Umboð til sitjandi bæjarstjóra

Málsnúmer 1406012

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 103. fundur - 18.06.2014

Eftirfarandi tillaga var samþykkt með 7 atkvæðum. "Bæjarstjórn felur Sigurði Val Ásbjarnarsyni bæjarstjóra að annast framkvæmd ákvarðana bæjarstjórnar og sinna öðrum verkefnum sveitarfélagsins þar til annað verður ákveðið og vísast hér til samþykkta Fjallabyggðar sjá VII. kafla og er vísað í grein 47. og 48. Sigurður Valur tilkynnti um áramót að hann hygðist láta af störfum bæjarstjóra að loknum kosningum. Hans launamál verða óbreytt og verða starfslok hans í samræmi við áður gerðan samning."

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 104. fundur - 03.07.2014

Forseti lagði fram tillögu F-lista og S-lista um að Sigurður Valur
Ásbjarnarson verði ráðinn til að gegna áfram stöðu bæjarstjóra Fjallabyggðar á kjörtímabilinu 2014 - 2018.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

Því næst lagði forseti fram tillögu meirihlutans um að fela forseta bæjarstjórnar að undirrita ráðningarsamning við Sigurð Val Ásbjarnarson fyrir hönd Fjallabyggðar.
Ráðningarsamningur verði lagður fram á fundi bæjarráðs 8. júlí 2014.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

Forseti bæjarstjórnar lagði einnig fram tillögu um endurnýjað prókúruumboð til bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála til næstu fjögurra ára.
Tillagan er samþykkt samhljóða.