Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26. nóvember 2013

Málsnúmer 1311011F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 95. fundur - 12.12.2013

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26. nóvember 2013
    Undir þessum lið sat forseti bæjarstjórnar Ingvar Erlingsson fund bæjarráðs.
    Farið var yfir athugasemdir og ábendingar sem fram hafa komið eftir fyrri umræðu fjárhagsáætlunar.
    Búið er að breyta uppsetningu fjárhagsáætlunar á þann veg að þjónustumiðstöð er orðin sjálfstæð A-hluta stofnun og ekki lengur hluti af veitustofnun.
    Við umfjöllun um gjaldskrár samþykkir bæjarráð að endurskoða áformaðar breytingar á þjónustugjaldskrám sem liggja fyrir í drögum að fjárhagsáætlun 2014.
    Með þessari ákvörðun vill bæjarráð leggja sitt af mörkum til að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt komandi kjarasamninga.
    Samþykkt samhljóða.

    Í tengslum við bókun hafnarstjórnar 4. nóvember s.l. um starfsmannahald, lagði Egill Rögnvaldsson fram tillögu um að hætt verði við að fækka hafnarvörðum.
    Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að fela hafnarstjóra að gera tillögu til bæjarráðs um breytt vinnufyrirkomulag með tilliti til þjónustu hafnarinnar.
    Ólafur H. Marteinsson sat hjá.
    Bókun fundar Afgreiðsla 324. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .2 1311056 Styrkumsókn
    Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26. nóvember 2013
    Samstarf Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hálparstarfs kirkjunnar, Hjápræðishersins á Akureyri og Rauðakrossins við Eyjafjörð óska þess í erindi sínu dagsettu 25. október 2013, að sveitarfélagið styrki söfnun þá sem þau standa fyrir nú um jólin.
    Bæjarráð hafnar erindinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 324. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26. nóvember 2013
    Ólæti, tónlistar og menningarhátíð sendir inn styrkumsókn dagsetta 19. nóvember 2013 vegna næsta árs og óskar þess að hún sé tekin til umfjöllunar þó seint sé fram komin. Sótt er um eina milljón í framlag.
    Bæjarráð samþykkir að veita hátíðinni framlag að upphæð 100 þúsund kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 324. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26. nóvember 2013
    Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagáætlun 2013.

    Ráðhús 3ja hæð breytingar vegna starfsaðstöðu.
    Bókasafn - tilfærsla milli fjárhagsliða og ósk um aukið safnaefnisframlag.
     
    Bæjarráð samþykkir framkomna tillögu og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.
    Bókun fundar Afgreiðsla 324. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26. nóvember 2013
    Niðurstaða bæjarráðs er skráð sem trúnaðarmál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 324. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26. nóvember 2013
    Tekið fyrir samrit af bréfi Vegagerðarinnar til slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, dagsett 8. nóvember 2013, þar sem fram kemur að um þessar mundir er verið að hefja vinnu við eftirfarandi endurbætur á Múlagöngum:
    Bæta veglýsingu í göngunum, bæði við enda og inni í göngum.
    Setja upp neyðarstöðvar í hverju útskoti með neyðarsíma og tveimur slökkvitækjum en útskotin eru með 160 m bili.
    Koma á fjarskiptasambandi með TETRA og GSM með uppsetningu endurvarpa og loftneta.
    Setja upp lokunar og stjórnbúnað utan ganga, lokunarslá, blikkljós og neyðarstjórnskáp.
    Setja upp mengunarmæla CO og NO2, hita- og rakamælar, auk trekkmælis.

    Ekki er gert ráð fyrir að koma upp útvarpssambandi, né endurbótum á vatnsklæðningu.

    Vegagerðin leggur til að stofnaður verði vinnuhópur, sem geri áhættugreiningu og endurskoði viðbragðsáætlun.
    Bæjarráð samþykkir að fulltrúi Fjallabyggðar verði slökkviliðsstjóri.
    Bókun fundar Afgreiðsla 324. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26. nóvember 2013
    Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélga dagsett 18. nóvember 2013, þar sem farið er yfir þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 15. nóvember 2013 og helstu breytingar sem hafa orðið frá spá stofnunarinnar í júní s.l.
    Bókun fundar Afgreiðsla 324. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26. nóvember 2013

    Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dagsett 18. nóvember 2013, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um sveitastjórnarlög (eignarhlutir í orkufyrirtækjum), 152. mál.

    Bókun fundar Afgreiðsla 324. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26. nóvember 2013

    Lagt fram til kynningar erindi frá Velferðarnefnd Alþingis, dagsett 19. nóvember 2013, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um lífsýnasöfn (söfn heilbrigðisupplýsinga og leitargrunnar), 160. mál.

    Bókun fundar Afgreiðsla 324. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26. nóvember 2013
    Lögð fram til kynningar samrit bréfa Vegagerðarinnar til hlutaðeigandi um fyrirhugaða niðurfellingu af vegaskrá, annars vegar Kvíabekksvegs nr. 8017-01 og hins vegar Kleifarvegar nr 803-01, þar sem ekki sé föst búseta lengur fyrir hendi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 324. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26. nóvember 2013
    Lagðar fram upplýsingar um lækkun á breytilegum útlánavöxtum Lánasjóðsins í 2,75% úr 3,20% frá og með 1. janúar 2014.
    Breytingin hefur ekki áhrif á fjármögnun Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 324. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26. nóvember 2013

    Lagt fram til kynningar fundarboð aukaþings Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem haldið verður 5. desember n.k. á Sauðárkróki. Á aukaþinginu verður lögð fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 vegna reksturs málefna fatlaðs fólks fyrir árið 2014 á starfssvæði SSNV, Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar.
    Á aukaþinginu verður jafnframt gerð grein fyrir störfum starfshóps, stjórnar og þjónustuhóps varðandi tillögur um breytingar á rekstrarformi og samstarfssamningi, þar sem horft er til stofnunar nýs byggðasamlags um málaflokkinn með beinni þátttöku allra sveitarfélaga sem koma að rekstrinum.
    Undir þessum dagskrárlið kom Ingvar Erlingsson fulltrúi Fjallabyggðar í stjórn Byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra og upplýsti bæjarráð um stöðu mála.
    Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að sækja aukaþingið.

    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 324. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 324. fundur - 26. nóvember 2013


    Fundargerð stjórnar Eyþings frá 13. nóvember 2013 lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 324. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.