Fjárhagsáætlun 2017 og 2018-2020

Málsnúmer 1609020

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 85. fundur - 24.10.2016

Hafnarstjóri fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2017.

Hafnarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 471. fundur - 25.10.2016

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun 2017 og 2018-2020.
Bæjarstjóri kynnti tillöguna fyrir bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2017 og 2018-2020 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 137. fundur - 26.10.2016

Fyrri umræða
Bæjarstjóri kynnti tillögu að fjárhagsáætlun 2017 og 2018-2020.

Reiknað er með eftirfarandi forsendum í tillögu:
1. Hækkun launa um 3%.
2. Óbreyttri upphæð staðgreiðslu útsvars á milli ára.
3. Óbreyttri útsvarsprósentu 14,48 og óbreyttri álagningarprósenta fasteignagjalda.
4. Hækkun þjónustugjalda á milli ára.
5. Verðbólgu samkvæmt þjóðhagsspá.

Gert er ráð fyrir heildartekjum að upphæð 2.200 m.kr.
Rekstrarafgangur A hluta, Aðalsjóðs, Eignasjóðs og Þjónustumiðstöðvar er áætlaður 39 m.kr.
Rekstrarafgangur A og B hluta er áætlaður 133 m.kr.

Veltufé frá rekstri er 362 m.kr. eða 21,5%.
Fjárfestingar næsta árs eru áætlaðar 296 m.kr. og afborganir langtímakrafna 46 m.kr.

Skuldahlutfall Fjallabyggðar verður 36% án lífeyrisskuldbindinga en ríflega 83% að þeim meðtöldum.
Ef handbært fé frá rekstri færi til greiðslu langtímaskulda og lífeyrisskuldbindinga tæki það tæpleg fjögur ár að greiða þær upp.

Eiginfjárhlutfall verður 0,59.
Veltufjárhlutfall verður 1,00 og handbært fé í árslok 2017 verður 66 m.kr.
Stærsti málaflokkurinn í rekstri er fræðslu- og uppeldismál með 756 m.kr.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2017 og 2018 - 2020, til umfjöllunar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 33. fundur - 31.10.2016

Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála fór yfir forsendur fjárhagsáætlunar 2017 og helstu lykiltölur málaflokksins.

Umræðu um fjárhagsáætlun verður framhaldið á næsta fundi.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 102. fundur - 01.11.2016

Deildarstjóri fjölskyldudeildar fór yfir tillögu að fjárhagsáætlun félagsþjónustu fyrir árið 2017.
Félagsmálanefnd samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætluninni til bæjarráðs.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 207. fundur - 02.11.2016

Fjárhagsáætlun 2017 lögð fyrir nefndina.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2017 til bæjarráðs.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 86. fundur - 07.11.2016

Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög að fjárhagsáætlun 2017 og samþykkir að vísa þeim til bæjarstjórnar.

Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar - 34. fundur - 07.11.2016

Vísað til nefndar
Fjárhagsáætlun fyrir fræðslu- og uppeldismál ásamt æskulýðs- og íþróttamálum lögð fram. Fræðslu- og frístundanefnd samþykkir fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar hennar til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 28. fundur - 09.11.2016

Vísað til nefndar
Farið yfir fjárhagsáætlun málaflokka sem heyra undir markaðs-og menningarnefnd. Markaðs- og menningarnefnd samþykkir fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar hennar til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 474. fundur - 10.11.2016

Lögð fram drög að breytingum á fjárhagsáætlun milli umræðna, frá deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála og bæjarstjóra.
Einnig kynnt ný þjóðhagsspá.

Bæjarráð vísar tillögum með áorðnum breytingum til afgreiðslu næsta bæjarráðsfundar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 475. fundur - 15.11.2016

Tekin fyrir eftirfarandi atriði vegna fjárhagsáætlunar 2017.

1. Félag um Ljóðasetur Íslands - rekstrarstyrkur.
Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 350 þúsund.

2. Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar.
Bæjarráð telur rétt að eiga fund með stjórn setursins áður en ákvörðun um styrk verður ákveðin.

3. Fjallasalir ses (Sigurhæð ses) - uppbyggingarstyrkur.
Bæjarráð hafnar beiðni félagsins.
Bæjarráð minnir á að settar hafa verið 15,6 m.kr. í uppbyggingarstyrk á árinu 2016.

4. Björgunarsveitin Strákar - rekstrarstyrkur.
Bæjarráð samþykkir rekstrarstyrk að upphæð kr. 1 m.kr.

5. Björgunarsveitin Tindur - rekstrarstyrkur.
Bæjarráð samþykkir rekstrarstyrk að upphæð kr. 1 m.kr.

6. Slysavarnardeildin Vörn - endurnýjun húsnæðis.
Bæjarráð samþykkir að óska eftir fundi með fulltrúum Varnar áður en ákvörðun verður tekin um styrk.

7. Kvæðamannafélagið Ríma - rekstrarstyrkur.
Bæjarráð hafnar styrkumsókn félagsins.

8. Karlakór Siglufjarðar - leigusamningur.
Leigusamningur vegna Lækjargötu 16, rennur út 2016 og felur bæjarráð bæjarstjóra að taka upp viðræður við karlakórinn eins og kveðið er á um í samningi.

9. Viðhaldsliðir í fjárhagsáætlun 2017.
Lagt fram til upplýsingar yfirlit yfir upphæðir á viðhaldsliðum fyrir húsnæði.

10. Breytingartillaga við fjárhagsáætlun 2017.
Bæjarráð samþykkir breytingartillögu við fjárhagsáætlun 2017 og vísar svo breyttri fjárhagsáætlun til síðari umræðu í bæjarstjórn 18. nóvember 2016.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 138. fundur - 18.11.2016

Síðari umræða um fjárhagsáætlun.
Bæjarstjóri kynnti tillögu að fjárhagsáætlun 2017 og 2018-2020.

Áætlaður rekstrarafgangur bæjarsjóðs fyrir árið 2017 er 177 mkr.
- Útsvarsprósenta er 14,48% og álagningarprósenta fasteignagjalda er óbreytt á milli ára.
- Skatttekjur ársins 2017 eru áætlaðar 1.178 m.kr., en útkomuspá ársins 2016 er 1.167 m.kr.
- Heildartekjur 2017 verða 2.254 m.kr., en eru áætlaðar 2.225 m.kr. í útkomuspá 2016.
- Gjöld ársins 2017 eru áætluð 2.053 m.kr., en eru 2.084 m.kr. fyrir árið 2016.
- Áætluð rekstrarstaða ársins 2017 er jákvæð um 177 m.kr.
- Heildareignir sveitarfélagsins eru áætlaðar 4.440 m.kr. og eigið fé er 2.658 m.kr. eða 60% eiginfjárhlutfall.
- Skuldir og skuldbindingar hækka aðeins á milli ára, sem eru tilkomnar vegna hækkunar lífeyrisskuldbindinga og eru áætlaðar 1.782 m.kr. Skuldaviðmið bæjarsjóðs er áætlað 67% fyrir 2017.
- Vaxtaberandi skuldir eru 479 m.kr. og eru óbreyttar á milli ára, en voru 536 m.kr. árið 2015.
- Veltufé frá rekstri er áætlað tæplega 400 m.kr., sem er tæplega 18% og framlegðarhlutfall er ríflega 15%.
- Framkvæmt verður fyrir 321 m.kr. ásamt stækkun MTR, sem er sameiginlegt verkefni Fjallabyggðar, sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu og ríkisins.
Helstu framkvæmdir eru:
a)
Skólar og leikskólar


62.0 m.kr.
b)
Yfirlagnir malbiks og götur

63.0 m.kr.
c)
Holræsakerfi


105.0 m.kr.
d)
Bæjarbryggja



35.0 m.kr.
e)
Viðbygging MTR


80.0 m.kr.

Rekstur bæjarfélagsins Fjallabyggðar er mjög traustur, þrátt fyrir lægri skatttekjur en á árinu á undan, sem orsakast af lægra fiskverði og þarf af leiðandi lægri tekjum hafnarsjóðs og sjómanna. Þá hafa sveitarfélög þurft að taka á sig miklar launahækkanir frá árinu 2015.

Til máls tóku S. Guðrún Hauksdóttir, Steinunn María Sveinsdóttir og Helga Helgadóttir.

Bæjarstjórn þakkar bæjarstjóra og öðrum starfsmönnum bæjarfélagsins fyrir góða samvinnu, og þeirra aðkomu að gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum tillögu að fjárhagsáætlun 2017 og 2018 - 2020.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 503. fundur - 30.05.2017

Á fundi bæjarráðs þann 15. nóvember 2016 var samþykkt að fresta afgreiðslu rekstrarstyrkjar til Félags um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að veita félaginu rekstrarstyrk árið 2017 að upphæð 800.000 kr.