Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar

23. fundur 15. febrúar 2016 kl. 17:00 í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði
Nefndarmenn
  • Arndís Erla Jónsdóttir formaður, F lista
  • Ægir Bergsson varaformaður, S lista
  • Sæbjörg Ágústsdóttir aðalmaður, S lista
  • Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir aðalmaður, D lista
  • Guðlaugur Magnús Ingason aðalmaður, F lista
  • Helga Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi, B lista
  • Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu- frístunda- og menningarmála
Fundargerð ritaði: Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála

1.Ársskýrsla Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar 2015

Málsnúmer 1602027Vakta málsnúmer

Lagt fram
Á fundinn mættu Hrönn Hafþórsdóttir forstöðukona Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar og Brynja I. Hafsteinsdóttir skjalavörður héraðsskjalasafnsins. Brynja fór yfir starfsemi héraðsskjalasafnsins og gerði grein fyrir starfsemi þessi. Ljóst er, ef safnið á að uppfylla lagalegar skyldur sínar, þarf að bæta húsnæðismál safnsins og eins þarf að auka við starfshlutfall til að mæta auknum verkefnum.
Hrönn fór yfir ársskýrslu safnsins fyrir árið 2015. Í ársskýrslunni kemur m.a. fram að gestakomur á bókasafnið fór nú í fyrsta skipti yfir 10.000 manns og jókst heildargestafjöldi frá árinu 2014 um 33%. Lánþegakomur voru 8.875 manns og aðrar heimsóknir voru 2.242.
Útlán úr Gegni voru 10.384 en voru 9.181 á árinu 2014. Útlánaaukning er því 13.1% á milli ára.
Undir þessum lið lagði Hrönn jafnframt fram yfirlit yfir bókakaup frá árinu 2012. Flestir titlar voru keyptir á árinu 2013 eða alls 510. 287 titlar voru keyptir á árinu 2015 þrátt fyrir hærri upphæð til bókakaupa.
Nefndin þakkar Hrönn fyrir greinargóða skýrslu.

2.Bóka- og héraðsskjalasafn Fjallabyggðar. Starfsáætlun 2016

Málsnúmer 1602028Vakta málsnúmer

Lagt fram
Hrönn Hafþórsdóttir fór yfir starfsáætlun Bóka- og héraðsskjalasafnsins og upplýsingamiðstöðvar fyrir árið 2016. Í starfsáætluninni er farið yfir helstu markmið og hlutverk auk þess sem gerð er grein fyrir helstu verkefnum ársins.
Fram kom hjá Hrönn að Brynja I. Hafsteinsdóttir skjalavörður hefur sagt starfi sínu lausu og var auglýst eftir starfsmanni nú í byrjun febrúar. Alls sóttu þrír aðilar um starfið og hefur Hrönn ráðið Önnu Huldu Júlíusdóttur í starf skjalavarðar.
Nefndin þakkar Hrönn framlagða áætlun. Um leið og nefndin bíður Önnu Huldu velkomna til starfa vill nefndin þakka Brynju fyrir hennar störf í þágu Fjallabyggðar og óskar henni velfarnarðar á nýjum vettvangi.

3.Starfsáætlun 2016 - menningarmál

Málsnúmer 1602032Vakta málsnúmer

Lagt fram
Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála fór fyrir starfsáætlun fyrir menningarmál Fjallabyggðar. Í starfsáætlunni er gerð grein fyrir starfsemi Menningarhússins Tjarnarborgar, Listaverkasafns Fjallabyggðar auk upplýsinga um úthlutun menningarstyrkja.
Nefndin þakkar Kristni yfirferðina.

4.Hátíðir í Fjallabyggð

Málsnúmer 1602031Vakta málsnúmer

Vísað til nefndar
Lagt fram minnisblað formanns markaðs- og menningarnefndar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála um hátíðir í Fjallabyggð. Nefndin leggur til við bæjarráð að hátíðir verði styrktar sem hér segir:
Berjadagar: 500.000 kr.
Blúshátíð: 600.000 kr.
Síldarævintýri: 2.750.000 kr.
Sjómannadagshátíð: 200.000 kr. til viðbótar við áður úthlutaðann styrk að upphæð 600.000 kr.
Þjóðlagahátíð: 800.000 kr.
Nefndin setur fyrirvara á úthlutun til Síldarævintýrisins vegna stöðu mála og ekki hafi enn tekist að manna nýja stjórn.

5.Veitingasala í Tjarnarborg

Málsnúmer 1601039Vakta málsnúmer

Vísað til nefndar
Á fundi Markaðs- og menningarnefndar þann 14. janúar sl. var samþykkt að auglýsa eftir áhugasömum aðilum sem vildu taka að sér að sjá um veitingasölu í Menningarhúsinu Tjarnarborg þar sem samningur við Veitingahúsið Höllina er að renna út. Auglýst var í Tunnunni og barst ein umsókn frá Veitingahúsinu Höllinni sem lýsti yfir áhuga á því að halda áfram að þjónusta menningarhúsið með veitingasölu. Markaðs- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að samningurinn við Veitingahúsið Höllina um veitingasölu í Menningarhúsinu Tjarnarborg verði endurskoðaður og endurnýjaður.

6.Rekstraryfirlit desember 2015

Málsnúmer 1602013Vakta málsnúmer

Lagt fram
Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - desember. Menningarmál: Rauntölur, 71.433.444 kr. Áætlun, 70.535.000 kr. Mismunur; -898.444 kr. Markaðs- og ferðamál: Rauntölur, 17.054.320 kr. Áætlun 20.540.000 kr. Mismunur; 3.485.680 kr.

Fundi slitið.