Starfshópur um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga MTR - 2. fundur - 10. febrúar 2016

Málsnúmer 1602005F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 128. fundur - 09.03.2016

  • .1 1601094 Nýbygging við Menntaskólann á Tröllaskaga
    Starfshópur um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga MTR - 2. fundur - 10. febrúar 2016 Á síðasta fundi vinnuhópsins var skólameistara MTR falið að koma með hugmyndir stjórnenda skólans að nýtingu, út frá þarfagreiningu innan skólans.

    Lára skólameistari lagði fram og gerði grein fyrir þarfagreiningu sem búið er að vinna innan skólans. Í þarfagreiningunni er samantekt á hvað viðbygging við skólann þyrfti að innihalda, þ.e. matsalur og móttökueldhús, félagsaðstaða fyrir nemendur, salur með sviði, kaffiaðstaða fyrir starfsmenn, geymslur fyrir útivistarbúnað og aðstaða til viðhalds á útivistarbúnaði.

    Vinnuhópurinn felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að hefja viðræður við AVH arkitekta og verkfræðistofu um vinnu við þarfagreiningu og forhönnun á viðbyggingu skólann.

    Næsti fundur verður haldinn eftir 2-3 vikur.
    Bókun fundar Til máls tók Sólrún Júlíusdóttir.
    Afgreiðsla 2. fundar starfshóps um málefni MTR staðfest á 128. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.