Gjaldskrár 2017

Málsnúmer 1610003

Vakta málsnúmer

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 27. fundur - 20.10.2016

Vísað til nefndar
Lagðar fram tillögur að gjaldskrárhækkunum fyrir árið 2017 vegna eftirtalinna stofnana; Menningarhúsið Tjarnarborg, Bóka- og héraðsskjalasafn Fjallabyggðar og tjaldsvæði.
Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti hækkanir á gjaldskrám fyrir Tjarnarborg og tjaldsvæði en leggst gegn því að gjald á bókasafnsskírteinum verði hækkað.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 101. fundur - 21.10.2016

Tillaga að gjaldskrá félagsþjónustu 2017 lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 85. fundur - 24.10.2016

Hafnarstjóri fór yfir drög að gjaldskrá Hafnarsjóðs fyrir árið 2017.

Hafnarstjórn vísar erindinu til næsta fundar til afgreiðslu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25.10.2016

Teknar til umfjöllunar gjaldskrár og álagning 2017.

Bæjarráð samþykkir að leggja eftirfarandi tillögur fyrir bæjarstjórn:

Útsvarsprósenta verði óbreytt 14,48%
Fasteignaskattsprósenta verði óbreytt, (A 0,49% B. 1,32% C. 1,65%).
Lóðarleiguprósenta verði óbreytt ( A. 1,90% C. 3,50%)
Sorphirðugjöld hækki í 41.000.
Holræsa-/fráveitugjaldaprósenta verði óbreytt 0,360%.
Vatnsskattsprósenta fasteignagjalda verði óbreytt 0,350%
Leigutekjur íbúðasjóðs hækki sérstaklega um 100 kr. p/m2(1. jan. 1.055 m2)
Gjaldskrá bókasafns
Gjaldskrá Tjarnarborgar
Gjaldskrá tjaldsvæða
Gjaldskrá leikskóla
Gjaldskrá grunnskóla
Gjaldskrá félagsþjónustu
Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar
Gjaldskrá slökkviliðs
Gjaldskrá hafnarsjóðs

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 33. fundur - 31.10.2016

Lagðar fram tillögur að gjaldskrám 2017 fyrir leik- og grunnskóla auk íþróttamiðstöðvar.

Nefndin óskar eftir frekari gögnum fyrir næsta fund. Afgreiðslu frestað.

Haukur, Jónína, Olga, Katrín og Berglind Hrönn fóru af fundi kl. 18:20

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 01.11.2016

Lögð fram tillaga að gjaldskrá félagsþjónustu fyrir árið 2017. Félagsmálanefnd samþykkir að vísa tillögu að gjaldskránni til bæjarráðs.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 207. fundur - 02.11.2016

Gjaldskrár Fjallabyggðar fyrir árið 2017 lagðar fyrir nefndina.

Nefndin samþykkir fyrir sitt leiti gjaldskrár fyrir árið 2017.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 86. fundur - 07.11.2016

Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög að gjaldskrá Fjallabyggðarhafna fyrir árið 2017 og samþykkir að vísa þeim til bæjarstjórnar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 34. fundur - 07.11.2016

Vísað til nefndar
Tillögur að gjaldskrám fyrir leik- og grunnskóla ásamt íþróttamiðstöð lagðar fram. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir þær fyrir sitt leyti og vísar þeim til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 473. fundur - 08.11.2016

Á 27. fundi markaðs- og menningarnefndar, 20. október 2016, voru
lagðar fram tillögur að gjaldskrárhækkunum fyrir árið 2017 vegna
Menningarhússins Tjarnarborgar, Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar og tjaldsvæða.
Markaðs- og menningarnefnd samþykkti fyrir sitt leyti hækkanir á gjaldskrám fyrir Tjarnarborg og tjaldsvæði en lagðist gegn því að gjald á bókasafnsskírteinum yrði hækkað.

