Tillaga að breytingu á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar grein 46. - Atvinnumálanefnd

Málsnúmer 1611056

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 138. fundur - 18.11.2016

Til máls tók Steinunn María Sveinsdóttir og flutti eftirfarandi tillögu:

"Lagt er til við bæjarstjórn Fjallabyggðar að atvinnumálanefnd verði lögð niður frá og með 1. janúar 2017 og verkefni hennar falin bæjarráði og markaðs- og menningarnefnd. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála verði falið að útbúa nýtt erindisbréf fyrir markaðs- og menningarnefnd og liggi það fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar sem haldinn verður um miðjan desember n.k."

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillöguna og henni er vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn í desember 2016.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 140. fundur - 14.12.2016

Á 138. fundi bæjarstjórnar, 18. nóvember 2016, var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum eftirfarandi tillaga og henni jafnframt vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn:

"Lagt er til við bæjarstjórn Fjallabyggðar að atvinnumálanefnd verði lögð niður frá og með 1. janúar 2017 og verkefni hennar falin bæjarráði og markaðs- og menningarnefnd. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála verði falið að útbúa nýtt erindisbréf fyrir markaðs- og menningarnefnd og liggi það fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar sem haldinn verður um miðjan desember n.k."

Erindisbréf lagt fram.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að atvinnumálanefnd verði lögð niður frá og með 1. janúar 2017 og verkefni hennar falin bæjarráði og markaðs- og menningarnefnd.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa til bæjarráðs, fullnaðarafgreiðslu á erindisbréfi fyrir markaðs- og menningarnefnd.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum að fella út níunda lið B hluta 46. greinar samþykkta um stjórn Fjallabyggðar, þar sem Atvinnumálanefnd er tilgreind.
"9. Atvinnumálanefnd fer með verkefni á sviði atvinnumála ásamt öðrum
þeim verkefnum sem henni eru falin með erindisbréfi".

Bæjarráð Fjallabyggðar - 480. fundur - 20.12.2016

Á 139. fundi bæjarstjórnar, 14. desember 2016, var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum að atvinnumálanefnd yrði lögð niður frá og með 1. janúar 2017 og verkefni hennar falin bæjarráði og markaðs- og menningarnefnd. Jafnframt var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum að vísa til bæjarráðs, fullnaðarafgreiðslu á framlögðu erindisbréfi fyrir markaðs- og menningarnefnd.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi markaðs- og menningarnefndar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 152. fundur - 29.11.2017

Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Steinunn María Sveinsdóttir og Helga Helgadóttir.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögum að breytingum á samþykktum til seinni umræðu og að skipurit verði uppfært í samræmi við þær breytingar sem verða gerðar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 153. fundur - 13.12.2017

Tillaga að breytingu á samþykktum um stjórn Fjallabyggðar samþykkt í síðari umræðu með 7 atkvæðum.