Bæjarráð Fjallabyggðar

682. fundur 02. febrúar 2021 kl. 08:15 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Framtíðarfyrirkomulag brunavarna

Málsnúmer 2009047Vakta málsnúmer

Í framhaldi af bókun 680. fundar bæjarráðs þar sem bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar var falið að leggja fram tillögu að fyrirkomulagi starfsmannahalds Slökkviliðs Fjallabyggðar.

Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra, dags. 29.01.2020.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að auglýsa starf Slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar laust til umsóknar.

2.Varaafl fyrir Hornbrekku

Málsnúmer 2011007Vakta málsnúmer

Lögð fram vinnuskjöl deildarstjóra tæknideildar dags. 03.11.2020 og 27.01.2021 auk samantektar Raftákns ehf. á útfærslu og kostnaði vegna varaaflsstöðvar í Hornbrekku.

Bæjarráð samþykkir að valin verði leið B og að kostnaði kr. 2.550.000 verði vísað í viðauka nr. 2/2021 við fjárhagsáætlun 2021 sem bókast á málaflokk 75210, lykill 4960 og verður mætt með lækkun á handbæru fé við fjárhagsáætlun 2021 og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Breytingar á vigtarhúsi, verðkönnun

Málsnúmer 2101024Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 28.01.2021 þar sem fram kemur að tvö tilboð bárust í endurbætur á vigtarhúsi á hafnarvog á Siglufirði, frá :

Berg ehf. kr. 4.998.855.-
L7 ehf. kr. 3.249.960.-

Við yfirferð tilboða kom í ljós villa í samlagningu hjá Berg ehf. og lækkaði tilboð þeirra í 4.973.855.-

Kostnaðaráætlun er kr. 3.198.000.-

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði L7 ehf. sem jafnframt er lægstbjóðandi.

4.Tilboð í deiliskipulag þjóðvega í þéttbýli Fjallabyggðar

Málsnúmer 2101093Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal skipulags- og tæknifulltrúa, dags. 29.01.2021 þar sem fram kemur að þrjú tilboð bárust í verkefnið „Deiliskipulag þjóðvega í þéttbýlum Fjallabyggðar“ frá Eflu hf., Mannviti hf. og Verkís hf..

Að höfðu samráði við tengilið verkefnisins hjá Vegagerðinni er lagt til að gengið verði til samninga við Mannvit hf.. Áætlaður kostnaður við verkefnið er kr. 6.000.000 án vsk. sem skiptist jafnt á milli sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að ganga til samninga við Mannvit hf.. Áætluðum kostnaði sveitarfélagsins 3 mkr. er vísað til viðauka nr.3/2021 á málaflokk 09230, lykill 4321 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé við fjárhagsáætlun 2021 og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.Drög að samkomulagi um gerð deiliskipulags fyrir þjóðveginn í gegnum þéttbýli

Málsnúmer 2006060Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samkomulagi milli Fjallabyggðar og Vegagerðarinnar vegna gerðar deiliskipulags fyrir þjóðvegi í þéttbýlum Fjallabyggðar. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir þjóðvegi í gegnum Ólafsfjörð og Siglufjörð með það að markmiði að móta heildstæða ásýnd og auka umferðaröryggi. Stefnt er að því að afgreiðslu skipulags verði lokið haustið 2021.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins.

6.Rekstrarsamningur v. Ljóðaseturs Íslands 2020 - 2022

Málsnúmer 2101094Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að rekstrarsamningi milli Fjallabyggðar og Félags um Ljóðasetur Íslands vegna reksturs Ljóðaseturs Íslands fyrir rekstrarárin 2021-2022.

Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

7.Skíðasvæðið Skarðsdal - Erindi

Málsnúmer 2101034Vakta málsnúmer

Í framhaldi af bókun 196. fundar bæjarstjórnar Fjallabyggðar vegna erindis Leyningsáss ses., dags. 12.01.2021.

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra, dags. 27.01.2021 þar sem lagt er til að bæjarráð samþykki erindi Leyningsáss ses.

Bæjarráð samþykkir erindi Leyningsáss ses. og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

8.Brunavarnir í jarðgöngum

Málsnúmer 2008061Vakta málsnúmer

Lagt fram svar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), dags. 29.01.2021 við erindi Fjallabyggðar, dags. 31.08.2020 varðandi brunavarnir í jarðgöngum og álitamál varðandi lagalega ábyrgð sveitarfélaga annars vegar og eiganda samgöngumannvirkja hins vegar.

HMS leggur til að stofnaður verði samráðsvettvangur Fjallabyggðar, Vegagerðarinnar, Samgöngustofu og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem ætlað er að stuðla að samtali og samvinnu þeirra sem starfa við brunavarnir, eiga mannvirkin og fara með eftirlit með samgöngumannvirkjum.

Bæjarráð tekur jákvætt í að stofnaður verði samráðsvettvangur þessara aðila.

9.Frá nefndasviði Alþingis - Mál til umsagnar 2021

Málsnúmer 2101022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 11.12.2020 er varðar umsögn um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.

Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 26.01.2021 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál.

Lagt fram til kynningar erindi Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 22.01.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.), 418. mál.

Lagt fram til kynningar erindi Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 22.01.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419. mál.

Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 28.01.2021 er varðar umsögn um tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 121. mál.

Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 28.01.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál.

10.Tryggjum lýðræðislega þátttöku - Gátlisti við skipulagningu viðburða

Málsnúmer 2101071Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Jafnréttisstofu, dags 26.01.2021 þar sem fram kemur að Jafnréttisstofa hefur gefið út bæklinginn: Tryggjum lýðræðislega þátttöku - Gátlisti við skipulagningu viðburða. Um er að ræða handhægan rafrænan bækling þar sem farið er yfir atriði sem hafa ber í huga þegar skipuleggja á viðburð sem hefur lýðræði og fjölbreytileika að leiðarljósi.

11.Boðun XXXVI. landsþings sambandsins

Málsnúmer 2101073Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26.01.2021 þar sem fram kemur að XXXVI landsþing sambandsins verður haldið þann 26. mars nk. á Grand hóteli í Reykjavík ef aðstæður leyfa, annars verður þingið rafrænt þann sama dag.

12.Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra - umsóknir 2021

Málsnúmer 2011006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) fh. Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra, dags, 28.01.2021 þar sem tilkynnt er að verkefni Fjallabyggðar hlutu ekki styrk úr sjóðnum að þessu sinni.

13.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2021

Málsnúmer 2101002Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 16. fundar stýrihóps Heilsueflandi samfélags frá 28. janúar sl..

Fundi slitið - kl. 09:00.