Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 19. fundur - 27. maí 2014

Málsnúmer 1406010F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 104. fundur - 03.07.2014

Forseti bæjarstjórnar, Magnús Jónasson gerði grein fyrir fundargerð.
 • .1 1406023 Talning prentaðra kjörseðla og útdeiling þeirra niður á kjördeildir
  Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 19. fundur - 27. maí 2014
  Prentaðir kjörseðlar reyndust vera 1659 stk. Var þeim deilt niður í kjördeildir þannig:
    -   Í kjördeild I á Siglufirði fóru 1000 kjörseðlar, en þar eur 975 á kjörskrá
    -   Í kjördeild II í Ólafsfirði fóru 650 kjörseðlar, en þar eru 636 á kjörskrá.

  Kjörseðlarnir voru settir í kassa og þeir innsiglaðir. Af gengu 9 seðlar sem var eytt. Kjörgögn voru sett í geymslu í Ráðhúsi þar sem formenn undirkjörstjórna nálgast þau.
  Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
 • .2 1406024 Framkvæmd á kjördag
  Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 19. fundur - 27. maí 2014
  Kosið verður á sömu stöðum og áður, þ.e. í Ráðhúsinu á Siglufirði og í Menntaskólanum í Ólafsfirði, sbr. auglýsingu sem yfirkjörstjórn birtir í Tunnunni 28. maí. Skipt verður um kassa um miðjan dag. Flokkun atkvæða hefst kl. 21:30 á kjördag. Talið verður í Ráðhúsinu á Siglufirði. Talning verður í höndum kjörstjórna og verður ekki ráðið sérstakt fólk til að telja. Umboðsmenn framboða mega vera viðstaddir talningu svo og aðrir sem þess óska.

  Aðsetur yfirkjörstjórnar á kjördag verður í Ráðhúsinu á Siglufirði.
  Bókun fundar Afgreiðsla 19. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.