Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 18. fundur - 11. maí 2014

Málsnúmer 1406009F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 104. fundur - 03.07.2014

Forseti bæjarstjórnar, Magnús Jónasson gerði grein fyrir fundargerð.
 • .1 1406022 Að úrskurða um framboð og úthluta listabókstöfum
  Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 18. fundur - 11. maí 2014
  Fyrir liggja fjögur framboð frá eftirtöldum:
    -   Framsóknarflokknum í Fjallabyggð, sem fer fram á að hafa listabókstafinn B.
    -   Jafnaðarmönnum í Fjallabyggð, sem fara fram á að hafa listabókstafinn S.
    -   Fjallabyggðarlistanum sem fer fram á að hafa listabókstafinn F og
    -   Sjálfsstæðisflokknum sem fer fram á að fá listabókstafinn D.

  Samþykktir voru þeir listabókstafir sem framboðin fóru fram á, enda þeir í samræmi við skrá Innanríkisráðuneytis frá 13. mars 2014 um listabókstafi.

  Meðmælendalistar voru yfirfarnir. Við samanburð kom í ljós að 4 aðilar höfðu mælt með tveimur listum og voru nöfn þeirra felld út af meðmælendalistunum. Þrátt fyrri niðurfellingu þessara nafna voru nógu margir meðmælendur  með öllum framboðum og voru þau öll úrskurðuð gild.
  Bókun fundar Afgreiðsla 18. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 104. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.