611005 Undirbúningur vegna alþingiskosninga 29/10 2016
    Undirkjörstjórn á Siglufirði - 30. fundur - 28. október 2016 1. Farið yfir kjörskrár og gengið frá kjörskrármöppum.
    2. Gengið frá í kjörstofu, klefar yfirfarnir og sætum komið fyrir á gangi.
    3. Farið yfir fyrirliggjandi gögn sem varða kosningarnar.
    4. Kassi með utankjörfundaratkvæðum hefur borist frá sýsluskrifstofu og verið læstur inni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar undirkjörstjórnar á Siglufirði staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

7.Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 31. fundur - 25. október 2016

Málsnúmer 1611011FVakta málsnúmer

  • 7.1 1611005 Undirbúningur vegna alþingiskosninga 29/10 2016
    Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 31. fundur - 25. október 2016 1. Auglýsing kjördeilda og opnunartími á kjördag sem er á sama stað og áður hefur verið.
    Kjördeild 1 á Siglufirði, að Gránugötu 24 og kjördeild 2 í Ólafsfirði, í Menntaskólanum við Ægisgötu.
    Opnað verður kl. 10.00 og lokað eigi síðar en kl. 22.00.
    2. Kjörgögn verða afhent undirkjörstjórnum á föstudag, 28. október nk.
    3. Yfirkjörstjórn verður til taks á kjördag í Fjallabyggð og verður hún í símasambandi fyrir undirkjörstjórnir ef þörf er á.
    4. Löggæsla og Halldór Þormar Halldórsson starfsmaður yfirkjörstjórnar sjá um flutning á kjörkössum á kjördag til Akureyrar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar yfirkjörstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

8.Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 32. fundur - 28. október 2016

Málsnúmer 1611012FVakta málsnúmer

  • 8.1 1611005 Undirbúningur vegna alþingiskosninga 29/10 2016
    Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar - 32. fundur - 28. október 2016 1. Kjörgögn afhent fyrir hvora kjördeild svo og utankjörfundaratkvæði, sem komu frá sýslumanni.
    2. Kjörstaðir eru klárir með kjörklefum og búnaði þeim sem þar þurfa að vera.
    3. Skýrsla til Hagstofu er í höndum formanna undirkjörstjórna.

    Pétur Garðarsson frá undirkjörstjórn á Siglufirði tók við kjörgögnum á Siglufirði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar yfirkjörstjórnar Fjallabyggðar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

9.Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 29. fundur - 28. október 2016

Málsnúmer 1611003FVakta málsnúmer

  • 9.1 1611005 Undirbúningur vegna alþingiskosninga 29/10 2016
    Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 29. fundur - 28. október 2016 1. Lagðar fram kjörskrár, 3 eintök undirrituð af bæjarstjóranum, Gunnari Inga Birgissyni.
    Á kjörskrá í Ólafsfjarðardeild eru 334 karlar og 288 konur eða samtals 622 einstaklingar.
    2. Kjörfundur verður að Ægisgötu 13 (Menntaskólanum á Tröllaskaga) og hefst hann kl. 10.00, þann 29. október.
    Undirkjörstjórn mun mæta kl. 08.30 til undirbúnings.
    3. Formaður mun sjá um að settir verði upp kjörklefar og útvega dyraverði.
    4. Formaður sér um ritun gerðarbókar á kjörstað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 29. fundar undirkjörstjórnar í Ólafsfirði staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

10.Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 30. fundur - 29. október 2016

Málsnúmer 1611004FVakta málsnúmer

  • 10.1 1611005 Undirbúningur vegna alþingiskosninga 29/10 2016
    Undirkjörstjórn í Ólafsfirði - 30. fundur - 29. október 2016 1. Farið yfir aðstæður og kjördagur undirbúinn. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar undirkjörstjórnar í Ólafsfirði staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

11.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 33. fundur - 31. október 2016

Málsnúmer 1610011FVakta málsnúmer

Til máls tóku Helga Helgadóttir og Steinunn María Sveinsdóttir, varðandi gesti á fundum nefnda.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 33. fundur - 31. október 2016 Í erindi Menntamálaráðuneytisins, dagsett 28. september 2016, er vakin athygli á breytingum á lögum um grunnskóla nr. 91/2008, sem samþykktar voru á Alþingi í lok síðasta þings í vor.

