Bæjarráð Fjallabyggðar - 326. fundur - 10. desember 2013

Málsnúmer 1312003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 95. fundur - 12.12.2013

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 326. fundur - 10. desember 2013
    Lögð fram millikeyrsla á fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 - 2017.
    Þar kemur fram að búið er að setja inn ábendingar og tillögur frá síðustu tveimur fundum bæjarráðs.
    Fram komu neðantaldar ábendingar um lagfæringar fyrir lokakeyrslu.
    1. Athuga þarf íbúatölu Fjallabyggðar fyrsta desember.
    2. Athuga þarf betur hækkun á lífeyrisskuldbindingum frá útkomuspá, miða skal við 2.5% verðb.markmið og 2% lífaldurshækkun í stað 10%.
    3. Fara þarf yfir launabreytingar er varðar heildarlaun hafnarvarða. Gera skal ráð fyrir þremur störfum í áætlun. Fram kom að bæjarfulltrúar leggja áherslu á að hugmyndir hafnarstjóra verði tilbúnar fyrir 1.febrúar 2014.
    4. Lögð er áhersla á að skoða beri rekstrarkostnað á Grunnskóla Fjallabyggðar fyrir árin 2015 - 2017 sérstaklega.
    Bæjarráð samþykkir með ofanrituðum áherslum að vísa fjárhagsáætlun til síðari umræðu fimmtudaginn 12.12.2013.
    Bókun fundar Afgreiðsla 326. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 326. fundur - 10. desember 2013
    Lagt fram undirritað kauptilboð í umrædda eign.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna hvort núverandi leigjandi vilji ganga inn í kauptilboðið að öðrum kosti verði tilboðinu tekið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 326. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 326. fundur - 10. desember 2013
    Á fundinn komu Eiríkur Haukur Hauksson og Hólmgrímur Bjarnarson endurskoðandi. Voru þeir boðnir velkomnir á fund bæjarráðs af formanni.
    Á síðasta fundi var lagt fram bréf stjórnar frá 22. nóvember. Þar kemur fram að lagt sé til að þjónustugjald verði óbreytt frá fyrra ári, fyrir árið 2014. Gjaldið hefur verið innheimt fyrir hvern íbúa á Ólafsfirði.
    Fram kom að erindi þeirra var tvíþætt.
    1. Endurskipulagning á rekstri rekstri Flokkunar að upphæð kr. 1.6 m.kr af 50 m.kr. hlutafjáraukningu. Þetta framlag er í samræmi við hlutafjáreign bæjarfélagsins.
    2. Hækkun á þjónustugjaldi þar sem ekki hefur verið gert ráð fyrir heildaríbúatölu bæjarfélagsins.  Um er að ræða hækkun sem nemur íbúatölu Siglufjarðar og er sá hlutur um 1.0 m.kr.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að aukning hlutafjár verði samþykkt til að endurskipulagningin nái fram að ganga.

    Bæjarráð leggur áherslu á að full samstaða náist um hlutafjáraukningu hjá núverandi hluthöfum.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að setja umræddar fjárhæðir inn í áætlun ársins.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 326. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 326. fundur - 10. desember 2013
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 326. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 326. fundur - 10. desember 2013
    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 326. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 326. fundur - 10. desember 2013
    Lagt fram mánaðarlegt launayfirlit fyrir janúar til nóvember. Niðurstaðan fyrir heildina er 776 m.kr. sem er um 96,7% af áætlun tímabilsins sem var 802 m.kr. Þó eru deildir sem eru yfir áætlun tímabilsins samtals um 4.5 m.kr. á móti öðrum deildum sem eru undir áætlun, samtals um 30.5 m.kr. Nettóstaðan er því um 26.1 m.kr.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 326. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 326. fundur - 10. desember 2013
    Fundargerð frá 29. nóvember sl. lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 326. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.