Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 3. fundur - 27. nóvember 2013

Málsnúmer 1311012F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 95. fundur - 12.12.2013

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 3. fundur - 27. nóvember 2013
    1.Farið yfir tillögu til fyrri umræðu bæjarstjórnar, sem vísað var til bæjarráðs milli funda bæjarstjórnar.
    Bæjarráð hefur fjallað um þær styrkumsóknir sem bárust eftir að umsóknarfrestur rann út.
    2. Ábendingar og athugasemdir frá forstöðumönnum/deildarstjórum.
    Fostöðumaður bóka- og héraðsskjalasafn sendi inn ábendingar og var farið yfir þær.
    3. Gjaldskrár.
    Bæjarráð ákvað á fundi sínum 26. nóvember 2013 að endurskoða áformaðar breytingar á þjónustugjaldskrám sem liggja fyrir í drögum að fjárhagsáætlun 2014.
    Markaðs- og menningarnefnd samþykkir að vísa tillögu að gjaldskrá fyrir bókasafn og menningarhúsið Tjarnarborg til bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 3. fundur - 27. nóvember 2013
    Farið yfir reglur og þær uppfærðar.
    Breyttar reglur um tilnefningu bæjarlistamanns Fjallabyggðar samþykktar samhljóða og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Umræða var í nefndinni um að breyta fyrirkomulagi útnefningar á þann veg að árið 2015 verði veitt viðurkenning fyrir störf að menningarmálum í stað þess að útnefna bæjarlistamann.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 3. fundur - 27. nóvember 2013
    Kynnt afgreiðsla bæjarráðs frá 19. nóvember á erindi Landskerfa bókasafna hf. er varðar samstarfssamning við TEL (The European LIbrary) um að íslensk bókfræðigögn í Gegni verði gerð aðgengileg með ákveðnum leyfisskilmálum, enda geti það talist eðlilegur þáttur af alþjóðlegu samstarfi safna og liður í að koma íslensku menningarefni á framfæri erlendis.
    Farið er fram á við sveitarstjórn Fjallabyggðar, sem eins af hluthöfum, hvort gerðar séu athugasemdir við ákvörðun stjórnar Landskerfisbókasafna hf. er þetta varðar.
    Bæjarráð Fjallabyggðar gerði ekki athugasemdir við ákvörðun stjórnar Landskerfa bókasafna hf.
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar markaðs- og menningarnefndar staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.