    Bæjarráð samþykkti að vísa málinu til kynningar í fræðslu- og frístundanefnd. Kristinn og Jónína gerðu grein fyrir helstu breytingum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 33. fundur - 31. október 2016 Umsókn frá Reykjavíkurborg um námsvist í Grunnskóla Fjallabyggðar. Fyrir liggur samþykki borgarinnar um greiðslu samkvæmt viðmiðum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

    Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 33. fundur - 31. október 2016 Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála fór yfir forsendur fjárhagsáætlunar 2017 og helstu lykiltölur málaflokksins.

    Umræðu um fjárhagsáætlun verður framhaldið á næsta fundi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 11.4 1610003 Gjaldskrár 2017
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 33. fundur - 31. október 2016 Lagðar fram tillögur að gjaldskrám 2017 fyrir leik- og grunnskóla auk íþróttamiðstöðvar.

    Nefndin óskar eftir frekari gögnum fyrir næsta fund. Afgreiðslu frestað.

    Haukur, Jónína, Olga, Katrín og Berglind Hrönn fóru af fundi kl. 18:20
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 33. fundur - 31. október 2016 Lögð var fram tillaga að breytingu á frítímareglum. Nefndin samþykkir að vísa reglunum til umsagnar UÍF.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 33. fundur - 31. október 2016 Farið yfir umsóknir um styrki til frístundamála. Afgreiðslu frestað til næsta fundar. Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 33. fundur - 31. október 2016 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - ágúst 2016. Fræðslu-og uppeldismál: Rauntölur, 466.488.048 kr. Áætlun, 467.025.308 kr. Mismunur; 145.260 kr.
    Æskulýðs- og íþróttamál: Rauntölur, 171.638.068 kr. Áætlun 169.636.976 kr. Mismunur; -2.001.092 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 33. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

12.Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 34. fundur - 7. nóvember 2016

Málsnúmer 1611007FVakta málsnúmer

  • 12.1 1610003 Gjaldskrár 2017
    Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 34 Tillögur að gjaldskrám fyrir leik- og grunnskóla ásamt íþróttamiðstöð lagðar fram. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir þær fyrir sitt leyti og vísar þeim til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 34 Fjárhagsáætlun fyrir fræðslu- og uppeldismál ásamt æskulýðs- og íþróttamálum lögð fram. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar hennar til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 34 Farið yfir styrkumsóknir sem flokkaðar eru sem frístundamál. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að vísa tillögu að styrkveitingu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Nefndin leggur jafnframt áherslu á að við ákvörðum um styrkveitingu verði farið eftir nýsamþykktum reglum frá 27. september sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 34 Farið yfir umsóknir sem flokkast undir ýmis mál. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir að vísa tillögu að styrkveitingu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Nefndin leggur jafnframt áherslu á að við ákvörðum um styrkveitingu verði farið eftir nýsamþykktum reglum frá 27. september sl.
    Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 34 Lögð fram umsögn frá UÍF. Nefndin felur deildarstjóra að fara betur yfir framkomna umsögn og leggja fram ný drög fyrir næsta fund nefndarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 34. fundar fræðslu- og frístundanefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

