Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021.

Málsnúmer 2101010F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 197. fundur - 10.02.2021

  • .1 2004048 Aflatölur 2020
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Hafnarstjóri lagði fram og kynnti aflatölur fyrir árið 2020 með samanburði við árið 2019. Á Siglufirði hefur verið landað 23.603 tonnum í 1.951 löndunum en á sama tíma í fyrra hafði verið landað 28.830 tonnum í 1.873 löndunum. Á Ólafsfirði hefur verið landað 517 tonnum í 300 löndunum, á sama tímabili í fyrra var landað 389 tonnum í 363 löndunum. Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • .2 2101067 Aflatölur 2021
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Hafnarstjóri lagði fram og kynnti aflatölur til og með 31. janúar með samanburði við fyrra ár. Á Siglufirði hefur verið landað 658 tonnum í 29 löndunum en á sama tíma í fyrra hafði verið landað 480 tonnum í 15 löndunum. Á Ólafsfirði hefur verið landað 3 tonnum í 5 löndunum, á sama tímabili í fyrra var landað 1 tonni í 1 löndun. Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Hafnarstjóri og yfirhafnarvörður fóru yfir málið, endurnýja þarf hluta búnaðar og er áætlaður kostnaður við uppsetningu búnaðar og yfirferð eldri búnaðar kr. 1.000.000,-

    Hafnarstjórn samþykkir að fara í verkefnið og að myndir úr vefmyndavélum verði aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Hafnarstjóri og yfirhafnarvörður fóru yfir málið, leitað hefur verið til siglingasviðs Vegagerðarinnar um ráðgjöf ásamt að rætt hefur verið við þá sem seldu sveitarfélaginu núverandi bryggju.
    Hafnarstjórn felur hafnarstjóra og yfirhafnarverði að vinna málið áfram í samráði við tæknideild.
    Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • .5 2009064 Gjaldskrár 2021
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Hafnarstjóri lagði fyrir fundinn tillögu að breyttri gjaldskrá. Um er að ræða breytingu á 20. grein gjaldskrár. Lagt er til að í stað 1,25 evru farþegagjalds verði gjaldið 175 kr. fyrir árið 2021.

    Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu um breytingu á gjaldskrá.
    Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Farið yfir framkvæmdir og viðhald í Fjallabyggðarhöfnum. Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • .7 2011044 Fundadagatöl 2021
    Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Fram er lagt til kynningar fundadagatal ráða, stjórna og nefnda vegna yfirstandandi árs. Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Hafnarstjóri og deildarstjóri tæknideildar fóru yfir og kynntu niðurstöðu verðkönnunar, tvö tilboð bárust í endurbætur á vigtarhúsi á hafnarvog á Siglufirði, annars vegar frá Berg ehf. að fjárhæð kr. 4.998.855 og hins vegar frá L7 ehf. að fjárhæð kr. 3.249.960. Við yfirferð tilboða kom í ljós villa í samlagningu hjá Berg ehf. og lækkaði tilboð þeirra í 4.973.855. Kostnaðaráætlun tæknideildar er kr. 3.198.000.
    Bæjarráð lagði til á fundi sínum fyrr í dag að gengið yrði til samninga við lægstbjóðanda.
    Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Lagt er fyrir fundinn erindi Brynju Hafsteinsdóttur dags 19. janúar sl.. Í erindinu er óskað upplýsinga um ástæður og forsögu þess að prammi hefur um langa hríð verið til viðgerða á Óskarsbryggju, enn fremur er óskað upplýsinga um hvort eigandi prammans hafi greitt fyrir þá aðstöðu sem hann nýtir, þ.e. hvort greitt hafi verið fyrir stöðuleyfi.

    Hafnarstjórn felur deildarstjóra tæknideildar, í samvinnu við hafnarstjóra, að svara erindinu. Einnig felur hafnarstjórn yfirhafnarverði að skoða fyrirkomulag geymslu lausamuna á hafnarsvæðinu og koma með tillögu að úrbótum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Hafnarstjórn felur yfirhafnarverði að fara yfir og uppfæra viðbragðsáætlanir Fjallabyggðarhafna og skila inn umbeðnum gögnum í samræmi við innsent erindi Umhverfisstofnunar dags. 22.01.2021. Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 118. fundur - 2. febrúar 2021 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 118. fundar hafnarstjórnar staðfest á 197. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum