Bæjarráð Fjallabyggðar

434. fundur 01. mars 2016 kl. 16:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Steinunn María Sveinsdóttir formaður, S lista
  • Kristinn Kristjánsson varaformaður, F lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir varamaður, D lista
  • Sólrún Júlíusdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Framtíðarhúsnæði Neon

Málsnúmer 1511003Vakta málsnúmer

Fulltrúar ungmennaráðs, Haukur Orri Kristjánsson, Óskar Helgi Ingvason, Tinna Kristjánsdóttir og Anna Dís Baldvinsdóttir mættu á fund bæjarráðs ásamt deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála, Kristni J. Reimarssyni og íþrótta- og tómstundafulltrúa Hauki Sigurðssyni.

Til umræðu var framtíðarhúsnæði Neons.
Kynnt var niðurstaða könnunar ungmennaráðs sem m.a. gekk út á að fá fram sýn ungmenna á framtíðarhúsnæði félagsmiðstöðvarinnar auk þess að kanna starfið í félagsmiðstöðinni.

2.Samningur um Hús eldri borgara í Ólafsfirði 2016-2017

Málsnúmer 1602083Vakta málsnúmer

Á 96. fundi félagsmálanefndar, 25. febrúar 2016, var samþykkt að leggja til við bæjarráð að tillaga að samningi um Hús eldri borgara í Ólafsfirði 2016 og 2017, verði samþykktur.

Bæjarráð samþykkir tillögu að samningi um Hús eldri borgara í Ólafsfirði og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.
Samkvæmt samningi eru greiðslur 316 þúsund og styrkur á móti fasteignaskatti 236 þúsund.
Gert er ráð fyrir þessum samningi í fjárhagsáætlun bæjarfélagsins.

3.Vatnsagi í lóðum

Málsnúmer 1408036Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla frá Eflu, um jarðvatns- og lekamál á Siglufirði og tengsl þeirra við snjóflóðavarnargarða.

Fjallabyggð hefur þegar skrifað stjórn Ofanflóðasjóðs bréf þar sem m.a. er farið fram á viðræður um þær tillögur til úrbóta sem settar eru fram í skýrslunni.

4.Viðauki við fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 1601102Vakta málsnúmer

Tillaga að viðauka vegna kaupa á stjórnsýslubifreið í stað þeirrar sem tjónaðist.

Rekstrarbreyting vegna sölu á bifreið og kaup á annarri er jákvæð um 1,8 milljón og eignabreyting er 4,1 milljón.
Tillagan er fjármögnuð með eigin fé.

Bæjarráð samþykkir viðaukatillögu.

5.Vinnutímaskráningarkerfi

Málsnúmer 1602087Vakta málsnúmer

Lögð fram kynningargögn á vinnutímaskráningarkerfinu Vinnustund. Kynningarfundur var með deildarstjórum og forstöðumönnum bæjarfélagsins 15. febrúar s.l.

Bæjarráð samþykkir að skoðað verði með upptöku vinnutímaskráningarkerfis 2017.

6.Trúnaðarmál - viðsk.kröfur

Málsnúmer 1512042Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.

7.Trúnaðarmál - Starfsmannamál

Málsnúmer 1602088Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.

8.Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 1602074Vakta málsnúmer

Í erindi Lánasjóðs sveitarfélaga, dagsett 22. febrúar 2016, kemur fram að í tengslum við aðalfund félagsins sem haldinn verður 8. apríl n.k. þurfa tilnefningar til stjórnar og varastjórnar að hafa borist kjörnefnd fyrir 7. mars n.k.

Lagt fram til kynningar.

9.Beiðni um leyfi til mótahalds á Múlakollu 31.mars 2016

Málsnúmer 1602073Vakta málsnúmer

Í erindi frá Viðburðarstofu Norðurlands, dagsett 22. febrúar 2016, er óskað eftir formlegu leyfi hjá bæjaryfirvöldum Fjallabyggðar til þess að halda freeride mót á Múlakollu, 31. mars 2016, í samstarfi Iceland Winter Games og Arctic Freeride. Þá mun fyrirtækið Amazing Mountain einnig koma að framkvæmd viðburðarins.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti erindið og leggur áherslu á að fyllsta öryggis verði gætt.

10.Nordjobb - sumarstörf 2016

Málsnúmer 1602084Vakta málsnúmer

Í erindi verkefnisstjóra Nordjobb á Íslandi, dagsett 19. febrúar 2016, er óskað eftir því að bæjarfélagið taki þátt í að ráða fólk til starfa í sumar.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni.

11.Styrktarsjóður EBÍ 2016

Málsnúmer 1602081Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands dags. 22. febrúar 2016, er varðar styrktarsjóð EBÍ.
Vakin er athygli á að umsóknarfrestur í styrktarsjóð rennur út í lok apríl.
Bæjarfélaginu er boðið að senda inn umsókn sem fellur undir reglur sjóðsins og varðar sérstakt framfaraverkefni.

Bæjarráð vísar málinu til deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála og bendir á safnauppbyggingu Sigurhæðar ses í Ólafsfirði sem möguleika.

12.Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar

Málsnúmer 1602085Vakta málsnúmer

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum um styrki til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Umsóknarfrestur er til 18. mars n.k.

Lagt fram til kynningar.

13.Vinnufundur um hagnýtingu ímyndunaraflsins

Málsnúmer 1602086Vakta málsnúmer

Boðað er til vinnufundar hjá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, 22. mars 2016, í tengslum við verkefni um aukna hagnýtingu ímyndunarafls í eyfirska skólakerfinu, stjórnsýslunni og atvinnulífinu.

Lagt fram til kynningar.

14.Til umsagnar 150.mál frá nefndarsviði Alþingis

Málsnúmer 1602072Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um uppbyggingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi, 150. mál.

Lagt fram til kynningar.

15.Til umsagnar 219.mál til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis

Málsnúmer 1602071Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (uppbygging ferðamannastaða), 219. mál.

Lagt fram til kynningar.

16.Til umsagnar 296.mál frá nefndasviði Alþingis

Málsnúmer 1602070Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 296. mál.

Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga - 2016

Málsnúmer 1601006Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 26. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 12. febrúar 2016.

18.Fundargerðir stjórnar Eyþings - 2016

Málsnúmer 1601005Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 277. fundar stjórnar Eyþings, ásamt fundargerð fulltrúaráðs Eyþings frá 28. janúar 2016 og fundargerð stjórna Eyþings og SSA með þingmönnum Norðausturkjördæmis 9. febrúar 2016.

19.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2016

Málsnúmer 1601013Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir:

3. fundur starfshóps um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga, 24. febrúar 2016.
96. fundur félagsmálanefndar, 25. febrúar 2016.

Fundi slitið.