Bæjarráð Fjallabyggðar

474. fundur 10. nóvember 2016 kl. 18:00 - 20:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir aðalmaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
Starfsmenn
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Gjaldskrár 2017

Málsnúmer 1610003Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir eftirtaldar gjaldskrárbreytingar sem taka eiga gildi 1. janúar 2017 og vísar þeim til endanlegrar afgreiðslu við síðari umræðu fjárhagsáætlunar 2017-2020 í bæjarstjórn:

Gjaldskrá hafnarsjóðs
Gjaldskrá þjónustumiðstöðvar
Gjaldskrá fráveitu
Gjaldskrá vatnsveitu
Gjaldskrá sorphirðu
Gjaldskrá fyrir kattahald
Gjaldskrá fyrir hundahald
Gjaldskrá fyrir garðslátt
Gjaldskrá byggingarfulltrúa
Gjaldskrá slökkviliðs
Gjaldskrá félagsþjónustu
Gjaldskrá leikskóla
Gjaldskrá grunnskóla
Gjaldskrá íþróttamiðstöðva með þeirri breytingu að árskort eldri borgara, öryrkja og skólafólks í líkamsrækt hækki í 33.700 í stað 38.500.
Gjaldskrá fyrir tjaldsvæði
Gjaldskrá Tjarnarborgar
Gjaldskrá bóka- og héraðsskjalasafns

2.Styrkumsóknir 2017 - Menningarmál

Málsnúmer 1609048Vakta málsnúmer

Á 28. fundi markaðs- og menningarnefndar, 9. nóvember 2016, var farið yfir styrkumsóknir til menningarmála. Markaðs- og menningarnefnd samþykkti að vísa tillögu að styrkveitingu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar. Nefndin lagði til að bæjarráð fjallaði um umsókn Systrafélags Siglufjarðarkirkju.

Bæjarráð samþykkir að veita Systrafélagi Siglufjarðarkirkju kr. 50 þúsund í styrk.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að úthlutun styrkja til menningarmála,og vísar til umfjöllunar við síðari umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.

3.Styrkumsóknir 2017 - Frístundamál

Málsnúmer 1609047Vakta málsnúmer

Á 37. fundi fræðslu- og frístundanefndar, 7. nóvember 2016, var farið yfir styrkumsóknir sem flokkaðar eru sem frístundamál. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkti að vísa tillögu að styrkveitingu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.
Nefndin lagði jafnframt áherslu á að við ákvörðum um styrkveitingu yrði farið eftir nýsamþykktum reglum frá 27. september sl.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að úthlutun styrkja til frístundamála og vísar til umfjöllunar við síðari umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.

4.Styrkumsóknir 2017 - Fasteignaskattur félagasamtaka

Málsnúmer 1609043Vakta málsnúmer

Farið yfir umsóknir um styrk á móti fasteignaskatti félagasamtaka 2017.
Niðurstaðan er innan áætlaðra framlaga á fjárhagsáætlun 2017.

Bæjarráð samþykkir að taka málið upp eftir að búið verður að leggja á fasteignagjöld með formlegum hætti í febrúar 2017.

5.Rekstrar og þjónustusamningar - yfirlit

Málsnúmer 1611029Vakta málsnúmer

Teknir til umfjöllunar rekstrar- og þjónustusamningar Fjallabyggðar við félög og félagasamtök.

Steinunn M. Sveinsdóttir vék af fundi við umfjöllun um rekstrarsamning Síldarminjasafnsins ses.

Bæjarráð samþykkir að fella niður fasteignagjöld vegna Hlíðarhúss, að Hávegi 60 Siglufirði og Róaldsbrakka að Snorragötu 16, verði felld niður skv. heimild í lögum um menningarminjar. Á móti lækkar upphæð rekstrarstyrks.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjórum að vinna drög að endurnýjuðum samningum í þeim tilvikum þar sem þeir eru útrunnir eða eru að renna út og leggja fyrir bæjarráð.

6.Fjárhagsáætlun 2017 og 2018-2020

Málsnúmer 1609020Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að breytingum á fjárhagsáætlun milli umræðna, frá deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála og bæjarstjóra.
Einnig kynnt ný þjóðhagsspá.

Bæjarráð vísar tillögum með áorðnum breytingum til afgreiðslu næsta bæjarráðsfundar.

Fundi slitið - kl. 20:00.