Bæjarráð Fjallabyggðar

683. fundur 09. febrúar 2021 kl. 08:15 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Rekstur tjaldsvæða í Fjallabyggð 2021

Málsnúmer 2102015Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála dags. 02.02.2021 þar sem lagt er til að þjónustusamningar við Kaffi Klöru ehf. um tjaldsvæði í Fjallabyggð, á Siglufirði og Ólafsfirði, verði framlengdir skv. 10. gr. samninga.

Einnig lögð fram drög að framlengdum samningum.

Bæjarráð samþykkir að framlengja þjónustusamninga, um tjaldsvæði Fjallabyggðar, fyrir árið 2021 skv. 10. gr. samnings frá 2019 og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samningana fyrir hönd sveitarfélagsins.

2.Staðgreiðsla tímabils - 2021

Málsnúmer 2101005Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit staðgreiðslu fyrir tímabilið janúar 2021. Staðgreiðsla fyrir tímabilið nemur kr. 120.284.819. eða 99,99% af tímabilsáætlun.

3.Trúnaðarmál - Þing- og sveitarsjóðsgjöld

Málsnúmer 2102005Vakta málsnúmer

Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

4.Trúnaðarmál - Fasteignagjöld 2021

Málsnúmer 2102010Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál
Niðurstaða bæjarráðs færð í trúnaðarbók.

5.Manntals og húsnæðistal 1. janúar 2021

Málsnúmer 2012021Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Þjóðskrár Íslands og Hagstofu Íslands, dags. 27.01.2021 þar sem óskað er eftir upplýsingum um athugun á búsetu í Fjallabyggð ef heimilisfang er ótilgreint.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra félagsmáladeildar að svara erindinu.

6.Drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 - í Samráðsgátt.

Málsnúmer 2101040Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga; til sveitarfélaga, landshlutasamtaka og framkvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga, dags. 03.02.2021 er varðar uppfærð drög sambandsins að umsögn um frumvarp um innleiðingu hringrásarhagkerfis.

7.Teymi um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19

Málsnúmer 2012028Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 10. stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 frá 28.01.2021.

8.Fréttabréf Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2021

Málsnúmer 2102020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fréttabréf Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) 11. tbl. janúar 2021.

9.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2021

Málsnúmer 2102009Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 893. og 894 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16.12.2020 og 29.01.2021.

10.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2021

Málsnúmer 2101049Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 21. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) frá 27.01.2021

11.Frá nefndasviði Alþingis - Mál til umsagnar 2021

Málsnúmer 2101022Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 04.02.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur), 478. mál.

Lagt fram til kynningar erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 04.02.2021 er varðar umsögn um frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála, 471. mál.

12.Fundargerðir stjórnar Leyningsáss ses. 2020 -2021

Málsnúmer 2004063Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Leyningsáss ses. frá 30.01.2021.

13.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2021

Málsnúmer 2101002Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir:
118. fundar Hafnarstjórnar Fjallabyggðar frá 02.02.2021
264. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 03.02.2021

Fundi slitið - kl. 09:00.