13.Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 1. nóvember 2016

Málsnúmer 1610013FVakta málsnúmer

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 1. nóvember 2016 Deildarstjóri fjölskyldudeildar fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun félagsþjónustu fyrir árið 2017.
    Félagsmálanefnd samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætluninni til bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 102. fundar félagsmálanefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 13.2 1610003 Gjaldskrár 2017
    Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 1. nóvember 2016 Lögð fram tillaga að gjaldskrá félagsþjónustu fyrir árið 2017. Félagsmálanefnd samþykkir að vísa tillögu að gjaldskránni til bæjarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 102. fundar félagsmálanefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 1. nóvember 2016 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 102. fundar félagsmálanefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 1. nóvember 2016 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 102. fundar félagsmálanefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 1. nóvember 2016 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 102. fundar félagsmálanefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 1. nóvember 2016 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 102. fundar félagsmálanefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 1. nóvember 2016 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 102. fundar félagsmálanefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 1. nóvember 2016 Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks. Í erindinu kemur fram að afstaða sambandsins er að sveitarfélögunum verði frjálst að mynda þjónustusvæði eftir því sem best hentar. Bókun fundar Afgreiðsla 102. fundar félagsmálanefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 1. nóvember 2016 Kynningarfundur Íbúðalánasjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga, verður haldinn í Ráðhúsinu á Siglufirði, 1. nóvember 2016. Tilgangur fundarins er að kynna framkvæmd laga um almennar íbúðir. Bókun fundar Afgreiðsla 102. fundar félagsmálanefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

14.Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 207. fundur - 2. nóvember 2016

Málsnúmer 1610014FVakta málsnúmer

  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 207 Endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Skútustíg 2.
    Siglo Cabin ehf.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 207. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 207 Endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Lækjargötu 1.
    Raffó ehf.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 207. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 207 Vegna misræmis í lóðarleigusamningum milli ofantaldra lóða samþykkir nefndin að breyta lóðarmörkum milli Kirkjuvegar 12-14 og Strandgötu 17-19 samkvæmt framlögðu lóðarblaði.
    Tæknideild falið að kynna rétt lóðarmörk fyrir lóðarhöfum.
    Bókun fundar Valur Þór Hilmarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
    Til máls tók Gunnar I. Birgisson og lagði til að þessum dagskrárlið yrði vísað til umfjöllunar í bæjarráði.
    Bæjarstjórn samþykkti tillöguna samhljóða með 6 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 207 VBS Verkfræðistofa fyrir hönd Olís óskar eftir leyfi til þess að fergja lóð Olís að Vesturtanga 18, Siglufirði.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 207. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 207 Rúnar Marteinsson óskar eftir því fyrir hönd Primex ehf að Fjallabyggð ljúki við viðgerð á fráveituröri Primex við Óskarsgötu 7.

    Deildarstjóri tæknideildar sýndi fundarmönnum myndbönd af umræddu röri sem tekin voru af kafara 3.júlí 2016 þar sem að hann kafar meðfram lögninni og skoðar ástand hennar. Samkvæmt kafaranum þá er ástand lagnarinnar í lagi. Þó má geta þess að samkvæmt deildarstjóra tæknideildar þarf að setja steyptar sökkur til að tryggja betur festingar og er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 207. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 14.6 1610003 Gjaldskrár 2017
    Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 207 Gjaldskrár Fjallabyggðar fyrir árið 2017 lagðar fyrir nefndina.

    Nefndin samþykkir fyrir sitt leiti gjaldskrár fyrir árið 2017.
    Bókun fundar Afgreiðsla 207. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 207 Fjárhagsáætlun 2017 lögð fyrir nefndina.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2017 til bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 207. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 207 Undir þessum lið vék Guðmundur Skarphéðinsson af fundi.

    Umókn um leyfi til búfjárhalds frá Jónu G. Jónsdóttur og Torfa Þórarinssyni lagt fyrir nefnd.

    Erindi hafnað þar sem að umsóknin uppfyllir ekki 3.gr. samþykktar um búfjárhald í Fjallabyggð.
    Bókun fundar Afgreiðsla 207. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 207 Ólafur Sigurðsson fyrir hönd Seyru ehf. óskar eftir leyfi til þess að setja upp nýja vöruhurð syðst á vesturvegg suðurbyggingar á Vetrarbraut 23.

    Erindi samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 207. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 207 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 207. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 207 Landsskipulagsstefna Skipulagsstofnunar 2015-2026 ásamt greinargerð lögð fram til kynningar fyrir nefndina. Bókun fundar Afgreiðsla 207. fundar skipulags- og umhverfisnefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

15.Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 86. fundur - 7. nóvember 2016

Málsnúmer 1611006FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 86. fundur - 7. nóvember 2016 Afli í höfnum Fjallabyggðar 1/1 til 24/10 2016 og samanburður við sama tíma 2015.

    2016 Siglufjörður 20719tonn í 2007 löndunum.
    Ólafsfjörður 535tonn í 536 löndunum.

    2015 Siglufjörður 20781tonn í 2258 löndunum.
    2015 Ólafsfjörður 500tonn í 556 löndunum.

    Aflinn er 27 tonnum minni 2016 en á sama tíma 2015 í höfnum Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 86. fundar hafnarstjórnar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • 15.2 1610003 Gjaldskrár 2017
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 86. fundur - 7. nóvember 2016 Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög að gjaldskrá Fjallabyggðarhafna fyrir árið 2017 og samþykkir að vísa þeim til bæjarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar hafnarstjórnar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 86. fundur - 7. nóvember 2016 Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög að fjárhagsáætlun 2017 og samþykkir að vísa þeim til bæjarstjórnar. Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar hafnarstjórnar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 86. fundur - 7. nóvember 2016 Hafnarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda á Bæjarbryggju, reiknað er með að fyrsta áfanga þ.e. niðurrekstur á stálþili, fylling, lagnir og veituhús verði lokið í næstu viku. Bókun fundar Til máls tók Gunnar I. Birgisson.
    Afgreiðsla 86. fundar hafnarstjórnar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 86. fundur - 7. nóvember 2016 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar hafnarstjórnar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 86. fundur - 7. nóvember 2016 Engin. Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar hafnarstjórnar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

16.Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 9. nóvember 2016

Málsnúmer 1611008FVakta málsnúmer

  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 9. nóvember 2016 Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi gerði grein fyrir vinnu við endurskoðun á menningarstefnu Fjallabyggðar. Kynningarfundur verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar fimmtudaginn 17. nóvember nk. kl. 17:00 þar sem vinna og undirbúningur að hinni nýju menningarstefnu Fjallabyggðar verður kynnt og vinnuhópar myndaðir til áframhaldandi vinnu. Hvetur nefndin alla hlutaðeigandi aðila til að mæta á fundinn. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 9. nóvember 2016 Farið yfir fjárhagsáætlun málaflokka sem heyra undir markaðs-og menningarnefnd. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar hennar til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 9. nóvember 2016 Farið yfir styrkumsóknir til menningarmála. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að vísa tillögu að styrkveitingu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar. Nefndin leggur til að umsókn Systrafélags Siglufjarðarkirkju verði tekin til umfjöllunar í bæjarráði þar sem umsóknin getur ekki fallið undir menningarmál. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 138. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.

17.Gjaldskrár 2017

Málsnúmer 1610003Vakta málsnúmer

Á 474. fundi bæjarráðs, 10. nóvember 2016, samþykkti bæjarráð gjaldskrárbreytingar sem taka eiga gildi 1. janúar 2017 og vísaði þeim til endanlegrar afgreiðslu við síðari umræðu fjárhagsáætlunar 2017-2020 í bæjarstjórn.

Til máls tók bæjarstjóri Gunnar I. Birgisson og lagði fram tillögu að breytingu á 12. gr. um sorphirðu í gjaldskrá hafnarsjóðs.
Sorphiðrugjald atvinnubáta, einstök skipti (sérlosun) verði kr. 17.940 í stað kr. 9.400.

