Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013

Málsnúmer 1312002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 95. fundur - 12.12.2013

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013
    Fjórir aðilar hafa svarað bréfi og fyrirspurnum bæjarráðs frá 13. nóvember s.l er varða samstarf fiskverkenda og útgerðaraðila á vinnslu byggðarkvóta á síðasta fiskveiðiári.
    Þessir aðilar eru;
    1. Knollur ehf.
    2. Útgerðarfélagið Nesið ehf.
    3. Siglunes ehf.
    4. Hafblik ehf.
     
    Lagt fram til kynningar.
     
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 325. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013
    Lögð fram gögn er varðar aukaþing SSNV, til kynningar. Forseti bæjarstjórnar sat fundinn og fór hann yfir þau mál sem þar voru til umræðu en fundurinn var haldinn í gær fimmtudag.
    Á þeim fundi var ákveðið að stofna nýtt byggðasamlag í janúar.
    Samþykkt var á fundinum að skipa undirbúningsstjórn til að ljúka við undirbúning fyrir umræddan stofnfund. Ingvar Erlingsson situr í stjórninni fyrir hönd Fjallabyggðar.
    Drög að samþykktum byggðasamlagsins verða til afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013
    Lagt fram bréf frá Smábátafélaginu Skalla dags. 26.11.2013, undirritað af formanni félagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013
    Innanríkisráðuneytið hefur sent tilkynningu til allra sveitarfélaga þar sem athygli er vakin á því að í undirbúningi eru breytingar á lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Breytingarnar eru í samræmi við viðauka sem gerður hefur verið við samkomulag ríkis og sveitarfélaga frá 23. nóvember 2010 um tilfærslu þjónustu við fatlaða.
     
    Leyfilegt hámarksútsvar af tekjum manna á árinu 2014 mun hækka um 0,04%, úr 14,48% í 14,52%. Gert er ráð fyrir að álagningarhlutfall tekjuskatts lækki um samsvarandi hlutfall, þannig að ekki verði um heildarhækkun tekjuskatts og útsvars að ræða.
    Frestur sveitarstjórna til að ákveða útsvarshlutfall ársins 2014 er framlengdur til 30. desember 2013. Jafnframt er frestur til að tilkynna fjármála- og efnahagsráðuneytinu um þessa ákvörðun sveitarstjórnar framlengdur til sama tíma.
    Í tilkynningunni hvetur ráðuneytið sveitarfélög til að fylgjast með framgangi málsins á Alþingi og verða nánari upplýsingar veittar hjá Innanríkisráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
     
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að útsvar verði óbreytt á árinu 2014 eða 14.48%.
    Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013

    Bæjarráð samþykkir neðanritaðar breytingar á tillögu á fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 - fyrir síðari umræðu.

    1.       Útsvar verði óbreytt þ.e. 14.48%

    2.       Verðbólga miðist við 2.5%

    3.       Launahækkanir miðist við 2.0%

    4.       Lækkun á tekjum frá Jöfnunarsjóði um 7 m.kr.

    5.       Handbært fé taki mið af um 60 m.kr. í áætlun 2014 -2017. Annað er fært í framkvæmdir.

    6.       Veltufé frá rekstri verði um 350 m.kr. á árunum 2016 og 2017.  

    7.       Lífeyris -  skuldbyndingar, meðferð þeirra í reikningum um áramót til skoðunar.  

    8.       Hækkun á gjaldskrá miðast einungis við hækkun á sorphirðugjöldum.

    9.       Lækka þarf framkvæmdarliði um lækkun á framlagi frá Jöfnunarsjóði. Rétt er að miða handbært fé við um 60 m.kr.

    10.    Aðrar breytingar - Skoðast á næsta fundi bæjarráðs - þriðjudag.

    Samþykkt samhljóða.

    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 325. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013
    Borist hefur bréf frá forstjóra HSF dags. 2. desember 2013. Bréfið er svar við fyrirpurn frá bæjarráði frá 4. nóvember s.l. Í bréfinu koma fram skýringar á þeirri ákvörðun um að staðsetja eina sjúkrabílinn í Fjallabyggð á Siglufirði.
    Lagt fram til kynningar.
    Bæjarráð leggur þunga áherslu á að ríkisvaldið tryggi fjármagn og standi við yfirlýsingar um rekstur á tveimur bílum á Ólafsfirði og á Siglufirði. 
     
