Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 20. fundur - 31. maí 2014

Málsnúmer 1406011F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 104. fundur - 03.07.2014

Forseti bæjarstjórnar, Magnús Jónasson gerði grein fyrir fundargerð.
 • .1 1406025 Hefðbundin viðvera yfirkjörstjórna vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 31. maí 2014
  Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 20. fundur - 31. maí 2014
  Kosið var í tveimur kjördeildum, kjördeild I í Ráðhúsinu á Siglufirði  og í kjördeild II í Menntaskólanum Tröllaskaga í Ólafsfirði.
  Kosning hófst í báðum kjördeildum kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00. Skipt var um kassa í báðum kjördeildum síðdegis og hófst flokkum og talning þeirra atkvæða fyrir luktum dyrum kl. 21:30. Viðstaddir þá talningu voru Ámundi Gunnarsson og Magnús Eiríksson frá yfirkjörstjórn auk umboðsmanna lista, Unnars Más Péturssonar frá D lista, Sigurðar Friðfinns Haukssonar frá S lista, Rögnvalds Ingólfssonar, einnig frá S lista og Gunnlaugs Stefáns Guðleifssonar frá F lista. Í Ólafsfjarðarkassa voru 260 atkvæði og í Siglufjarðarkassa 450, samtals 710 atkvæði.
  Talningu þessara atkvæða var lokið kl. 22:15. Þær tölur voru þó ekki tilkynntar opinberlega fyrr en um 23:00 þegar loks náðist í Rúv, sem ekki hafði haft samband að fyrra bragði eins og ráðgert var.
  Seinni kassar frá kjördeildum komu milli kl. 23:00 og 24:00 og gekk flokkun og talning vel. Lokatölur lágu fyrir kl. 00:40 og frágangi var lokið kl. 00:50.
  Kjósendur á kjörskrá og greidd atkvæði:

                                                 karlar     konur        alls
  kjósendur á kjörskrá               813        798           1611
  atkvæði greidd á kjörfundi     585         571          1156
  utankjörfundaratkvæði           109         103             212
  alls greidd atkvæði                 694         674           1368
  auðir seðlar                                                                34
  ógildir                                                                          9

  Gild atkvæði féllu þannig:
                                                 atkvæði   hlutfall í % kjörnir fulltrúar
  B listi Framsóknarmanna        213         16,08          1
  D listi Sjálfstæðisflokks         389          29,36         2
  F listi Fjallabyggðarlistans     382          28,83         2
  S listi Jafnaðarmanna              341          25,74         2
                    gild atkvæði alls 1325 
   
  Breytingar og útstrikanir á seðlum voru eftirfarandi:

  Hjá B-lista voru 26 seðlar breyttir:
  24 strikuðu út nafn 1. manns, Sólrúnar Júlísdóttur
  2 strikuðu út nafn 2. manns, Jóns Valgeirs Baldurssonar
  6 strikuðu út nafn 3. manns, Ólafs Guðmundar Guðbrandssonar
  2 strikuðu út nafn 5. manns, Hafeyjar Bjargar Pétursdóttur
  1 strikaði út nafn 8. manns, Kristófers Þórs Jóhannssonar
  auk þess breyttu þrír sætaskipan á seðli án útstrikana.

  Hjá D-lista voru 26 seðlar breyttir:
  6 strikuðu út nafn 1. manns, Sigríðar Guðrúnar Hauksdóttur
  11 strikuðu út nafn 2. manns, Helgu Helgadóttur
  2 strikuðu út nafn 3. manns, Ásgeirs Loga Ásgeirssonar
  1 strikaði út nafn 4. manns, Brynju Ingunnar Hafsteinsdóttur
  2 strikuðu út nafn 7. manns, Hjördísar Hönnu Hjörleifsdóttur
  2 strikuðu út nafn 9. manns, Sæunnar Gunnar Pálmadóttur
  auk þessa breyttu 5 kjósendur númeraröð frambjóðenda.

  Hjá F-lista voru 4 seðlar breyttir:
  1 strikaði út nafn 2. manns, Kristins Kristjánssonar
  1 strikaði út nafn 10. manns, Harðar Júlíussonar
  auk þess breyttu 2 kjósendur númeraröð frambjóðenda

  Hjá S-lista Jafnaðarmanna vor 2 breyttir seðlar:
  2 strikuðu út nafn 2. manns, Kristjönu R. Sveinsdóttur.

  Útstrikanir og breytingar höfðu ekki áhrif á sætaskipan í sveitarstjórn og eru kjörnir aðal- og varamenn eftiraldir:

  Aðalmenn:
  sæti nafn                                            listi atkvæði í sæti
  1     Sigríður Guðrún Hauksdóttir      D    389
  2     Magnús Jónasson                        F    382
  3     Steinunn María Sveinsdóttir       S     341
  4     Sólrún Júlíusdóttir                      B    213
  5     Helga Helgadóttir                       D    194,5
  6     Kristinn Kristjánsson                  F     191
  7     Kristjana R. Sveinsdóttir            S     170,5

  Varamenn:
  sæti nafn                                            listi atkvæði í sæti
  1    Ásgeir Logi Ásgeirsson               D    129,67
  2    Ríkharður Hólm Sigurðsson         F    127,33
  3    Hilmar Elefsen                             S    113,67
  4    Jón Valgeir Baldursson                B    106,50
  5    Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir       D    97,50
  6    Anna Þórisdóttir                           F     95,50
  7    Nanna Árnadóttir                          S     85,25
  Vinna við talningu og afstemmingu gekk mjög vel og eiga allir sem að komu, kjörstjórnarmenn og umboðsmenn lista, heiður skilið fyrir sína vinnu á kjördag.
  Formenn undirkjörstjórna, Þorvaldur Hreinsson og Pétur Garðarsson voru fengnir til að fylla út skýrslur til Hagstofu varðandi kjörsókn eftir fæðingarárum. Verður það gert á mánudag og unnið upp úr kjörskrám.
  Formaður yfirkjörstjórnar mun sjá um almenna skýrslugerð til Hagstofu og annarra aðila.
  Bókun fundar
  Afgreiðsla 20. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.