Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

28. fundur 09. nóvember 2016 kl. 17:00 - 18:00 í Tjarnarborg Aðalgötu 13 Ólafsfirði
Nefndarmenn
  • Arndís Erla Jónsdóttir formaður, F lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalmaður, S lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Guðlaugur Magnús Ingason aðalmaður, F lista
  • Helga Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Jakob Kárason varamaður, S lista
Starfsmenn
  • Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
  • Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála

1.Menningarstefna Fjallabyggðar

Málsnúmer 1407056Vakta málsnúmer

Lagt fram
Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi gerði grein fyrir vinnu við endurskoðun á menningarstefnu Fjallabyggðar. Kynningarfundur verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar fimmtudaginn 17. nóvember nk. kl. 17:00 þar sem vinna og undirbúningur að hinni nýju menningarstefnu Fjallabyggðar verður kynnt og vinnuhópar myndaðir til áframhaldandi vinnu. Hvetur nefndin alla hlutaðeigandi aðila til að mæta á fundinn.

2.Fjárhagsáætlun 2017 og 2018-2020

Málsnúmer 1609020Vakta málsnúmer

Vísað til nefndar
Farið yfir fjárhagsáætlun málaflokka sem heyra undir markaðs-og menningarnefnd. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar hennar til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Styrkumsóknir 2017 - Menningarmál

Málsnúmer 1609048Vakta málsnúmer

Vísað til nefndar
Farið yfir styrkumsóknir til menningarmála. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að vísa tillögu að styrkveitingu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar. Nefndin leggur til að umsókn Systrafélags Siglufjarðarkirkju verði tekin til umfjöllunar í bæjarráði þar sem umsóknin getur ekki fallið undir menningarmál.

Fundi slitið - kl. 18:00.