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Sigurður Hlöðvesson.<BR>Afgreiðsla 325. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013
    Sýslumaðurinn á Siglufirði óskar eftir því að afskrifa eftirstöðvar skulda á fjóra aðila.
    Bæjarráð samþykkir framkomna beiðnir þar sem gerðar hafa verið árangurslausar innheimtuaðgerðir.
    Umræddar afskriftir eftirstöðva eru færðar sem trúnaðarmál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013
    Skotveiðifélag Ólafsfjarðar óskar eftir niðurfellingu á gjaldi vegna stöðuleyfis á gámi kr. 23.000.-.
    Samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur er varðar útgáfu bókar enda um áður gerðan samning að ræða kr. 500 þúsund.
    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tók Guðmundur Gauti Sveinsson.<BR>Afgreiðsla 325. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013
    Lagt fram bréf frá stjórn dags. 22 nóvember sl.
    Fram kemur að stjórn Flokkunar óskar eftir að Fjallabyggð greiði gjald fyrir alla íbúa sveitarfélagsins, en ekki verði miðað við íbúa Ólafsfjarðar eins og gert hefur verið.
    Lagt fram til kynningar - afgreiðslu frestað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013

    Lagt fram bréf úrskurðarnefndar frá 4. desember 2013 en þá var tekið fyrir mál nr. 59/2913, kæra á ákvörðun bæjarstjórnar Fjallabyggðar frá 15. maí 2013 um að samþykkja deiliskipulag grunnskólareits á Þormóðseyri, Siglufirði. Jafnframt er kærð sú ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 19. júní 2013 að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu skólahúsnæðis að Norðurgötu 10, Siglufirði.

    Í úrskurðarorðum umhverfis- og auðlindamála kemur fram að hafnað er kröfu um ógildingu á ákvörðun bæjarstjórnar Fjallabyggðar frá 15. maí 2013 um að samþykkja deiliskipulag grunnskólareits á Þormóðseyri á Siglufirði.

    Hafnað er einnig kröfu um ógildingu ákvörðunar skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 19. júní um að samþykkja umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við skólahúsnæði að Norðurgötu 10, Siglufirði.

    Í framhaldi af niðurstöðu úrskurðarnefndar er bæjarstjóra falið að bjóða verkið út hið fyrsta.

    Lögð er áhersla á að miða útboð við neðanritaðar dagsetningar.

    Auglýsing um útboð verði birt laugardaginn 14. desember.

    Gögn afhent miðvikudaginn 18. desember.

    ÚTBOÐSYFIRLIT

    Kynningarfundur 2. jan. 2014 Sjá nánar kafla 0.1.5 í útboðsgögum

    Fyrirspurnatíma lýkur 6. jan. 2014 Sjá nánar kafla 0.3.2 

    Svarfrestur rennur út 10. jan. 2014 Sjá nánar kafla 0.3.2 

    Opnunartími tilboða 17. jan. 2014 kl: 10.00 Sjá nánar kafla 0.4.5 

    Upphaf framkvæmdatíma við töku tilboðs Sjá nánar kafla 0.1.7 

    Lok framkvæmdatíma 15. ágúst. 2014 Sjá nánar kafla 0.1.7

    Samþykkt af meirihluta bæjarráðs en Sólrún Júlíusdóttir sat hjá.

    Bókun fundar <DIV><DIV>Samþykkt var að taka þennan dagskrárlið sérstaklega fyrir á 95. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013
    Rekstraryfirlit fyrstu tíu mánuðina lagt fram til kynningar.
    Rekstrarniðurstaða er 27 milljónum betri en tímabilsáætlun gerir ráð fyrir. Tekjur eru 5 milljónum lægri, gjöld 27 millj. lægri og fjárm.liðir 5 millj. lægri.
    Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013
    Lagðar fram upplýsingar um umsóknir um starf bæjarverkstjóra frá deildarstjóra tæknideildar.
    14 umsóknir bárust en neðanritaðir aðilar sóttu um starfið.
     
    Þórður Guðmundsson
    Heimir Heimisson
    Ingvar Kr. Hreinsson
    Birgir Ingimarsson
    Sigurjón Pálsson
    Baldur J. Daníelsson
    Ásdís Sigurðardóttir
    Guðmundur Skarphéðinsson
    Ríkharður H. Sigurðsson
    Kristinn Kristjánsson
    Óðinn F. Rögnvaldsson
    Ólafur Baldursson
    Þorkell Einarsson
    Torfi P. Guðmundsson
     
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013
    Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 2. desember lögð fram til kynningar
    Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 325. fundur - 6. desember 2013
    Fundargerð 249. fundar stjórnar Eyþings lögð fram til kynningar. Vakin er athygli á erfiðri stöðu almenningssamgangna á svæði Eyþings.
    Bókun fundar Afgreiðsla 325. fundar bæjarráðs staðfest á 95. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.