137. fundur bæjarstjórnar, 26. október 2016, samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum að vísa niðurstöðu markaðs- og menningarnefndar til umfjöllunar í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að gjald á bókasafnsskírteinum verði samkvæmt framlagðri tillögu sem lögð var fyrir markaðs- og menningarnefnd.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 474. fundur - 10.11.2016

Bæjarráð samþykkir eftirtaldar gjaldskrárbreytingar sem taka eiga gildi 1. janúar 2017 og vísar þeim til endanlegrar afgreiðslu við síðari umræðu fjárhagsáætlunar 2017-2020 í bæjarstjórn:

Gjaldskrá hafnarsjóðs
Gjaldskrá þjónustumiðstöðvar
Gjaldskrá fráveitu
Gjaldskrá vatnsveitu
Gjaldskrá sorphirðu
Gjaldskrá fyrir kattahald
Gjaldskrá fyrir hundahald
Gjaldskrá fyrir garðslátt
Gjaldskrá byggingarfulltrúa
Gjaldskrá slökkviliðs
Gjaldskrá félagsþjónustu
Gjaldskrá leikskóla
Gjaldskrá grunnskóla
Gjaldskrá íþróttamiðstöðva með þeirri breytingu að árskort eldri borgara, öryrkja og skólafólks í líkamsrækt hækki í 33.700 í stað 38.500.
Gjaldskrá fyrir tjaldsvæði
Gjaldskrá Tjarnarborgar
Gjaldskrá bóka- og héraðsskjalasafns

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 138. fundur - 18.11.2016

Á 474. fundi bæjarráðs, 10. nóvember 2016, samþykkti bæjarráð gjaldskrárbreytingar sem taka eiga gildi 1. janúar 2017 og vísaði þeim til endanlegrar afgreiðslu við síðari umræðu fjárhagsáætlunar 2017-2020 í bæjarstjórn.

Til máls tók bæjarstjóri Gunnar I. Birgisson og lagði fram tillögu að breytingu á 12. gr. um sorphirðu í gjaldskrá hafnarsjóðs.
Sorphiðrugjald atvinnubáta, einstök skipti (sérlosun) verði kr. 17.940 í stað kr. 9.400.

Tillaga samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum eftirfarandi gjaldskrár með áorðnum breytingum:

Gjaldskrá hafnarsjóðs
Gjaldskrá þjónustumiðstöðvar
Gjaldskrá fráveitu
Gjaldskrá vatnsveitu
Gjaldskrá sorphirðu
Gjaldskrá fyrir kattahald
Gjaldskrá fyrir hundahald
Gjaldskrá fyrir garðslátt
Gjaldskrá byggingarfulltrúa
Gjaldskrá slökkviliðs
Gjaldskrá félagsþjónustu
Gjaldskrá leikskóla
Gjaldskrá grunnskóla
Gjaldskrá íþróttamiðstöðva
Gjaldskrá fyrir tjaldsvæði
Gjaldskrá Tjarnarborgar
Gjaldskrá bóka- og héraðsskjalasafns

Bæjarráð Fjallabyggðar - 480. fundur - 20.12.2016

Leiðréttingar vegna leikskóla, bókasafns og tjaldsvæða.
a) Gjaldskrá leikskóla 2017
Í samþykktri gjaldskrá er einingarverð vistunargjalds 3.250 p/klst
ekki að öllu leyti rétt sett upp í samþykktri gjaldskrá.
Bæjarráð samþykkir að uppsetning verð færð til samræmis við einingarverð.

b) Gjaldskrá bókasafns 2017
Í samþykktri gjaldskrá er tímalengd skammtímakorta sagður 1 mánuður, en á að vera þrír mánuðir.

Bæjarráð samþykkir svo breytta skilgreiningu á skammtímakortum í gjaldskrá bókasafns fyrir árið 2017.

c) Gjaldskrá tjaldsvæða 2017
Í umfjöllun um gjaldskrá var ranglega haft til viðmiðunar að gjaldaliður fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega væri kr. 0 fyrir árið 2016, en hafði verið samþykktur 900 kr fyrir það ár.

Bæjarráð samþykkir að gistinótt pr. ellilífeyrisþega og öryrkja verði kr. 1.000 fyrir árið 2017.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 32. fundur - 10.05.2017

Gjaldskrá tjaldsvæðis og bókasafns 2017 lögð fram til kynningar.