Tillaga samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum eftirfarandi gjaldskrár með áorðnum breytingum:

Gjaldskrá hafnarsjóðs
Gjaldskrá þjónustumiðstöðvar
Gjaldskrá fráveitu
Gjaldskrá vatnsveitu
Gjaldskrá sorphirðu
Gjaldskrá fyrir kattahald
Gjaldskrá fyrir hundahald
Gjaldskrá fyrir garðslátt
Gjaldskrá byggingarfulltrúa
Gjaldskrá slökkviliðs
Gjaldskrá félagsþjónustu
Gjaldskrá leikskóla
Gjaldskrá grunnskóla
Gjaldskrá íþróttamiðstöðva
Gjaldskrá fyrir tjaldsvæði
Gjaldskrá Tjarnarborgar
Gjaldskrá bóka- og héraðsskjalasafns

18.Fjárhagsáætlun 2017 og 2018-2020

Málsnúmer 1609020Vakta málsnúmer

Síðari umræða um fjárhagsáætlun.
Bæjarstjóri kynnti tillögu að fjárhagsáætlun 2017 og 2018-2020.

Áætlaður rekstrarafgangur bæjarsjóðs fyrir árið 2017 er 177 mkr.
- Útsvarsprósenta er 14,48% og álagningarprósenta fasteignagjalda er óbreytt á milli ára.
- Skatttekjur ársins 2017 eru áætlaðar 1.178 m.kr., en útkomuspá ársins 2016 er 1.167 m.kr.
- Heildartekjur 2017 verða 2.254 m.kr., en eru áætlaðar 2.225 m.kr. í útkomuspá 2016.
- Gjöld ársins 2017 eru áætluð 2.053 m.kr., en eru 2.084 m.kr. fyrir árið 2016.
- Áætluð rekstrarstaða ársins 2017 er jákvæð um 177 m.kr.
- Heildareignir sveitarfélagsins eru áætlaðar 4.440 m.kr. og eigið fé er 2.658 m.kr. eða 60% eiginfjárhlutfall.
- Skuldir og skuldbindingar hækka aðeins á milli ára, sem eru tilkomnar vegna hækkunar lífeyrisskuldbindinga og eru áætlaðar 1.782 m.kr. Skuldaviðmið bæjarsjóðs er áætlað 67% fyrir 2017.
- Vaxtaberandi skuldir eru 479 m.kr. og eru óbreyttar á milli ára, en voru 536 m.kr. árið 2015.
- Veltufé frá rekstri er áætlað tæplega 400 m.kr., sem er tæplega 18% og framlegðarhlutfall er ríflega 15%.
- Framkvæmt verður fyrir 321 m.kr. ásamt stækkun MTR, sem er sameiginlegt verkefni Fjallabyggðar, sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu og ríkisins.
Helstu framkvæmdir eru:
a)
Skólar og leikskólar


62.0 m.kr.
b)
Yfirlagnir malbiks og götur

63.0 m.kr.
c)
Holræsakerfi


105.0 m.kr.
d)
Bæjarbryggja



35.0 m.kr.
e)
Viðbygging MTR


80.0 m.kr.

Rekstur bæjarfélagsins Fjallabyggðar er mjög traustur, þrátt fyrir lægri skatttekjur en á árinu á undan, sem orsakast af lægra fiskverði og þarf af leiðandi lægri tekjum hafnarsjóðs og sjómanna. Þá hafa sveitarfélög þurft að taka á sig miklar launahækkanir frá árinu 2015.

Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Steinunn María Sveinsdóttir og Helga Helgadóttir.

Bæjarstjórn þakkar bæjarstjóra og öðrum starfsmönnum bæjarfélagsins fyrir góða samvinnu, og þeirra aðkomu að gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum tillögu að fjárhagsáætlun 2017 og 2018 - 2020.

19.Tillaga að breytingu á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar grein 46. - Atvinnumálanefnd

Málsnúmer 1611056Vakta málsnúmer

Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir og flutti eftirfarandi tillögu:

"Lagt er til við bæjarstjórn Fjallabyggðar að atvinnumálanefnd verði lögð niður frá og með 1. janúar 2017 og verkefni hennar falin bæjarráði og markaðs- og menningarnefnd. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála verði falið að útbúa nýtt erindisbréf fyrir markaðs- og menningarnefnd og liggi það fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar sem haldinn verður um miðjan desember n.k."

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillöguna og henni er vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn í desember 2016.

Fundi slitið - kl. 19:15.