Ungmennaráð Fjallabyggðar - 12. fundur - 10. febrúar 2016

Málsnúmer 1602002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 128. fundur - 09.03.2016

  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 12. fundur - 10. febrúar 2016 UMFÍ stendur fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði á Selfossi 16. - 18. mars nk. Yfirskrift hátíðarinnar er "Niður með grímuna - geðheilbrigði ungmenna á Íslandi." Áætluð þátttaka er tveir frá hverju sveitarfélagi auk starfsmanns. Ungmennaráð óskar eftir því við bæjarráð að fá að senda tvo fulltrúa á ráðstefnuna. Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar ungmennaráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Ungmennaráð Fjallabyggðar - 12. fundur - 10. febrúar 2016 Í tengslum við umræðu um framtíðarhúsnæði Neon var framkvæmd könnun á meðal nemenda í 8. - 10. bekk. þar sem spurt var út i húsnæðismál og skipulag starfseminnar í félagsmiðstöðinni. Svarhlutfall var 80,8%. Tæp 57% nemenda segja það skipta máli að félagsmiðstöðin sé bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði. Rúm 64% sækja félagsmiðstöðina nokkrum sinnu í viku á meðan rúm 5% segjast aldrei taka þátt í starfi Neon. 77,5% nemenda segja að ungmenni ráði miklu eða mjög miklu um starfsemi Neon. Einnig var spurt út í samgöngur á milli byggðarkjarna. Rúm 80% ungmenna telja að það megi vera fleiri rútuferðir á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.

    Ungmennaráð leggur til við bæjarráð að fundin verði framtíðarlausn á húsnæðismálum félagsmiðstöðvarinnar þannig að hægt sé að starfrækja hana í báðum byggðarkjörnum. Ungmennaráð óskar eftir að fá að koma á fund bæjarráðs til að ræða um framtíðaráform á húsnæðismálum félagsmiðstöðvarinnar auk þess að ræða starfsemi ungmennaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 12. fundar ungmennaráðs staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.