Bæjarráð Fjallabyggðar - 345. fundur - 1. júlí 2014

Málsnúmer 1406014F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 104. fundur - 03.07.2014

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 345. fundur - 1. júlí 2014
  Jóhann Helgason Vesturgötu 14 Ólafsfirði skrifar bæjarráði bréf dags. 23. júní 2014. Jóhann leggur í bréfi sínu áherslu á fegrun bæjarfélagsins og bendir á það sem betur má fara og nefnir sérstaklega fyrirtæki í sveitarfélaginu, ruslsöfnun þeirra og skort á almennu viðhaldi. Jóhann hvetur einnig bæjarfélagið til átaka er varðar sínar eignir.
  Meirihluti bæjarráðs hefur nú þegar falið tæknideild Fjallabyggðar að gera heildarúttekt á eignum bæjarfélagsins með það í huga að fegra umhverfi og stofnanir bæjarfélagsins.
  Meirihluti bæjarráðs felur bæjarstjóra að boða Jóhann á sinn fund og taka saman þær ábendingar og áherslur sem bréfritari vildi sjá í umhverfi bæjarfélagsins.
  Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að senda áskorun til fyrirtækja og boða til funda fyrir gerð fjárhagsáætlunar í haust um átak í umhverfismálum í bæjarfélaginu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 345. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 345. fundur - 1. júlí 2014
  Lagt fram bréf frá Vegagerðinni dags. 23. júní 2014, þar sem tekið er undir sjónarmið þeirra landeigenda sem eiga hluta af Siglunesi, um að veruleg hætta sé á að skemma verði fyrir skemmdum vegna ágangs sjávar. Þar er lagt til að brugðist verði við og sjávarvörn sett upp við skemmuna á 35 m. kafla. Einnig er vísað í skýrslu SÍ frá 2009.
  Áætlaður kostnaður er um 3,9 m.kr. og er hlutur ríkisins 7/8 og landeigenda/sveitarfélagsins 1/8.
  Í bréfinu kemur fram að Vegagerðin mun leggja til við Innanríkisráðuneytið skv. 9. gr. laga um sjóvarnir 1997/28 að heimila þegar í stað framkvæmdir við gerð sjóvarna fyrir framan skemmuna.
  Bæjarráð telur eðlilegt að landið sé varið og mun skoða aðstæður á næstu dögum.  Ljóst er að ekki er gert ráð fyrir framlagi á fjárhagsáætlun bæjarfélagsins á þessu ári og ekki liggur fyrir samþykki Innanríkisráðuneytis fyrir framkvæmdinni.
  Bæjarráð leggur áherslu á ábendingar frá Skipulagsstofnun, sjá bréf dags. 25. mars 2014, en þar segir m.a. að áform um efnistöku á landi landeigenda kallar á breytingu á aðalskipulagi.
  Bæjarráð áréttar einnig að uppfylla þurfi ábendingar skipulags- og umhverfisnefndar, sjá bókun í fundargerð frá 7. september 2011, áður en framkvæmdarleyfi verði gefið út.
  Tæknideild Fjallabyggðar er falið að gera umræddar breytingar á aðalskipulagi, komi til þess að ráðuneytið samþykki fjármagn til framkvæmdarinnar.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að rita öllum landeigendum bréf er varðar framkomið erindi.
  Verði af framkvæmdinni á árinu 2014 mun bæjarráð vísa hlutdeild bæjarfélagsins kr. 487.500.- til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
  Bókun fundar Afgreiðsla 345. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 345. fundur - 1. júlí 2014
  Helgi Jóhannson sendi bæjarráði bréf dags. 3. apríl s.l.
  Þann  29. apríl var samþykkt í bæjarráði að auglýsa Kirkjuveg 4 í Ólafsfirði til sölu. Engin tilboð hafa borist í umrædda eign.
  Bæjarráð ákvað á fundi sínum í apríl að taka málið aftur fyrir til endurskoðunar eftir þrjá mánuði.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort húsafriðunarnefnd hefur áhuga á varðveislu hússins og þar með aðkomu að verkefninu.
  Bókun fundar Afgreiðsla 345. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • .4 1405032 Trúnaðarmál
  Bæjarráð Fjallabyggðar - 345. fundur - 1. júlí 2014
  Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
  Bókun fundar Afgreiðsla 345. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 345. fundur - 1. júlí 2014
  Lagt fram bréf frá Innanríkisráðuneytinu dags. 18. júní 2014.
  Ný sveitarstjórnarlög nr, 138/2011 voru þar til umræðu og er vísað sérstaklega í ákvæði 64.gr. um fjárhagsleg viðmið.
  Einnig er farið yfir 62. gr. og 63. gr., en þar er vikið að fjárhagsáætlunum og mikilvægi þess að um bindandi ákvörðun sé að ræða. Óheimilt er að víkja frá áætlun nema búið sé að samþykkja með formlegum hætti viðauka við áætlun ársins. Með bréfinu er að finna leiðbeinandi framsetningu um yfirlit viðauka fyrir rekstur og fjárfestingu.
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 345. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 345. fundur - 1. júlí 2014
  Lögð fram tillaga að 4. viðauka við fjárhagsáætlun.

  Í tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir útgjaldabreytingu á rekstri fyrir árið 2014, að upphæð 5.786.000.

  Gert er ráð fyrir aukinni rekstrarfjárhæð í tengslum við sandmokstur úr Ólafsfjarðarvatni, íþróttastyrki og nefndarlaun. Einnig tilfærsla á framkvæmdaliðum vegna kaupa á Námuvegi 11 í Ólafsfirði og frágangi við stoppustöð í Ólafsfirði.
  Rekstrarniðurstaða verður því jákvæð um 87.287.000 í stað 93.073.000.
  Breyting samkvæmt tillögu er fjármögnuð með eigin fé.

  Bæjarráð samþykkir að vísa til bæjarstjórnar viðauka 4. við áætlun 2014 með 3 atkvæðum.
  Helga Helgadóttir undanskilur samþykki fyrir fjárveitingu til atvinnumálanefndar og vísar til bókunar S. Guðrúnar Hauksdóttur frá síðasta fundi bæjarráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 345. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 345. fundur - 1. júlí 2014
  Fundargerð fulltrúaráðs Eyþings frá 8. apríl og fundargerðir stjórnarfunda Eyþings frá 252. fundi frá 2. apríl, 253. fundi frá 8. apríl, 254. fundi frá 23. maí, 255. fundi frá 18. júní
  Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 345. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 345. fundur - 1. júlí 2014
  Lagt fram bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu dags. 18 júní sl. Þar kemur fram að búið er að staðfesta samþykkt um afgreiðslu byggingarnefndar Fjallabyggðar á grundvelli heimildar í 1. mgr. 7.gr. laga nr 160/2010.
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 345. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 345. fundur - 1. júlí 2014
  Lögð fram tillaga að bréfi bæjarstjóra til Isavia í framhaldi af fundi sem fór fram í Reykjavík 26. júní 2014.
  Bæjarráð samþykkir drögin með áorðnum breytingum.
  Bókun fundar Afgreiðsla 345. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 345. fundur - 1. júlí 2014
  Á fund bæjarráðs kom Einar Stefánsson verkfræðingar VSÓ ásamt Fjólu Jóhannesdóttur til að ræða um fráveitumál í Fjallabyggð, en hann hefur séð um hönnun á fráveitu Siglufjarðar síðustu árin og hefur verið falið að gera tillögur um aðgerðir í fráveitu á Ólafsfirði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 345. fundar bæjarráðs staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.