Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 128. fundur - 15. janúar 2021

Málsnúmer 2101007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 197. fundur - 10.02.2021

  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 128. fundur - 15. janúar 2021 Með nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um fjöldatakmarkanir sem tók gildi 13. janúar sl. er unnt að taka upp þráðinn með dagskrá félagsstarfs aldraðra og starfsemi dagdvalar eldri borgara. Starfsemin verður að sjálfsögðu innan þeirra takmarkana sem reglugerðin segir til um.
    Þeir sem hyggjast taka þátt í vatnsleikfiminni eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig í síma 464-9250 (Ólafsfjörður) eða 464-9170 (Siglufjörður).
    Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar félagsmálanefnda staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 128. fundur - 15. janúar 2021 Erindi samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar félagsmálanefnda staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 128. fundur - 15. janúar 2021 Stytting vinnuvikunnar tók gildi 1. janúar sl.. Hjá vaktavinnufólki tekur styttingin gildi 1. maí næstkomandi. Innleiðingarferlið hjá starfsmönnum félagsþjónustunnar hefur gengið að óskum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar félagsmálanefnda staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 128. fundur - 15. janúar 2021 Hafin er vinna við uppfærslu húnsæðisáætlunar Fjallabyggðar 2020-2027, sem samþykkt var af bæjarstjórn þann 12. mars 2020. Húsnæðisáætlunin er endurskoðuð árlega með tilliti til breytinga og þróunar sem verði á forsendum á milli ára. Leitað hefur verið til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um uppfærslu á viðeigandi stuðningsgöngum. Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar félagsmálanefnda staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 128. fundur - 15. janúar 2021 Lögð fram til kynningar lokaskýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning, dags. í nóvember 2020. Í skýrslunni leggur HMS til að almennar húsnæðisbætur ríkisins og sérstakur húsnæðisstuðningur sveitarfélaga verði sameinaðar í eitt opinbert stuðningskerfi við leigjendur. Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar félagsmálanefnda staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.
  • Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 128. fundur - 15. janúar 2021 Lögð fram til kynningar drög að frumvarpi til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna er ætlað að stuðla að samvinnu aðila. Þar er fjallað um samþættingu þjónustu margra þjónustukerfa sem starfa með stoð í lögum og veita þjónustu sem skiptir máli fyrir farsæld barns, þ.m.t. menntun, heilbrigðisþjónusta, félagsþjónusta og löggæsla. Bókun fundar Afgreiðsla 128. fundar félagsmálanefnda staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum.